Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Side 17
Vikublað 28.–30. október 2014 Fréttir Erlent 17
B
andarísk 15 ára stúlka, frá
Detroit í Bandaríkjunum,
hefur verið ákærð fyrir sér-
staklega hættulega líkams-
árás á bróður sinn. Þá er hún
sökuð um að hafa reynt að myrða for-
eldra sína og systur. Málið hefur vak-
ið mikinn óhug og fjölmiðlafár vest-
anhafs, en stúlkan stakk bróður sinn
ítrekað bæði í háls og útlimi fyrir utan
heimili þeirra fyrir rúmri viku. Kærasti
stúlkunnar er talinn vera hugmynda-
fræðingur voðaverkanna.
Stúlkan, Roksana Sikorski 15 ára,
mun hafa ráðist á 12 ára bróður sinn
með hnífi á meðan kærasti hennar
sendi henni leiðbeiningar með smá-
skilaboðum um það hvernig hún ætti
að bera sig að.
Rivera sagður örlagavaldur
Roksana var ósköp venjulegur gang-
fræðaskólanemandi þar til fyrir viku.
Hún ólst upp hjá foreldrum sínum
í Canton í Detroit. Roksana var ætt-
leidd til Bandaríkjanna frá Póllandi
ásamt bróður sínum og yngri systur
fyrir rúmum tíu árum.
Foreldrar hennar, Laurene og Jef-
frey Sikorski, hafa greint fjölmiðlum
frá því, harmi slegin, að börnin hafi
verið ættleidd frá munaðarleysingja-
heimili í Póllandi. Þeim var kunnugt
um að börnin hefðu átt afar erfiða
æsku en segja að líf þeirra hafi ver-
ið í föstum skorðum og fjölskyldan
afar hamingjusöm í Canton. Roksana
hafði gengið í skóla eins og systkini
hennar, en hafði fyrir ekki svo löngu
kynnst eldri manni, Michael Rivera,
23 ára. Þau hafa átt í ástarsambandi og
hurfu í sumar og sáust ekki um tíma.
Á endanum sneru þau þó aftur. Fyrst
um sinn var allt með kyrrum kjörum,
en síðan breyttist allt. Foreldrar Rok-
sönu hafa kært Rivera fyrir margvísleg
kynferðisbrot á hendur dóttur þeirra
og misneytingu. Talið er að í því sé að
finna ástæðu árásarinnar.
Má ekki hitta þau
Sem áður sagði hefur málið vak-
ið mikinn óhug. Roksana og Rivera
hafa bæði verið ákærð fyrir þátt sinn
í líkamsárásinni, auk þess sem þau
verða að líkindum ákærð fyrir tilraun
til manndráps. Lögregluyfirvöld segja
að Roksana hafi farið að heimili sínu á
fimmtudaginn fyrir rúmri viku og hitt
bróður sinn þar fyrir utan. Fyrir utan
lóðina sat Rivera í bifreið og og sendi
stúlkunni smáskilaboð þar sem hann
sagði henni hvernig hún ætti að bera
sig að við árásina. Roksana réðst að
drengnum en öskur hans komu í veg
fyrir að hún gæti lokið sér af og gert
atlögu að foreldrum sínum. Hún var
handtekin og stuttu síðar var Rivera
einnig færður í fangaklefa.
Roksana hefur nú verið sleppt
úr gæsluvarðhaldi gegn gríðarhárri
tryggingu, einni milljón dollara.
Henni er óheimilt að nálgast systk-
ini sín en má undir miklu eftirliti hitta
foreldra sína.
Standa með henni
„Við stöndum með henni,“ segja
Lauren og Jeffrey Sikorski, foreldrar
Roksönu. „Við höfum sterk tengsl við
dóttur okkar. Við viljum styðja hana
og styrkja og það er mikilvægt að við
fáum að vera í sambandi við hana,“
segja þau. Sonur þeirra mun ná fullri
heilsu og braggast vel á sjúkrahúsi.
„Við höfum alið hana upp eins
vel og okkur var unnt,“ segir Lauren.
Hún lýsir dóttur sinni sem vinmargri
stúlku. Það hafi vakið athygli þeirra
hjóna þegar hún byrjaði að hegða sér
einkennilega í byrjun árs. Þegar þau
hafi áttað sig á ástarsambandi henn-
ar og Rivera hafi þau reynt að bregð-
ast við, en þá stakk Rivera af með Rok-
sönu. Foreldrarnir segjast telja að
Roksana glími enn við eftirköst þeirra
erfiðu aðstæðna sem hún upplifði í
bernsku áður en hún kom til Banda-
ríkjanna. n
„Við höfum
alið hana
upp eins vel og
okkur var unnt
Reyndi að drepa litla bróður sinn
Kærasti fimmtán ára stúlku sagður hugmyndasmiður líkamsárásar og morðtilraunar
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Skipulagði Rivera er sagður hafa lagt á ráðin.
Erfiðir mánuðir
Roksana breyttist
mjög í byrjun
þessa árs, segja
foreldrar hennar.
Kynjamisrétti
fyrir dóm í Japan
Konum ekki boðið með á barinn eftir vinnu
K
ona sem er starfsmaður vel-
ferðarráðuneytis Japans hef-
ur höfðað mál gegn japanska
ríkinu vegna kynjamisrétt-
is sem hún sætt í störfum sínum.
Konan hefur starfað við ráðuneytið
í tæpa tvo áratugi og ekki fengið
neinar stöðu- eða launahækkanir
á því tímabili. Er þetta í fyrsta sinn
sem mál er höfðað í Japan vegna
vegna kynjamisréttis, að sögn lög-
fræðings konunnar.
Málið er talið hið óheppilegasta
fyrir forsætisráðherra landsins,
Shinzo Abe, sem ítrekað hefur lýst
því yfir að vinnuframlag kvenna sé
lykillinn að hagvexti landsins og
að hann vilji bæta stöðu þeirra á
vinnumarkaði.
Konan krefst þess að fá 6,6 millj-
ónir jena, eða sem samsvarar um
7,4 milljónum íslenskra króna, í
skaðabætur vegna þeirra launa
sem hún hefur orðið af. Konan er
á fertugsaldri og starfar sem að-
stoðarforstöðumaður í tölfræði-
og upplýsingadeild ráðuneytisins
sem einnig fer með jafnréttismál
á vinnumarkaði í Japan. Hún tók
við stöðunni árið 1996 og hefur
síðan þá stöðugt verið neitað um
stöðuhækkun á meðan karlkyns
samstarfsmenn hennar með jafn
langan starfsaldur hafa allir hlotið
framgöngu í starfi.
Konan kveðst vona að með mál-
inu takist að uppræta það óréttlæti
sem konur innan ráðuneytisins
verði fyrir. Í stefunni kemur fram
að konum innan ráðuneytisins hafi
ítrekað verið neitað um tækifæri
til að þróa með sér nýja kunnáttu,
sama hve mikið þær leggi sig fram
eigi þær ekki möguleika á stöðu-
hækkun. Þá eru karlar meirihluti
starfsmanna mannauðsdeildar
ráðuneytisins.
Innan ráðuneytisins hefur tíðk-
ast að bjóða kvenkyns starfsmönn-
um ekki með á barinn eftir vinnu
að drekka með yfirmönnunum
og segir konan að þar með hafi
þær kerfisbundið verið sviptar
möguleikum til samskipta við þá. n
Japan Starfsmaður velferðarráðuneytis Japans hefur höfðað mál vegna kynjamisréttis.
Myndin er úr safni. Mynd REutERS