Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 21
Vikublað 28.–30. október 2014 Umræða 21 Frelsi fylgir ábyrgð Ég var tekinn af lífi Mummi í Mótorsmiðjunni um almenningsumræðu um sig - DV Maður er svo ofboðslega fljótur að vinna upp þol og styrk Kolbrún Björnsdóttir er með hjóladellu - DV Fjölbreytileiki og hundaflautupólitík R eykjavíkurborg hefur sótt um aðild að sam- starfi um fjölmenningu og fjölbreytileika á veg- um Evrópuráðsins undir heitinu Intercultural cities. Í sam- starfinu er gengið út frá því að fjöl- breytileiki sé eftirsóknarverður. Það snýst ekki bara um að tryggja gagn- kvæma virðingu ólíkra hópa, ekki um að við umberum hvert annað eða reynum að lifa í sátt. Verkefnið gengur út á að sækjast eftir fjöl- breytileika, að laða sem allra fjöl- breyttastan hóp fólks að borginni og skapa aðstæður þar sem allir fá notið sín. Það er sama hvort litið er til félagslegra, efnahagslegra eða menningarlegra þátta, ábatinn af fjölbreytileika er ótvíræður. Reykjavík er ekki best í heimi Hluti af aðildarferlinu felst í að meta stöðu Reykjavíkurborgar í saman- burði við samstarfsborgirnar. Fjórt- án þættir eru skoðaðir, bæði innan stjórnkerfis og þjónustu borgar- innar en einnig þættir sem varða atvinnulífið, fjölmiðla og háskól- ana, svo nokkur dæmi séu nefnd. Reykjavík kemur ekki vel út. Af 64 borgum er Reykjavík númer 57. Við erum ekki best í heimi – ekki miðað við höfðatölu. Engin tölfræðitrikk koma okkur til hjálpar. Auðmýkt Best í heimi er enda úrelt markmið. Að vera best kallar á samkeppni í stað samstarfs, það snýst um okk- ur sjálf en ekki aðra. Best í heimi gengur beinlínis gegn markmiðum Intercultural cities. Auðvitað eig- um við að hafa metnað, en við eig- um að beina honum í samstarf en ekki samkeppni. Vinna með öðr- um, læra af öðrum og miðla því sem vel er gert. Að mæla okkur í saman- burði við aðrar borgir er vissulega gagnlegt, en aðallega þó til að bæta okkur í afmörkuðum þáttum. Niðurstaða matsins sýnir að við getum bætt okkur verulega þegar kemur að tækifærum fólks til virkni og þátttöku í nærsamfélaginu. Við því getum við auðveldlega brugð- ist í vinnunni við skipulag hverfa og lært af þeim borgum sem best standa hvað þetta varðar. Sömuleið- is getum við gert betur þegar kemur að því að bjóða nýja íbúa velkomna til borgarinnar, fyrir utan að kynna fólki réttindi sín og skyldur getum við tryggt gott aðgengi að upplýs- ingum um verkefni og uppákomur sem stuðla að bættum félagsauð, samveru og þátttöku borgarbúa. Það verður bæði krefjandi og gef- andi að bæta okkur á þessum svið- um – og hinum 12 sem úttektin náði til. Til þess þurfum við frekar auð- mýkt en keppnisskap, Intercultural cities er samstarfsvettvangur en ekki keppni. Höfnum hundaflautupólitík Á Íslandi hefur hvorki rasismi né fasismi náð að hreiðra um sig að ráði. Ekkert opinbert stjórnmálaafl hefur þá stefnu að sporna gegn fjöl- breytileika. Engu að síður örlar á neikvæðu viðhorfi til fjölbreytileik- ans og efasemdum er sáð um af- markaða hópa, án þess þó að geng- ist sé við því. Stóra moskumálið í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í vor er skýrt dæmi. Þar sagðist oddviti Framsóknarflokksins vera mótfall- inn byggingu mosku í Reykjavík þó ástæðurnar væru óljósar. Ýmist var hún á móti moskunni á skipulags- legum forsendum þar sem hún átti frekar heima annars staðar eða lagalegum forsendum þar sem borginni bar ekki að gefa lóðina heldur selja hana. Hún þvertók fyrir rasískar skoðanir en sagði samt frá því að í Svíþjóð hefði fólk áhyggjur af þvinguðum hjónaböndum meðal múslima. Það hafði þó ekkert með stóra moskumálið að gera. Þetta er það sem stundum er kallað hundaflautupólitík. Áróður sem komið er til skila undir rós en þó með mjög afgerandi og mark- vissum hætti. Þekkt leið sem getur verið árangursrík – ef ekkert er að gert. Á vegum Intercultural cities er lögð þung áhersla á þverpólitíska samstöðu, samstarf allra flokka um verkefnið og snör viðbrögð við hvers kyns áróðri, fordómum og hundaflauti. Það má ekki verða að einhver (og þá mjög lítill) hluti borgarstjórnar verði til þess að rýra trúverðugleika Reykjavíkurborgar þegar kemur að verkefninu. Fjölbreytileikinn Sem aðili að Intercultural cities mun Reykjavík beinlínis sækjast eftir fjölbreytileika. Við munum ekki bara fást við hann sem verk- efni, sætta sjónarmið og stuðla að umburðarlyndi. Við munum gera það sem í okkar valdi stendur til að gera Reykjavík aðlaðandi fyrir fólk allsstaðar að og læra af fólki sem hefur ólíka reynslu og þekkingu. Þannig er brýnt að hér rísi moska, rússnesk rétttrúnaðarkirkja, búddahof, ásatrúarhof og fleiri bænahús. Ekki bara til að þjónusta fjölbreyttan íbúahóp Reykjavíkur, heldur einnig til marks um að hér sé samþykkt og æskilegt að iðkuð séu margs konar trúarbrögð. Það er undir okkur Reykvíking- um komið hvernig til tekst. Ef við setjum okkur það sameiginlega markmið að stuðla að fjölbreytt- ari borg, þar sem þekkingin og reynslan verður meiri og menn- ingin fjölbreyttari. Ef við sköpum aðstæður fyrir fólk til að hittast, tala saman, kynnast, læra og miðla. Ef við þróum samfélagið áfram í sam- einingu og af virðingu hvert fyr- ir öðru. Þá framtíðin björt. Saman getum við unnið að því að gera góða borg betri. Fjölbreyttari og betri. n Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík Kjallari „Á Íslandi hefur hvorki rasismi né fasismi náð að hreiðra um sig að ráði Myndin Æfingar Hópur fólks æfir björgun úr sjó úr varðskipinu Tý, í köldu og stilltu veðri á mánudag. Mynd SigTRygguR ARi 1 Marta María svarar: „Fannst merkilegt að eigandi heilsuveitinga- staðarins Local gerði þetta“ Marta María Jónsdóttir, fréttastjóri dæg- urmála á mbl.is, segir Helgu Gabríelu, bloggara og rekstrarstjóra veitinga- staðarins Local, fara frjálslega með sannleikann í bloggfærslu þar sem Helga Gabríela gerir upp samskipti sín við Mörtu Maríu vegna Instagram-mynda. Lesið: 52.209 2 Erlendur sendir dóttur Ásdísar skilaboð. „Hann er farinn að tala um barna- barnið,“ segir Ásdís H. Viðarsdóttir um Erlend Þór Eysteinsson sem hefur ítrekað hótað Ásdísi frá því samvistum þeirra lauk. Í umfjöllun DV fyrir helgi kom fram að Erlendur sendir dóttur Ásdísar ógnandi skilaboð. Lesið: 41.718 3 Helgi Seljan reyndi að kæra Erlend Helgi Seljan, fréttamaður í fréttaskýringaþættinum Kastljósi, staðfesti í samtali við DV að Erlendur Þór Eysteinsson, sá sem ítrekað hefur hótað Ásdísi H. Viðarsdóttur frá því samvistum þeirra lauk, hafi að undanförnu sent Helga hótanir með SMS-skilaboðum. Helgi reyndi að kæra hótanirnar til lögreglu sem neitaði að taka við kærunni. Lesið: 38.544 4 Kveður Smartlandið: „Segi stopp við út- litsdýrkuninni og bullinu sem kemur fram á Smartlandi“ Nanna Árna- dóttir, íþróttafræðingur og einkaþjálfari hjá World Class á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að hætta pistlaskrifum fyrir Smartland á Mbl.is af prinsippástæðum. Þetta kemur fram í síðasta pistli hennar sem birtist þar á sunnudagskvöldið. Lesið: 26.163 5 „Ég hélt það yrðu mín örlög að deyja í þessu bílslysi“ Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, lenti í alvarlegu bílslysi fyrir einu á hálfu ári á Skeiðavegi. Þau voru fjögur í bílnum á leið heim af balli og Þórhildur sat í farþegasætinu þegar ökumaðurinn sofnaði undir stýri á um 90 kílómetra hraða. Þórhildur lýsir því meðal annars í helgarviðtali í DV hvernig þau sluppu öll með ótrúlegum hætti. Lesið: 24.953 Mest lesið á DV.is Hanna Birna Kristjánsdóttir segir að margt þurfi að brýna í fjölmiðlalöggjöfinni - DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.