Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Side 26
26 Lífsstíll Vikublað 28.–30. október 2014
Skref í átt
að hamingju
Þ
að eru eflaust einhverjir sem
kannast við að öfunda náung-
ann sem virðist lifa frábæru
og hamingjusömu lífi. Lán-
ið virðist leika við hann allan
ársins hring og þú skilur ekki hvernig
hann fer að þessu. Kann að vera að líf
þessa einstaklings sem þú öfundar sé
í raun svipað þínu eigin, en að hann
kunni bara betur að lifa því?
1 Einstaklingsbundin skynjun Hamingja er yfir-
leitt afleiðing einstaklingsbundinn-
ar skynjunar og túlkunar á aðstæð-
um og uppákomum. Þrátt fyrir að
geta ekki alltaf stjórnað því hvernig
við skynjum hlutina, þá getum við
nokkurn veginn stýrt því hvern-
ig við bregðumst við. Við lend-
um yfirleitt í ákveðnum aðstæðum
vegna ákvarðana sem við tökum,
eða gjörða okkar. Í raun getum við
því að miklu leyti stýrt því hvort við
erum hamingjusöm eða ekki. Hér á
eftir eru nokkur dæmi um hvern-
ig þú getur aukið hamingju þína og
viðhaldið henni eins náunginn sem
þú öfundar.
2 Ekki reyna að geðjast öðrum Ekki leggja þig fram
við að láta aðra geðjast að þér.
Reyndu að láta þér standa á sama
um hvað öðrum finnst um
þig. Það skiptir öllu
máli að þú sért
sátt/ur við sjálfa/n
þig, ekki hvað
öðrum finnst.
Taktu ákvarðanir
og stattu með þeim
og lifðu lífinu eins og
þú vilt hafa það. Ekki beygja þig
undir aðra eða reyna að standast
óeðlilegar kröfur.
Þú þarft ekki að gera eitthvað
bara af því einhver segir þér að gera
það. Fyrir utan það að fara eftir
lögum. Fylgdu eigin sannfæringu
og innsæi. Ef þú telur að einhver
ákvörðun sé rétt, treystu því þá að
hún sé rétt. Það er óþarfi að bera
hana undir aðra.
3 Ekki treysta á vinina Það
er nauðsynlegt að
eiga góða vini sem
elska þig og þú elskar.
En gott er að hafa í huga
að þú átt þá ekki og þeir
ekki þig. Vinirnir hafa sínar eigin
langanir og þarfir sem þeir setja yf-
irleitt í forgang. Ef þú treystir of mik-
ið á vini þína þá munu þeir eflaust
valda þér vonbrigðum, þótt þeir ætli
sér það ekki.
Hamingjusamir einstaklingar
eiga yfirleitt góða vini, en þeir gæta
þess þó að halda eigin sjálfstæði til
að koma í veg fyrir að þeir verði fyrir
vonbrigðum. Gott er að hafa í huga
að skortur á sjálfstæði getur eyðilagt
bæði vinasambönd og ástarsam-
bönd.
4 Njóttu hvers dags Þegar þú spyrð hamingjusam-
an einstakling hvað hann geri, þá er
ólíklegt að hann gefi þér upp starfs-
heiti sitt. Það er mun líklegra að
hann segi þér virkilega hvað hann er
að gera í lífinu. Hvaða verkefni eða
ferðalög eru á döfinni, hvað hann
hefur afrekað og hvaða vandamál
hann sé að leysa. Þá eru hamingju-
samt fólk líklegra til að lifa í núinu
frekar en að bíða eftir framtíðinni.
Það veit að það gerist fátt nema það
sækist eftir því og það er lykillinn að
hamingjunni. Njóttu hvers dags og
þess sem hann hefur upp á að bjóða,
það gerir þig hamingjusamari.
5 Ekki festa þig á
einum stað
Hamingjusam-
ir einstaklingar
festa sig síður nið-
ur á ákveðnum stað.
Þeir vilja hafa tækifæri
til þess að ferðast og njóta frelsis-
ins. Kannski einfaldlega vegna þess
að þeim leiðist að vera alltaf í sama
umhverfinu og vilja frekar hitta nýtt
fólk og upplifa nýja hluti. Þegar þú
spyrð þessa einstaklinga hvar þeir
búi, þá er líklegt að þeir segi þér það,
en bæti við: „þessa stundina“ eða
„akkúrat núna.“ Ekki setja það fyrir
þig að ferðast eða flytja þig um set
ef þig langar til þess. Það er ekkert
ómögulegt í þeim efnum.
6 Ekki nota sjálfshjálp-
arbækur Þú ættir
ekki að þurfa bæk-
ur til að segja þér
hvernig þú átt að lifa
lífinu. Lifðu frekar eftir
þinni eigin hugmyndafræði. Ham-
ingjusamir einstaklingar treysta á
sjálfan sig og vita hvenær þeir eru
að gera rétt og rangt.
7 Ekki hræðast
dauðann
Hamingjusam-
ir einstaklingar
gera sér grein fyrir
því að lífið er hverf-
ult. Þeir vita að þeir koma til með
að deyja einn daginn, líkt og allir
aðrir. Ef þú óttast ekki dauðann ertu
líklegri til að verða hamingjusam-
ari. Þú getur ekki stjórnað dauðan-
um og því máttu alls ekki láta dauð-
ann, eða hræðslu við hann, stjórna
þér. Þeir sem eru hræddir við dauð-
ann eru ólíklegri til að láta drauma
sína rætast.
8 Ekki láta markmiðin stjórna þér Ímyndaðu þér
heiminn sem leikhús þar sem þú
ert leikstjóri. Taktu stjórnina á eigin
lífi í þínar hendur og sjáðu heiminn
eins og þú vilt sjá hann. Þú smíðar
þinn eigin raunveruleika, sumum
gengur bara betur í þeim fram-
kvæmdum en öðrum. Hamingju-
samt fólk á sér drauma, vonir og
markmið. Það vill ná ágrangri en
gætir þess að láta markmiðin ekki
ná tökum á lífinu. Þú getur ekki lif-
að lífinu í eintómri bið eftir fram-
tíðinni. Nútíðin er eini tíminn sem
hægt er að lifa í.
9 Ekki breyta
öðrum
Ekki reyna að
breyta öðr-
um, það skilar
aldrei tilætluð-
um árangri og veld-
ur vonbrigðum. Fólk getur alveg
breyst, en það verður þá að gera
það á sínum eigin forsendum. Það
er betra að reyna að leiðbeina fólki
og benda því á hvað þú telur rétt,
en framhaldið er í þess höndum. n
n Treystu á sjálfan þig n Stýrðu því hvernig þú bregst við aðstæðum
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Erfið sambönd
breyta efna-
skiptum fitu
Ný rannsókn sem kynnt var á
ráðstefnu í Háskólanum í Ohio
nýlega sýndi fram á að fjand-
samleg sambönd geti haft áhrif
á efnaskipti fitu líkamans, sér-
staklega ef viðkomandi hefur ein-
hvern tímann verið þunglyndur.
43 heilbrigð hjón sem höfðu
verði gift í allavega þrjú ár voru
beðin um að svara könnun um
hversu ánægjulegt hjónabandið
væri, hvort viðkomandi hefði
þjást af þunglyndi. Næst fengu
þau fitumiklar máltíðir ekki ólík-
ar skyndibita. Þess á eftir var
mælt á 20 mínútna fresti hversu
mörgum hitaeiningum þau
brenndu. Svo voru hjónin beðin
um að reyna að leysa stórt vanda-
mál í hjónabandinu sem oft hefði
orsakað rifrildi.
Í ljós kom að fjandsamlegir
makar, sem líka voru eða höfðu
verið þunglyndir brenndu að
jafnaði um 31 færri kaloríum á
klukkutíma en hinir.
Frú Lauga
segir skilið við
plastpoka
Bændamarkaður frú Laugu tekur
skýra afstöðu gegn plastpokum og
þeirri mengun sem af þeim stafar.
Verslunin hefur skipt yfir í bréf-
poka ásamt því að ætla að prófa
sig áfram með poka úr óerfða-
breyttum maís, en þeir brotna
niður í náttúrunni og koma alveg í
stað hefðbundinna ruslapoka.
Verslunin sem selur lífræn-
an mat beint frá býli, hefur verið
kraftmikill liðsauki í byltingunni
gegn umbúðum sem nú stendur
sem hæst. Þetta er þó ekki fyrsta
skref verslunarfólksins í þessari
baráttu því auk þess að segja skil-
ið við plastpokana gefst viðskipta-
vinum þeirra kostur á að fylla
á ólífuolíuflöskurnar sínar hjá
frúnni ásamt því að fá afslátt af
eggjum komi þeir með sinn eigin
eggjabakka.
Þín eigin
pítsusósa
Pítsa getur verið hinn besti
heilsumatur ef álegg er valið
með slíkt í huga. Við mælum
með þessari pítsusósu ofan á
spelt/grænmetispítsu og þú
verður leikandi léttur á eftir.
Þú þarft:
Eina dós af maukuðum tómat
Þrjá hvítlauksgeira Eina msk.
tómatpúrru Oreganó Gróft
salt Svartan pipar
Setjið öll hráefni í skál og
kryddið með salti, pipar og or-
eganó eftir smekk. Maukið allt
saman með töfrasprota eða í
matvinnsluvél. Berið á pítsuna
að vild. Sósuafgangur geymist
vel í lokuðu íláti í kæli.
Lifðu í núinu
Njóttu hvers dags
frekar en að bíða
eftir framtíðinni.