Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Blaðsíða 2
Vikublað 4.–6. nóvember 20142 Fréttir R auði krossinn leitar nú að nýju húsnæði fyrir fatabúð sína að Laugavegi 12. Til stendur að rífa húsið og stækka Center hótel sem er við hliðina. Leigusamn­ ingur Rauða krossins um húsnæðið er runninn út en búðin verður í hús­ inu þar til framkvæmdir hefjast. Að sögn Björns Teitssonar, verk­ efnisstjóra upplýsinga­ og kynn­ ingarmála hjá Rauða krossinum, er nú leitað að húsnæði á góðum stað í miðbænum enda hafi búð­ in að Laugavegi 12 verið flaggskip fatasölu samtakanna. „Búðin hef­ ur verið vinsæl hjá ferðamönnum og þar hefur langmesta veltan ver­ ið og má það ekki síst þakka góðri staðsetningu,“ segir hann. Fata­ sala er ört vaxandi hluti af fjáröflun Rauða krossins. Árið 2008 voru tekj­ ur af fatasölu 130 milljónir en í fyrra 295 milljónir. Björn segir Íslendinga gefa frá sér mikið af fatnaði en að magnið haldist í hendur við efnahags­ ástand hverju sinni. Til dæmis var metár árið 2007, árið 2008 var minna gefið en nú er magnið aftur að aukast. Hluti fatnað­ arins er seldur í búð­ um Rauða krossins hér á landi og hluti gefinn til mannúðar­ starfs í Hvíta­Rúss­ landi þar sem frost­ hörkur eru miklar. Fyrr á árinu seldi Reykjavíkur­ deild Rauða krossins sinn hlut í hús­ næði að Laugavegi 120 en það er sama hús og Arion banki var í. Því húsi verður einnig breytt í hótel. Reykjavíkurdeildin mun á næstunni flytja á Skúlagötu 21, í sama hús og Ríkislögreglustjóri. n dagny@dv.is Rauði krossinn rýmir fyrir hótelum Húsið að Laugavegi 12 rifið á næstunni Flytja Búðin hefur verið afar vinsæl, sérstaklega á meðal ferðamanna. Nágrannar gæta hver annars Nágrannavörslu hefur verið komið við Hraundal í Reykjanesbæ. Íbú­ arnir hafa bundist samtökum um að gæta að eignum hver annars og fylgjast með híbýlum þegar nágrannar eru að heiman. Ná­ grannavarsla er nú við ellefu götur í Reykjanesbæ. Reykjanesbær tók formlega upp nágrannavörslu árið 2008 en verkefnið er samstarfsverk­ efni Umhverfissviðs Reykjanesbæj­ ar og forvarnadeildar Lögreglunn­ ar á Suðurnesjum. Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, starfsmaður um­ hverfis­ og skipulagssviðs, afhenti íbúum við Hraundal upplýsingar um nágrannavörslu og límmiða til að setja í rúður og á hurðir. Merki verk efnisins var einnig komið fyrir á staurum við Hraundal. Ætlaði að hefna sín Lögreglunni á höfuðborgar­ svæðinu barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi að­ faranótt mánudags. Maðurinn hafði hleypt lofti úr hjólbörðum bifreiðar. Í dagbók lögreglunn­ ar kemur fram að maðurinn hafi fundist skömmu síðar þar sem hann var kominn upp í leigubifreið. Var hann verulega ölvaður, að sögn lögreglunnar. Reyndist hann hafa gert sér ferð með leigubifreið í þessum eina tilgangi, það er að hleypa lofti úr bifreið manns sem hann taldi hafa valdið því að hann missti vinnuna. Lögreglan segir að nægt loft hafi þó verið eftir þannig að eigandi bifreiðarinn­ ar komst á næstu bensínstöð og varð ekkert tjón vegna þessa. Árétting Bjarni Bernharður Bjarnason, myndlistarmaður og ljóðskáld, var í persónulegu viðtali við DV í síð­ asta helgarblaði. Þar kom meðal annars fram hann hefði kallað fram geðklofa í sjálfum sér, með mikilli sýrunotkun, sem endaði með því að hann varð manni að bana 28 ára gamall. Um innslátt­ arvillu var að ræða, en hið rétt er að Bjarni var 38 ára. DV biðst velvirðingar á þessum mistökum. Fjársvikara kippt út aF Hópkaupum n Jóhannes Gísli auglýsti tölvuviðgerðir n 150 tóku tilboðinu N ýjasta útspil Jóhannesar Gísla Eggertssonar, sem DV hefur áður fjallað um vegna svikaslóðar hans á netinu, er tölvuviðgerðarfélagið Tölvu­ heimur. Jóhannes, sem er tvítugur, var fyrr á þessu ári dæmdur fyrir fjársvik. Í ágúst staðfesti Hafliði Þórðarson hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við DV að vefsíða hans, knattspyrna.is, væri til rannsóknar. Jóhannes Gísli hefur auglýst ókeypis „fulla yfirferð“ á tölv­ um á Facebook­hópnum „Gefins, allt gefins“. Enn fremur var tilboð hjá af­ sláttarsíðunni Hópkaupum á mánu­ dag þar sem boðið var upp á „fulla yfir ferð á tölvu hjá Tölvuheimi á að­ eins 2.990 kr.“ Þess má geta að ekkert félag er til á Íslandi sem heitir Tölvu­ heimur. Um hádegi höfðu um 150 manns nýtt sér tilboð á Hópkaupum. Eftir að DV hafi samband við Hóp­ kaup ákváðu forsvarsmenn afslátt­ arsíðunnar að fjarlægja tilboð Tölvu­ heims af síðu sinni. Sautján ára „Windows sérfræðingur“ Samkvæmt heimsíðu Tölvuheims eru starfsmenn þrír; Jóhannes Gísli sjálf­ ur, sagður framkvæmdastjóri, sautján ára drengur, titlaður „Windows sér­ fræðingur“ og er jafnframt eini starfs­ maðurinn á verkstæðinu; og að lok­ um kona eða „Gugga“ sem starfar í þjónustuveri fyrirtækisins. Blaða­ maður DV ræddi við tölvuviðgerðar­ mann sem tjáði honum að erfitt væri að áætla hve langan tíma tæki að gera við hverja tölvu. Hann sagði hins vegar að miðað við lýsingu á tilboð­ inu hjá Hópkaupum ætti „full yfir­ ferð“ að taka minnst um tvo tíma. Ekki er ljóst hvernig Jóhannes Gísli og sautján ára drengurinn áætla að gera við ríflega 130 tölvur á stuttum tíma. Ekki starfrækt frá árinu 2012 Í lýsingu á Hópkaupa­tilboðinu sagði að Tölvuheimur hafi verið starfrækt frá árinu 2012. Það er ekki rétt. Ekkert fyrirtæki með þessu nafni er skráð á Creditinfo og er Jóhannes Gísli sjálf­ ur ekki skráður eigandi neins félags. Samkvæmt ja.is er kennitala sem og virðisaukaskattsnúmer Tölvuheims það sama og félagsins H32 ehf. Það félag er fyrrverandi rekstrarfélag barnafataverslunarinnar Móðir kona meyja. DV ræddi við skráðan eiganda félagsins sem sagði að félagið hafi verið selt fyrr á árinu og hún kann­ aðist hvorki Jóhannes Gísla né Tölvu­ heim. Grunsamleg svör DV hafði samband við einn þeirra fjögurra sem unnu „tölvuyfirferð“ hjá Tölvuheimi á „Gefins, allt gefins“. Sá sagði að grunsemdir um að allt væri ekki með felldu hefðu vaknað eftir að hann hringdi rétt fyrir hádegi á virk­ um degi í símanúmerið sem gefið er upp og stúlka sem hafi auðheyranlega verið vakin af værum blundi svaraði í símann. „Ég hringdi og pantaði tíma, og þetta var eitthvað voðalega skrýt­ ið. Ég hringdi í þetta gsm­númer sem er gefið upp og þá var eins og ég væri að vekja manneskju,“ segir „vinnings­ hafinn“. Hann hafi í kjölfarið ákveðið að fara ekki með tölvu sína til Tölvu­ heims. Seldi sama símann þrisvar Líkt og fyrr segir hefur DV áður fjall­ að um Jóhannes Gísla, fyrst í upp­ hafi árs. Þá var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir ýmsa glæpi, þar af sex mánuði bundna skilorði. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa aðfaranótt 2. október 2013 brot­ ist inn í veitingastað á Eyrarbakka og stolið þar áfengisflöskum og var hann handtekinn snemma um morgun ölvaður á göngu eftir miðjum vegi við hesthúsahverfið á Eyrarbakka. Öllu meiri athygli vakti í þeim dómi að hann reyndi að selja sama Samsung­ símann í þrígang á bland.is. Jóhann­ es Gísli hafði samtals um 75 þúsund krónur af fórnarlömbunum þremur á bland.is. Léleg gæði DV fjallaði seinast um mál Jóhann­ esar síðastliðinn ágústmánuð. Þá var sagt frá vefsíðu hans, knattspyrna.is, sem lofaði aðgangi að útsendingum frá efstu deildum í enska, spænska, þýska og ítalska boltanum í gegn­ um netið fyrir 1.750 krónur. Rétt­ hafi ensku og spænsku deildanna er þó fjölmiðlafyrirtækið 365 og sögðu yfir menn frá því að um væri að ræða ólöglega vefsíðu sem hefði þannn til­ gang að hafa fé af fólki. Eftir að enski boltinn hóf göngu sína rigndi gagn­ rýni yfir Facebook­vegg síðunnar þar sem kvartað var yfir lélegum gæðum á útsendingu. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Ég hringdi í þetta gsm-númer sem er gefið upp og þá var eins og ég væri að vekja manneskju. Dæmdur fjársvikari Jóhannes Gísli var í upphafi árs dæmdur fyrir að hafa svikið út 75 þúsund krónur af notendum á bland.is. Nú auglýsir hann tölvuviðgerðir undir nafninu Tölvuheimur. Tilboðið Jóhannes bauð yfirferð á tölvum fyrir 2.990 krónur. Hópkaup hafa nú fjarlægt tilboðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.