Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Síða 4
Vikublað 4.–6. nóvember 20144 Fréttir Kemur alls staðar að loKuðum dyrum H ilmar Kolbeins er 38 ára Vesturbæingur sem þarf lífs- nauðsynlega á heimahjúkr- un að halda þrisvar sinnum á dag. Á mánudag í síðustu viku var honum tilkynnt munnlega að heimahjúkrun Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar myndi ekki veita honum þjónustu áfram. Hann hefur ekki getað staðið í skilum með raf- magnsreikning og því er ekki ljós á heimili hans og var honum sagt að við þær aðstæður væri ekki hægt að veita heimahjúkrunina. Þá hefði hann ekki keypt allar þær hjúkrunarvörur sem til þarf. Hilmar neyðist því nú til að kaupa hjúkrunarþjónustu af einka- fyrirtæki og greiða fyrir það 12.000 krónur á dag hið minnsta, eða um 360.000 krónur á mánuði, komi ekk- ert óvænt upp á. Einu tekjur hans eru örorkubætur, um 160.000 krónur á mánuði, og því ljóst að hann mun eiga í erfiðleikum með að greiða fyr- ir heimahjúkrun einkafyrirtækisins. „Það gekk illa hjá mér fjárhagslega fyrir svo ég veit ekki hvernig ég á að greiða fyrir heimahjúkrunina. Oft þarf ég að biðja vini og ættingja um lán og um daginn þurfti ég að kyngja stoltinu og biðja ókunnuga um að- stoð. Það var mjög erfitt en hjálpin kom,“ segir hann. Hilmar er með fötlun og aðeins eitt nýra og með þvagpoka tengd- an við þvagblöðru. Lífsnauðsyn- legt er að pokinn sé tæmdur þrisvar sinnum yfir daginn og hefur fag- fólk heimahjúkrunar Reykjavíkur- borgar gert það síðustu ár. Ef pokinn er ekki tæmdur getur hann annað- hvort sprungið eða þvag safnast fyrir og runnið aftur í þvagblöðruna með aukinni hættu á sýkingu sem getur orsakað nýrnabilun. Flakk á milli stofnana Fyrstu dagana eftir að Heimaþjón- usta Reykjavíkurborgar hætti að að- stoða Hilmar fóru dagar hans í flakk á milli stofnana til að láta tæma þvag- pokann þrisvar sinnum á dag. „Ég fór á Læknavaktina seinni part dags því búið var að loka á heilsugæslunni. Eina úrræðið sem læknar þar höfðu var að láta leggja mig inn á Landspít- ala því ekki var í boði hjúkrunar- þjónusta þar. Því var skrifað lækna- bréf sem ég fór með á bráðamóttöku Landspítala. Þar var mér tjáð að ég yrði ekki lagður inn því ég væri ekki veikur, sem er alveg rétt. Þvagpokinn var tæmdur og mér bent á að leita næst til heilsugæslunnar. Í gegnum tíðina hef ég oft leitað til bráðamót- tökunnar til að láta tæma pokann og alltaf fundið fyrir mikilli velvild starfsfólksins þar en það gengur ekki endalaust enda er það ekki rétti stað- urinn,“ segir hann. Næsta dag fór Hilmar á heilsugæslustöð og fékk pokann tæmdan. Áfram fór hann á milli stofnana þrisvar sinnum á dag og greiddi komugjald í hvert sinn. Á fjórða degi var honum bent á einka- rekið hjúkrunarfyrirtæki og hefur hann ekki um annað að velja en að kaupa þjónustu þaðan sem kostar, eins og áður segir, 12.000 krónur á dag. Síðan heimahjúkrun Heima- þjónustu Reykjavíkur hætti að sinna honum hefur hann leitað til Félags- þjónustu Reykjavíkurborgar eftir úr- lausn sinna mála en það hefur ekki enn borið árangur. Þegar blaðamaður ræddi við Hilmar var það fyrsti dagurinn eftir að hann hafði fengið vilyrði frá einkarekna hjúkrunarfyrirtækinu um aðstoð hvern dag og því þurfti hann ekki að flakka á milli staða þann daginn til að láta tæma þvag- pokann. Langar að vinna Hilmar býr í íbúð á vegum Félags- bústaða Reykjavíkur og greiðir fyrir hana 70.000 krónur á mánuði, fyrir utan hita og rafmagn. Fötlunar sinn- ar vegna þarf hann nauðsynlega bíl til afnota og greiðir af honum og kaupir eldsneyti. Þá fara 5.000 til 10.000 krónur á mánuði í sjúkra- þjálfun, 25.000 krónur á mánuði greiðir hann fyrir eina heita mál- tíð á dag, 5.000 krónur fyrir þrif og um 20.000 krónur á mánuði í lyf og hjúkrunarvörur. Örorkubæturnar, um 160.000 krónur, duga því skammt og óljóst hvernig Hilmar mun standa undir því að greiða mörg hundruð þúsunda reikning frá einkareknu heimahjúkruninni. Sópað undir teppi Erfitt er fyrir Hilmar að stunda vinnu því hann þarf aðstoð þrisvar sinn- um á dag, þó að hann þrái fátt heit- ar. „Ég er skýr í kollinum og get vel unnið en til þess þarf ég stuðning við að tæma þvagpokann. Áður vann ég skrifstofuvinnu um tíma og lík- aði mjög vel og gat staðið í skilum. Ég þurfti samt alltaf að fá að skreppa frá og láta tæma þvagpokann heima því ekki var í boði að hjálpin kæmi til mín í vinnuna. Það var litið horn- auga að ég væri alltaf að skreppa frá og á endanum þurfti ég að hætta í vinnunni. Ég vil borga skatta, standa í skilum og leggja mitt til samfélags- ins í stað þess að það borgi fyrir mig. Eins og staðan er í dag er þetta bara rugl,“ segir hann. Erfiðlega hefur gengið hjá Hilmari að ná endum saman. Á sín- um tíma fór hann í aðlögun hjá um- boðsmanni skuldara sem sendi bréf til Reykjavíkurborgar með beiðni um aðstoð honum til handa við að fara út á vinnumarkaðinn. „Ég útskýrði að ég gæti og vildi fara á vinnumark- aðinn en það var eins og að tala við vegg. Mér finnst eins og fólk skilji að ég verði að vinna en málið fer aldrei lengra, því er alltaf sópað und- ir teppi. Það væri mikil kjarabót og miklu betra líf ef ég fengi að vinna. Það væri hægt að koma til móts við mig ef viljinn væri fyrir hendi.“ Ætlar að berjast Þrátt fyrir erfiðleikana er Hilmar brattur. Hann segir rafmagnsleysið ekki alslæmt þótt hann sakni þess stundum að horfa á sjónvarpið. „Ég er lítið heima svo þetta kemur ekki mikið að sök. Ég hlusta á útvarpið í bílnum og hleð símann minn þar.“ Aðspurður hvernig gangi að hita upp matinn segir hann matinn hvort eð er bragðast betur kaldur. Hilmar ætl- ar ekki að gefast upp en kveðst vera vanur að þurfa að berjast fyrir sínu. „Ég er búinn að berjast fyrir öllu. Þegar ég var yngri þurfti ég að berj- ast fyrir því að fá að ganga í almenn- an grunnskóla.“ Hilmar hefur búið í íbúð Félagsbústaða frá árinu 2011 og fær senda eina heita máltíð á dag. „Ég get ekki skorið matinn minn sjálfur og þurfti að berjast fyrir því að fá hann skorinn. Annars væri ég eins og hundur, nagandi kjöt af beini. Þannig var það til að byrja með.“ Fékk inni hjá bróður sínum Á fullorðinsárum flutti Hilmar með móður sinni til Keflavíkur og tók íbúð á kaupleigu sem var sérhönnuð fyrir hans þarfir. Móðir hans hafði aðstoðað hann alla tíð en þegar hún lést skyndilega fyrir fjórum árum fór að síga á ógæfuhliðina. „Félags- þjónustan í Reykjanesbæ brást mér og gaf þau svör að aðstoð við mig væri of erfið fyrir bæjarfélagið og því stóð mér ekkert til boða.“ Eftir and- lát móður sinnar flutti Hilmar til bróður síns í Hafnarfirði. „Það gekk um tíma en ég vildi ekki búa inni á honum til framtíðar.“ Ekki voru nein úrræði í boði fyrir Hilmar og því flutti hann á Grensás þar sem hann fékk endurhæfingu og þjálfun. Þar bjó hann svo í eitt og hálft ár. „Grensás er sjúkrastofnun en ekki heimili og mér leið svolítið eins og ég væri fyrir því ég var ekki veikur, heldur án úrræða. Starfsfólkið þar er alveg yndislegt og lét mig aldrei finna að ég væri fyrir. Þau gerðu allt fyrir mig og ég elska þau.“ Fékk ekki NPA Hilmar sótti um NPA, sem hann tel- ur að myndi veita honum meira sjálfstæði og möguleika á að sækja atvinnu, en fékk neitun. NPA byggir á því að manneskja með fötlun fái fjármagn frá sveitarfélagi sínu til að þess að sjá um og skipuleggja eigin aðstoð. „Ég sýndi fram á þörf fyrir aðstoð en fékk neitun því ég er ekki með nógu mikla fötlun.“ Hann segir drauminn að búa í íbúð í þjónustu- kjarna þar sem starfsfólk væri alltaf til taks. „Ég vil ekki fara á sambýli og búa með fólki sem er með heilabil- anir eða alvarlega geðræna sjúk- dóma. Það á ekki við mig því mín fötlun er ekki þannig. Mig langar til að vera innan um fólk sem ég get myndað tengsl við.“ Í vikunni hitti Hilmar réttar- gæslumann sinn og vonar að úr málum sínum leysist, hann geti greitt rafmagnsreikninginn, feng- ið heimahjúkrun án þess að greiða mörg hundruð þúsund og jafnvel fengið sér vinnu. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því þegar reikningurinn frá einkarekna hjúkr- unarfyrirtækinu berst um næstu mánaðamót segir hann ljóst að ekki verði mögulegt að greiða hann með örorkubótunum. „Það er annaðhvort að leggjast upp í rúm og gráta eða halda áfram að berjast. Margir í þess- um sporum væru örugglega búnir að fyrirfara sér. Til hvers að berjast í þessu þegar allar dyr eru lokaðar? En ég held áfram, það kemur ekkert annað til greina.“ n n Fær ekki heimahjúkrun n Nær ekki endum saman n Íbúðin rafmagnslaus Margt þarf að koma til DV leitaði eftir svörum frá Heimaþjón- ustu Reykjavíkurborgar og að sögn Berg- lindar Magnúsdóttur forstöðumanns er hagur starfsmanna heimahjúkrunar hafður að leiðarljósi og ráðstafanir gerðar ef vinnuaðstæður eru óboðlegar. „Oftast náum við lendingu. Það eru ýmsar leiðir til að borga reikningana sína og fólk fær alltaf tækifæri til að taka sig á.“ Berglind gat ekki tjáð sig um þetta einstaka mál en sagði slík mál alltaf hafa langan aðdraganda. „Þá þarf margt að koma til. Það er ekki hagur neins að neita fólki um þjónustu.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagny@dv.is „Ég er búinn að berjast fyrir öllu Vill vinna „Ég er skýr í kollinum og get vel unnið en til þess þarf ég stuðning við að tæma þvagpokann.“ myND Sigtryggur Ari kynntu þér málið! SIÐMENNT w w w . s i d m e n n t . i s Mannvirðing Siðmennt styður opið, víðsýnt og fjölbreytt samfélag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.