Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Qupperneq 6
6 Fréttir Vikublað 4.–6. nóvember 2014
Hugo Boss söluaðilar:
Reykjavík:
Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100
Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100
Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665
Meba Kringlunni s: 553-1199
Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711
Hafnarfjörður
Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666
Keflavík:
Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757
Selfoss:
Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433
Akureyri:
Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509
Akranes:
Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458
Egilsstaðir:
Klassík Selási 1 s:471-1886
Úra- o skartgripaversl n
Heide Glæsibæ - s: 581 36 5
Áreitti fjórtán
ára stúlku
23 ára karlmaður hefur verið
dæmdur fyrir að áreita 14 ára
stúlku kynferðislega og nota til
þess samskiptamiðlana Facebook
og Skype. Maðurinn sendi stúlk
unni einnig smáskilaboð. Hann
var dæmdur í sex mánaða skil
orðsbundið fangelsi og til greiðslu
400.000 króna til stúlkunnar. Móð
ir stúlkunnar hafði farið fram á
að þeim yrðu dæmdar 1.200.000
krónur í miskabætur.
Í dómi kemur fram maðurinn
áreitti stúlkuna í maí og júní í
fyrra, en honum var gefið að sök
að hafa á þessu tímabili rætt við
stúkuna á kynferðislegan hátt.
Þá segir í ákæru: „… og biðja
hana um að hitta sig í því skyni að
hafa við hana kynferðismök, svo
og sýna henni kynfæri sín er hann
fróaði sér og fá hana til að sýna
honum ber brjóst hennar, hvort
tveggja í gegnum vefmyndavél, og
beðið hana um að hitta sig til þess
að hafa við hana kynferðismök.“
Maðurinn játaði brotin bæði
hjá lögreglu og fyrir dómi. Hann
hefur ekki áður hlotið dóm.
Manninum ber einnig að greiða
sakarkostnað og þóknun lög
fræðinga. H
ún lemur barnið sitt,“ segir
hálfbróðir drengs sem
orðið hefur fyrir grófu of
beldi af hálfu móður sinnar.
Héraðsdómur Reykjaness
dæmdi konuna í sex mánaða skil
orðsbundið fangelsi síðastliðinn
fimmtudag fyrir að misþyrma syni
sínum bæði andlega og líkamlega í
janúar á síðasta ári, en að sögn bróð
ur drengsins hefur ofbeldið haldið
áfram eftir að dómurinn féll. Hann
segist óttast um velferð bróður síns
og þriggja annarra barna sem einnig
búa á heimilinu. Faðir þeirra er
greindarskertur og því ekki metinn
hæfur til að annast son sinn. Bróðir
drengsins segist tilbúinn til að ann
ast hann en hann fór með tímabund
ið forræði yfir honum þegar ofbeldið
kom fyrst upp. Hann segir barna
verndaryfirvöld skorta úrræði til að
taka á málinu.
Laminn daginn eftir að
dómur féll
Konan var dæmd fyrir að slá son
sinn, sem þá var nýorðinn níu ára,
með stólfæti í bakið, rassinn, hand
leggi, hægri mjöðm og í bringuna.
Með þessari háttsemi hafi hún mis
þyrmt syni sínum bæði andlega og
líkamlega þannig að heilsu hans var
hætta búin, eins og segir í dómn
um. Móðir drengsins segir hann
hafa mætt illa í skóla og hafi í um
rætt skipti læst sig inni á baði. Hún
segist hafa orðið reið þar sem hún
hafi verið orðin of sein í vinnuna og
slegið drenginn þegar hann kom út
af baðherberginu. Drengurinn sagði
bróður sínum hins vegar að kærasti
móður sinnar hefði einnig tekið þátt
í barsmíðunum. Hann hafi meðal
annars verið klemmdur með salern
ishurðinni og laminn með stól þar til
stóllinn brotnaði. Í framhaldinu hafi
þau hent honum út óklæddum en
síðan hent í hann buxum sem hann
hafi farið í öfugar. Frá þessu er greint
í málsgögnum og dómi héraðsdóms.
Bróðir drengsins segir umrætt til
vik aðeins eitt af mörgum. Tilviljanir
hafi ráðið því að þetta mál hafi farið
fyrir dóm. „Það var kennari í Holta
skóla sem tók hann upp í og fór
með hann niður í skóla. Skólastjór
inn hringdi í mig og ég tók hann og
fór með hann niður á heilsugæslu.
Þannig þróaðist þetta mál sem
var verið að dæma í,“ segir bróðir
drengsins sem fór með tímabundið
forræði yfir drengnum í tvo mánuði
þar til barnaverndaryfirvöld fundu
fóstur fyrir hann. Drengurinn fór þá
í fóstur á Patreksfjörð en sneri aftur
til móður sinnar síðastliðið sumar.
Að sögn bróður drengsins þurftu
barnaverndaryfirvöld að hafa af
skipti af fjölskyldunni strax daginn
eftir að dómur féll í málinu. Þá hafði
móðirin gengið í skrokk á drengn
um á nýjan leik. „Hann vildi ekki
fara að sofa. Hann vildi fá að vera
í tölvunni. Ég veit ekki nákvæm
lega hvað þau gerðu við hann en
þau lömdu hann og hentu honum
út. Hann hljóp þá um miðja nótt, í
stuttbuxum einum fata, og bankaði
upp á hjá pabba,“ segir hann.
Engin úrræði í boði
Maðurinn segir engin úrræði í boði
hjá Barnaverndarnefnd Reykjanes
bæjar fyrir drenginn. „Barna
verndarnefnd getur ekki tekið hann
af móðurinni því það finnst ekk
ert fóstur fyrir hann. Það er ekki
til neitt úrræði. Það er ekki til neitt
fólk sem vill taka hann,“ segir bróð
ir drengsins. „Barnaverndarnefnd
er samt að reyna að gera sitt besta
en þau bara geta ekkert gert. Ég hef
stundum hringt þegar mér hefur of
boðið í gegnum tíðina og þá er alltaf
verið að reyna að gera einhverja
samninga við hana. Þegar þeir síð
an klikka þá eru gerðir aðrir samn
ingar.“
Aðspurður hvernig samningar
þetta séu segir maðurinn: „Þau
eiga að vera undir eftirliti. Ég veit
að núna var gerður samningur
sem gildir fram í desember. Barna
verndarnefnd kallar hana alltaf til
sín, gerir samning við hana og hún
á að standa við eitthvað ákveðið
prógramm sem hún þarf að fylgja.
Prógrammið er í stuttu máli; gefðu
honum að borða, láttu hann mæta
í skólann og ekki berja hann. Samt
hefur komið upp að hann hafi ekki
mætt tíu daga í röð í skólann og hún
heldur alltaf áfram að berja hann.“
Þegar blaðamaður innir mann
inn eftir því hvers vegna drengurinn
fái ekki að vera í hans umsjá segir
hann það sennilega vera vegna þess
að þegar fósturfjölskyldan á Patreks
firði fannst þá lét hann drenginn frá
sér. „Ég held það sé ekkert svo auð
velt fyrir mig að fá hann aftur. En
ég á stórt einbýlishús og það er nóg
pláss,“ segir bróðir drengsins en
sjálfur á hann þrjú börn.
Laug til um faðerni barnanna
Drengurinn verður ellefu ára í des
ember en systkini hans sem einnig
eru á heimilinu eru á aldrinum
eins, þriggja og fjögurra ára, að sögn
mannsins. „Hin börnin voru systk
ini mín þangað til í fyrra,“ segir bróð
ir drengsins en hann segir konuna
hafa logið til um faðerni barnanna.
Faðernispróf hafi leitt í ljós að faðir
mannsins átti einungis eitt barn með
konunni, það elsta. Konan kemur frá
Taílandi og talar ekki íslensku. Þá er
núverandi sambýlismaður hennar
einnig af erlendu bergi brotinn.
Bróðir drengsins segist hafa
verulegar áhyggjur af velferð hans.
„Ég óttast líka, því hann er orðinn
svo stór, að hann fari að svara fyrir
sig,“ segir hann.
Ofbeldið haft mikil áhrif
Maðurinn segir ofbeldið hafa haft
mikil áhrif á drenginn. „Hann er
rosalegur kvíðasjúklingur. Hann leit
rosalega vel út og var rosalega glað
ur þegar hann kom úr fóstrinu, en
núna hefur hann bætt á sig svona
tuttugu kílóum og brosir ekki neitt.
Hann er voða sviplaus og kvíðinn.
Hann er bara ein taugahrúga,“ segir
bróðir drengsins. Í dómi héraðs
dóms segir enn fremur að afleiðingar
fyrir drenginn gætu orðið alvar
legar þegar fram líða stundir, meðal
annars á þann hátt að hann gæti átt
erfitt með að umgangast og mynda
tengsl við fullorðið fólk. Einnig gæti
komið fram streita og kvíði síðar á
lífsleiðinni. Engin gögn voru lögð
fram um andlegar afleiðingar ofbeld
isins á drenginn en í dómnum segir
að ljóst megi vera að atburðirnir hafi
leitt til líkamlegra áverka, hræðslu og
óöryggis. n
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
aslaug@dv.is
Laminn með stólfæti Konan var
dæmd fyrir að hafa lamið son sinn með
stólfæti í bakið.
Ýmsir áverkar Eins og sjá má hlaut
drengurinn sýnilega áverka eftir ofbeldið.
Kviður barnsins Að sögn bróður drengs-
ins komu þessir áverkar eftir spark í kviðinn.
Ofbeldið hefur
haft mikil áhrif
„Hann er bara ein
taugahrúga,“ segir
bróðir drengsins.
sviðsEtt mynd
„Hann er voða
sviplaus og kvíð-
inn. Hann er bara ein
taugahrúga.
„Hún
lemur
barnið sitt“
n Móðir dæmd fyrir að misþyrma syni sínum
Spyr um dróna
Helgi Hrafn Gunnarsson, þing
maður Pírata, lagði fram fyrir
spurn til dómsmálaráðherra á
Alþingi á mánudag um lögreglu
og dróna. Þar spyr hann hvort
lögreglan hafi fest kaup á dróna
eða fyrirhugi slík kaup, og hvort
hún hafi eignast dróna með
öðrum hætti, til dæmis, fengið
slíkan búnað að gjöf eða láni.
Í fyrirspurninni er einnig
spurt hvort dómsmálaráð
herra telji lögreglu hafa heim
ild til að kaupa og nota slík
tæki, og hvernig slík tæki nýt
ist lögreglu og hvort reglur um
notkun þeirra séu til staðar
eða verði settar.