Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Síða 16
16 Fréttir Erlent Vikublað 4.–6. nóvember 2014
Í
dag, þriðjudag, ganga Banda
ríkjamenn til kosninga Sam
kvæmt nýjustu könnunum hafa
líkur aukist á að repúblikanar nái
meirihluta í öldungadeildinni.
Samkvæmt spálíkani skoðana
kannanasérfræðingsins Nates Silver
eru nú innan við þriðjungs líkur á að
demókratar haldi meirihluta sínum,
því allt virðist stefna í að repúblik
anar bæti við sig átta sætum, en ekki
sex, sem myndi duga þeim til að ná
meirihluta.
Teboðssigur í Iowa
Ástæða aukinna sigurmöguleika
repúblikana er ekki síst sú að Joni
Ernst, frambjóðandi repúblikana,
hefur verið með öruggt forskot í
könnunum um hver tekur sæti
demókratans Toms Harkin, sem er
að hætta á þingi eftir að hafa setið
í öldungadeildinni fyrir Iowa í sex
kjörtímabil, eða 36 ár. Sigur Ernst yrði
umtalsvert áfall fyrir demókrata, en
ekki síður mikilvægur sigur fyrir Te
boðshreyfinguna og vísbendingu um
að sættir séu að takast á milli hennar
og forystu Repúblikanaflokksins.
Í kosningunum 2010 og 2012 lenti
þessum fylkingum iðulega saman,
þar sem frambjóðendur Teboðs
hreyfingarinnar felldu marga fram
bjóðendur sem nutu stuðnings for
ystu flokksins í prófkjörum. Þessi
innanflokksátök veiktu flokkinn og
urðu til þess að hann tefldi fram
frambjóðendum sem voru of öfga
sinnaðir eða óagaðir til að ná kjöri.
Borgarastyrjöld aflýst
Ernst nýtur hins vegar stuðnings
bæði Teboðshreyfingarinnar og
flokksforystunnar, sem veðjaði á
hana sem fulltrúa nýs Repúblikana
flokks sem geti bæði höfðað til rót
tæks arms flokksins og almennra
kjósenda á miðjunni. Ernst kemur
vel fyrir og hún kann að tala til hvítra
kjósenda í dreifbýli og úthverfum,
sem hafa á undanförnum árum orðið
mikilvægasti kjósendahópur flokks
ins.
Þó að fréttaskýrendur hafi bent
á að Ernst yrði einn íhaldssam
asti meðlimur öldungadeildarinn
ar nái hún kjöri, hefur henni tekist
að komast hjá því að verða stimpl
uð öfgamanneskja, líkt og margir
aðrir frambjóðendur Teboðshreyf
ingarinnar. Ástæðan er sú að Ernst
hefur gætt orða sinna á opinberum
vettvangi, þótt skoðanir hennar séu
óumdeilanlega langt til hægri innan
Repúblikanaflokksins.
Þannig hefur hún til dæmis stutt
lög sem skilgreina frjóvgað egg sem
manneskju og leggja þannig ský
laust bann við öllum fóstureyðing
um og gervifrjóvgunum (því þær
hafa í för með sér að fósturvísum er
eytt), auk þess hún hefur talað fyrir
því að stjórnarskrá Bandaríkjanna
verði breytt til að banna hjónabönd
samkynhneigðra.
Margir fréttaskýrendur vestan
hafs hafa fullyrt að það sé aðeins
tímaspursmál hvenær „borgara
styrjöld“ brjótist út milli Teboðs
hreyfingarinnar og flokksforystunn
ar. Ljóst er að demókratar hafa
beðið í ofvæni eftir slíkum innan
flokksátökum og eftir síðustu kosn
ingar bundu margir vonir við að
óeining innan Repúblikanaflokksins
myndi duga til að verja meirihluta
demókrata í öldungadeildinni. Sig
ur Ernst í Iowa sýnir hins vegar að
samruni Teboðshreyfingarinnar og
Repúblikanaflokksins er auðveldari
en demókratar vonuðu.
Mitch McConnell öruggur
Repúblikanar önduðu líka létt
ar um helgina þegar kannanir
sýndu að Mitch McConnell, þing
flokksformaður þeirra í öldunga
deildinni, virtist öruggur um endur
kjör í Kentucky. Um tíma leit út
fyrir að frambjóðanda demókrata,
Alison Lundgren Grimes, tækist
að fella McConnell. Þó að Hillary
Clinton hafi ljáð Grimes stuðning á
lokametrunum er mjög ólíklegt að
henni takist að vinna upp forskot
McConnells, sem er 9 prósentustig,
samkvæmt nýjustu könnunum.
Grimes og Clinton treysta þó á að
stuðningur kvenna, sem hafa verið
mikilvægasta bakland demókrata
í síðustu kosningum, dugi henni
til sigurs, en frambjóðendur
demókrata í öðrum fylkjum Banda
ríkjanna binda sömu leiðis vonir
við að konur mæti á kjörstað í dag,
því verði kosningaþátttaka þeirra
góð gæti það bjargað flokknum fyrir
horn.
Þá hefur Grimes líka sakað
McConnell og Repúblikanaflokk
Kentucky um tilraun til kosninga
svika og kosningakæfingar (vot
er suppression). Flokkurinn sendi
mjög ógnandi bréf á kjósendur sem
líklegir eru til að kjósa demókrata,
minnihlutahópa og fátæka kjósend
ur. Bréfið lítur út fyrir að vera frá yfir
völdum og í því er viðtakandi sakað
ur um kosningasvik. Grimes fullyrðir
að með bréfinu vilji McConnell
hræða kjósendur frá kjörstöðum.
Endalok Scotts Walker?
Ásakanir um kosningasvik og kosn
ingakæfingu hafa sömuleiðis verið
áberandi í öðrum mikilvægustu
kosningum dagsins, fylkisstjóra
kosningunum í Wisconsin þar sem
hinn umdeildi Scott Walker berst
fyrir pólítísku lífi sínu.
Árið 2011 setti fylkisþing
Wisconsin mjög ströng lög um kosn
ingaþátttöku sem meðal annars
kröfðu kjósendur um að framvísa
skilríkjum á kjörstað. Ýmis vand
ræði komu hins vegar upp við fram
kvæmd laganna og var bent á að
reglur um hvaða skilríki tekin væru
gild á kjörstað væru beinlínis hann
aðar til að að halda ungum kjósend
um og fátæku fólki frá. Í byrjun árs
voru lögin því felld úr gildi af alrík
isdómara. Áfrýjunardómstóll sneri
þeirri ákvörðun við, en Hæstiréttur
Bandaríkjanna felldi lögin aftur úr
gildi nú í byrjun október.
Stuðningsmenn Scotts Walker
eru æfir vegna þeirrar ákvörðunar,
og hafa sumir gengið svo langt að
tala um samsæri Hæstaréttar gegn
Walker.
Ljóst er að mjög mjótt er á
mununum, því í síðustu könnun
um fyrir kosningar mældist Walker
með eins til tveggja prósentustiga
forskot á frambjóðanda demókrata,
Mary Burke, fyrrverandi fram
kvæmdastjóra reiðhjólaframleið
andans Trek, sem hefur höfuðstöðv
ar sínar í Wisconsin.
Spenna í fylkisstjórakosningum
Spennan er sömu leiðis mikil í ná
grannafylkjunum Illinois og Michig
an. Í Illinois er sitjandi fylkisstjóri,
demókratinn Pat Quinn, með
naumt forskot, en í Michigan er það
repúblikani sem er sitjandi fylkis
stjóri, Rick Snyder, en forskot hans
hefur verið að skreppa saman síð
ustu dagana fyrir kosningarnar.
Í Flórída hefur bilið á milli
Charlies Crist, fyrrverandi ríkisstjóra
demókrata, og núverandi ríkis
stjóra, repúblikanans Ricks Scott,
hins vegar aukist síðustu dagana
fyrir kosningar. Samkvæmt nýju
stu könnun Zogby er Crist með 45
prósent gegn 38 prósentum Scotts.
Frambjóðandi Flokks frjálshyggju
manna, Adrian Wyllie, mælist svo
með 8 prósenta stuðning, en hann
er sá frambjóðandi flokksins sem
mælist með mest fylgi í ár. Þá er ljóst
að demókratar munu ná að fella sitj
andi fylkisstjóra repúblikana í Penn
sylvaníu.
Í ljósi þess hve mikil völd fylkis
stjórar hafa yfir kjörstjórnum
fylkjanna hafa repúblikanar lagt
gríðarlega áherslu á að vinna fylk
isstjórakosningar í þessum fylkjum,
sem öll hafa verið svokölluð „battle
ground states“ í síðustu forseta
kosningum. Eins og Chris Cristie
sagði í ræðu á ársfundi fylkisstjóra
sambands repúblikana í október, þá
getur það skipt sköpum hver stýrir
framkvæmd kosninga. n
Magnús Sveinn Helgason
sagnfræðingur og sérfræðingur í
bandarískum stjórnmálum
n Konurnar gætu komið demókrötum til bjargar n Borgarastyrjöld aflýst meðal teboðsmanna
Stefnir í sigur repúblikana
Tók forskotið Sigur
Ernst yrði umtalsvert
áfall fyrir demókrata.
Kosningasvik og
kosningakæfing
Demókratar hafa sakað repúblikana um
kerfisbundna kosningakæfingu (voter
suppression). Fylkisstjórar repúblikana
og meirihlutar þeirra í fylkisþingum hafi
kerfisbundið unnið að því að gera minni-
hlutahópum og fátækum kjósendum,
hópum sem yfirleitt kjósa demókrata,
erfitt fyrir að kjósa.
Síðan 2010, þegar repúblikanar náðu
meirihluta í fjölda fylkisþinga, hafa þeir
unnið að því að herða reglur um kosninga-
þátttöku og skráningu á kjörskrá, auk þess
að ráðast í stórfelldar hreinsanir á kjör-
skrám til að útrýma því sem þeir fullyrða
að séu umfangsmikil kosningasvik.
Rannsóknir sýna hins vegar að kosninga-
svik séu mjög fátíð og afar sjaldgæft og
fátítt sé að kjósendur sem ekki hafa kosn-
ingarétt villi á sér heimildir til að kjósa.
Repúblikanar hafa engu að síður fullyrt
að nauðsynlegt sé að herða reglur, sér í
lagi sé mikilvægt að kjósendur framvísi
skilríkjum á kjörstað, en fram á síðustu
misseri hafa kjósendur í Bandaríkjunum
ekki þurft skilríki til að kjósa.
Stór hluti Bandaríkjamanna á til að
mynda engin opinber skilríki. Þannig hefur
verið áætlað að 9 prósent allra skráðra
kjósenda í Wisconsin eigi ekki skilríki sem
ný kosningalög fylkisins gera kröfu um.
Eru það sérstaklega fátækir kjósendur
og fólk úr minnihlutahópum sem ekki á
skilríki, enda hafa demókratar fullyrt að
þessum ákvæðum sé beinlínis ætlað að
halda minnihlutahópum og kjósendum
demókrata frá kjörstöðum.