Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Blaðsíða 17
Fréttir Erlent 17Vikublað 4.–6. nóvember 2014
Gæðaþjónusta
& góð verð
R
aja Devi er 75 ára gömul
og segist hafa eignast sitt
fyrsta barn þegar hún var
sjötug. Það er engin leið
til að staðfesta fæðingarár
Raja, hún er fædd í þorpi á Indlandi
þar sem stjórnsýsla er í algjöru lág-
marki og það misjafnt hvort og þá
hvenær fæðingar eru skráðar, sér-
staklega þegar Raja var að vaxa úr
grasi. Raja telur sjálf að hún sé 75 ára
en þegar hún var um sjötugt fór hún
í glasafrjóvgun á læknisstofu nálægt
þorpinu hennar í Haryana á Ind-
landi. Dóttir hennar, Naveen, sem nú
er fimm ára gömul, er fjörugt barn
sem þarf mikla athygli.
Erfið meðganga
Í viðtali við BBC-fréttastofuna
ræddi Raja við fréttamann hvern-
ig það er að verða móðir á áttræðis-
aldri – í fyrsta sinn. Það er erfitt að
elta barnið, segir hún, og fylgja því
eftir. Læknar segja að með nútíma-
tækni geti konur í einhverjum tilfell-
um eignast börn á áttræðisaldri. Til
þess þarf þó að nota egg úr talsvert
yngri konum sem komið er fyrir í legi
móðurinnar. Raja hafði farið í gegn-
um tíðahvörf og því gat hún sjálf ekki
framleitt egg og systir hennar var í
sömu sporum. Læknar töldu systur
Raju ekki geta gengið með barn, en
sögðu ekkert því til fyrirstöðu að Raja
sjálf léti koma fyrir fósturvísum.
Það er þó sjaldgæft að konur leggi
slíkt á sig, enda tekur meðgangan á
líkamlega og andlega. Heilsu Raju
hrakaði mikið eftir meðgönguna,
hún reyndist henni erfið og eftir að
barnið var fætt greindist hún með
blöðrur á eggjastokkum.
Varð að eignast barn
En hvers vegna vildi Raja Devi hætta
lífi sínu og heilsu til að verða móðir
á áttræðisaldri? Það var henni afar
mikilvægt, segir hún sjálf. Barneign-
ir eru konum og fjölskyldum afar
mikilvægar á Indlandi. Konur, sem
ekki tekst að eignast eða ganga með
börn, eru sagðar óbyrjur og njóta
lítillar virðingar, sérstaklega á dreif-
býlissvæðum. Margir stunda því
fjölkvæni, sem er ólöglegt, og reyna
þannig að eignast börn eða jafnvel
erfingja.
Raja hafði í mörg ár reynt að eign-
ast börn. Þegar hún og eiginmaður
hennar, Bala Ram, höfðu reynt að
eignast barn í 15 ár giftist Bala yngri
systur Raju. Þeim tókst ekki held-
ur að eignast barn saman. Raja og
Bala töldu mikilvægt að þau eign-
uðust erfingja og því hættu þau á
glasafrjóvgun á þeirra aldri. „Ef við
eignumst ekki börn fá bræður mín-
ir allar okkar eigur,“ segir Bala, sem á
lítinn landskika þar sem hann rækt-
ar hrísgrjón, hveitiplöntur, bómull
og mustarð. Þá á hann einn vísund
og hefur um hálfa milljón í árstekjur.
Hjónin vildu eignast son, sem
myndi þá geta erft eigur þeirra og
viðhaldið arfleifð þeirra. Ef þau
eignuðust stúlkubarn þyrfti hún að
gifta sig og eiginmaður hennar taka
yfir eignirnar. Þegar dóttir þeirra,
Naveen, fæddist gerði læknir þeirra
þeim ljóst að þau gætu ekki eignast
annað barn, Raja væri of veikburða
til þess. „Hún er því dóttir okkar og
sonur,“ segja þau. „Við erum afskap-
lega hamingjusöm fjölskylda.“
Hjálpar öllum
Læknir fjölskyldunnar, Anurag
Bish oni, rekur læknamiðstöðina í
Haryana. Hann segist starfa með
um 1.000 konum árlega sem vilji
fara í glasafrjóvgun. „Um þriðjungur
þeirra er á milli fimmtugs og sjö-
tugs,“ segir hann. „Á tímabili var
ég læknir 100 eldri sjúklinga á ein-
um mánuði. Þau komu öll til mín
með miklar vonir. Ég gat ekki látið
drauma allra rætast. Við þurftum að
velja og hafna vandlega,“ segir hann.
Önnur kona á hans vegum, Bhateri
Devi, var 64 ára þegar hún reyndi að
eignast börn. Hún gekk með þríbura
sem fæddust árið 2011. Dóttir henn-
ar lést nokkrum vikum eftir fæðingu,
en synir hennar ganga nú í skóla.
Hún vill ekki viðurkenna að líkam-
legri heilsu hennar hafi hrakað eftir
fæðinguna, en hún er þó mjög við-
kvæm. „Hvernig sem það er,“ segir
hún, „er líkami konunnar gerður til
að ganga með börn og meðganga og
fæðing eru erfiðar konum á öllum
aldri.“ n
„Við erum afskaplega hamingjusöm“
n Er þetta elsta móðir heims? n Læknir á Indlandi lætur drauma kvenna um barneignir rætast
Sögð elsta
móðir í heimi
Raja hefur ekki verið skráð sem elsta
móðir heims, en ef afmælisdagur henn-
ar er réttur þá er hún það. Áður hafði
Maria del Carmen, spænsk kona, verið
talin elsta kona í heimi. Hún var 66 ára
þegar hún eignaðist tvíbura. Hún lést
árið 2009, þá 69 ára gömul. Hún eignað-
ist syni sína eftir margar misheppnaðar
tilraunir.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
„Hún er því dóttir
okkar og sonur.
Fjörug telpa Naveen er
fjörugt barn og það er erfitt að
fylgja henni eftir segir Raja.