Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Qupperneq 20
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
20 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jóhann Hauksson • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Vikublað 4.–6. nóvember 2014
Maður finnur
alltaf eitthvað
Annaðhvort er ég rólegur
eða mjög rólegur
Aldrei minnst á
konurnar
Vertu úti, vinur
Salka Gústafsdóttir tók „100 happy days“ skrefinu lengra. – DV Bragi Valdimar Skúlason er rólyndismaður. – DVHarpa Þorsteinsdóttir er ósátt við Stöð 2 sport. – DV
V
ið eigum því frekar að venjast
að frá trúbadornum Svavari
Knúti Kristinssyni streymi
ljúfir og angurværir íslensk
ir sönglagatónar en reiðilestur um
það hvað allt sé orðið ómögulegt á
Íslandi. Ef efnt yrði til keppni um
ljúfasta mann Íslands kæmi nafn
Svavars Knúts ósjálfrátt upp í hugann
ásamt sveimi úr Draumalandinu,
laginu þar sem blómabreiðan angar
við blíðan fuglasöng „því þar er allt
sem ann ég, þar er mitt Drauma
land.“
Þess vegna er kannski enn meiri
ástæða til að taka þessa rödd alvar
lega sem nú kveður sér hljóðs í nýj
um Austurvallarmótmælum. Það
eru auðvitað engin ný tíðindi á þess
um eftirhrunsárum að mótmælt
sé á Austurvelli, en tíðindin felast
kannski í hverjir mótmæla nú. Mót
mælendahóparnir hingað til hafa
haft á sér blæbrigðamun en hafa þó
átt það sameiginlegt að þar hefur far
ið framarlega í flokki fólk sem alla
jafna skiptir sér af pólitík og hefur
haft uppi gagnrýni. Þetta virðist ekki
vera tilfellið núna. Mótmælin núna
virðast meira koma frá fólki sem hef
ur hingað til ekki látið í sér heyra.
Fólki eins og Svavari Knúti.
Svavar er með rúmlega 1.600
áskrifendur að persónulegri síðu
sinni á Facebook. Þar setti hann inn
færslu á miðvikudaginn í síðustu
viku og sagði: „Ég held að Ísland sé
að selja sál sína ódýrt og ógeðslega.
Og mér býður við þessari þróun. Ég
elska landið mitt, en akkúrat núna er
verið að taka allt sem ég trúi á, pakka
því saman og brenna það á bálkesti.
Mér líður eins og þessi ríkisstjórn sé
beisikallí að gera svo marga vonda
hluti í einu að fólk hreinlega viti ekki
hverju það á að mótmæla fyrst.“ Yfir
700 manns líkaði við færsluna.
Það er athyglisvert sjá hvað það
er sem virðist hafa fyllt mælinn hjá
þessum friðsama unga Íslendingi
sem hefur verið svona seinþreyttur
til vandræða. Það sem hann nefnir
sérstaklega og svíður mest af þeim
mörgu vondu hlutum sem ríkis
stjórnin hefur staðið fyrir er aðförin
að ókeypis menntun og heilbrigðis
þjónustu í landinu.
Hann blandar sér í ört stækk
andi hóp þeirra sem sjá glögg merki
þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks sé vísvitandi
að skera niður þessa ómissandi al
mannaþjónustu til að búa í haginn
fyrir aukna einkavæðingu í menntun
og heilbrigðisþjónustu.
Svavar segir: „… ef þetta gengur í
gegn án þess að við mótmælum, þá
er kynslóðin mín og kynslóðirnar
sem eru eldri en hún beisikallí að
segja: „Takk fyrir að borga fyrir mig
menntunina og heilbrigðiskerfið
kæru foreldrar, afar og ömmur. Fokk
ið ykkur börn og barnabörn. Kaupið
ykkur tryggingar og borgið fyrir ykkar
nám sjálf, helvítis afæturnar ykkar.“
Hann segir annars staðar á Face
book að hann hafi ekkert ætlað sér
að fara að „skipuleggja mótmæli eins
og einhver bévítans Bolsévíki.“ Hann
hafði ætlað sér að eyða næstu vikum
í að búa í haginn fyrir fjölgun í fjöl
skyldunni.
Hann hefur væntanlega litið yfir
sviðið á þann veruleika sem það
barn mun fæðast inn í og ákveðið
að láta þær breytingar sem eru að
verða ekki yfir sig ganga. Gangi þær
í gegn kemur kerfið í síauknum mæli
til með að segja við það barn: „Vertu
úti, vinur,“ af því það getur ekki borg
að fyrir þjónustu sem áður var greidd
úr sameiginlegum sjóðum.
Mótmælin núna eru mótmæli
þess þögla meirihluta sem velt
ir stjórnmálum ekki mikið fyrir sér
fyrr en hann finnur á eigin skinni að
það er verið að rjúfa sjálfan samfé
lagssáttmálann. Og þá er sagt stopp.
Hingað og ekki lengra.
Feðgar í fjölmiðlum
Með kaupum sínum á litlum hlut
í vefmiðlinum Kjarnanum hefur
Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrver
andi þingmaður og varaformað
ur Samfylkingarinnar, nú fetað í
fótspor föður síns, Ágústs Einars
sonar hagfræðings.
Ágúst keypti hlut í útgáfufélagi
DV um síðustu aldamót ásamt
þeim Óla Birni Kárasyni og Einari
Sigurðssyni og náðu þeir yfir
höndinni á þeim miðli. Aðkoma
Ágústs Ólafs er þó umtalsvert
minni í sniðum og er hann lítill
hluthafi sem mun verða ráðgef
andi samkvæmt tilkynningunni.
Báðir virðast þeir feðgar hins
vegar vera talsverðir áhugamenn
um fjölmiðla.
Utanríkisráðherrann
Bjarni Ben
Nigel Farage, formaður breska
þjóðernishyggjuflokksins Ukip,
er hrifinn af stefnu íslensku ríkis
stjórnarinnar
í Evrópumál
um ef marka má
Twitterfærslu
sem hann birti á
mánudaginn.
Farage sagði þar,
og vitnaði í utan
ríkisráðherra Íslands sem hann
sagði að héti Bjarni Benedikts
son: „Utanríkisráðherra Íslands
er sannfærður um að landinu sé
betur borgið utan Evrópusam
bandsins.“
Farage vitnaði svo orðrétt í
ummæli Bjarna þess efnis. Ríkis
stjórnin og Ukip eru sammála um
að minnsta kosti eitt.
Fara báðir, Óskar og
Davíð?
Sagan segir að stórútgerðin sé
orðin harla þreytt á að greiða
tapið af rekstri Morgunblaðsins
og upp sé kom
inn ágreiningur
í hluthafahópn
um. Mögulega
er það raunveru
lega ástæðan fyr
ir því að Óskar
Magnús son er að
láta af störfum sem útgáfustjóri.
Nú velta menn fyrir sér hvort
Davíð Oddssyni verði nokkuð vært
þegar Óskar yfirgefur skútuna og
því spurt hvort þeir hverfi báðir
á braut um áramótin. Þá þarf að
finna nýjan ritstjóra. Einn úr Eyj
um, heimabæ Guðbjargar Matt
híasdóttur, aðaleiganda Mogg
ans, kemur kannski til greina en
það er Páll Magnússon, fyrrver
andi útvarpsstjóri.
Fær mest úr skulda
niðurfærslunni
Margir bíða í ofvæni eftir niður
stöðu skuldaniðurfærslunnar,
stærsta kosningaloforðsins, sem
renna á til tuga þúsunda einstak
linga. Margir gera því skóna að
upphæðirnar sem um ræðir
muni valda mörgum vonbrigð
um. Einn er þó sá sem má vel við
una, en það er Tryggvi Þór Her
bertsson, sem fenginn var til að
útfæra skuldaniðurfærslu Fram
sóknarflokksins. Eftir því sem
næst verður komist er hann bú
inn að fá um 30 milljónir króna
fyrir viðvikið í verktakagreiðslur.
Leiðari
Hallgrímur Thorsteinsson
hallgrimur@dv.is
E
ftir kosningar tekur við
framsóknarstjórn eða verð
tryggingarstjórn“. Þetta var
boðskapur Sigmundar Dav
íðs Gunnlaugssonar í að
draganda síðustu alþingiskosninga,
eða þann 22. apríl 2013. Í kosninga
áróðri Framsóknarflokksins var
hamrað á því að verðtryggingin yrði
afnumin hratt og örugglega. Nú,
rúmu einu og hálfu ári síðar, er ljóst
að framsóknarstjórn Sigmund
ar Davíðs er verðtryggingarstjórn,
enda hafa engin þingmál verið lögð
fram um afnám verðtryggingar. Og
það sem meira er þá hefur verð
tryggingin fest sig í sessi á íslensk
um lánamarkaði. Ekki er að sjá að
þessi þróun valdi Framsóknar
flokknum áhyggjum.
Nýr forsendubrestur?
Ríkisstjórnin lofar leiðréttingu á
húsnæðislánum vegna forsendu
brests. Þessi forsendubrestur er
samkvæmt ríkisstjórninni til kom
inn vegna meiri verðbólgu en al
menningur gat vænst í eðlilegu
árferði. Hrunið olli vissulega geng
isfalli og verðbólgu. Gengisfell
ingar og verðbólga eru því miður
fylgifiskur krónunnar, lán fólks
hafa stökkbreyst áður og hætt er
við að það geti gerst aftur. Erf
ið skuldastaða þjóðarbúsins,
afnám gjaldeyrishafta, óstjórn
í efnahagsmálum, færri ferðamenn
eða lægra fiskverð, svo eitthvað sé
nefnt, geta orsakað gengisfell
ingu og þar með verðbólgu. Hætt
er við að nýr forsendubrestur
kalli á nýja leiðréttingu. Hver
á að fjármagna þá millifærslu
þegar til kemur?
Í stað þess að taka á þessum
kerfisvanda eyðir ríkisstjórnin
allri orku sinni í það hugsjóna
mál sitt að hækka skatta á mat
væli. Var því lofað fyrir kosn
ingar?
Verðtryggð leiga og námslán
Þegar ríkisstjórnin kom
galvösk með leið
réttinguna var henni góðfúslega
bent á það af þingmönnum Sjálf
stæðisflokksins, að hún væri með
al annars að leiðrétta lán fólks sem
gæti auðveldlega greitt þau og
hefði hagnast á hækkandi húsnæð
isverði. Þetta gerist á sama tíma
og leigj
endum er sagt að enginn forsendu
brestur hafi orðið á þeirra kjör
um, þrátt fyrir að leiga sé almennt
verðtryggð og hafi farið hækkandi
vegna mikillar eftirspurnar eftir
leiguhúsnæði. Ríkisstjórnin hefur
ekki lagt fram neinar tilllögur til að
bæta kjör leigjenda, á þeirra verð
tryggingarvanda hefur Sigmund
ur Davíð engan áhuga. Það sama
má segja um verðtryggingu náms
lána. Forsætisráðherra lætur eins
og hann hafi ekki frétt af verð
tryggingu þeirra.
Trausti rúin
Sigmundur Davíð taldi fyrir ári
síðan að lítið mál væri að afnema
verðtryggingu. Veruleikinn er
annar og verðtryggingarstjórn
hans er nú trausti rúin. Hvenær
ætlar bjargvættur heimilanna að
stíga fyrstu skrefin í afnámi verð
tryggingar? n
Verðtryggingarstjórn Sigmundar Davíðs„Var því
lofað
fyrir kosningar?
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
þingkona Samfylkingarinnar
Kjallari
„Mótmælin núna
eru mótmæli þess
þögla meirihluta sem
veltir stjórnmálum ekki
mikið fyrir sér fyrr en hann
finnur á eigin skinni að
það er verið að rjúfa sjálf-
an samfélagssáttmál-
ann. Og þá er sagt stopp.
Hingað og ekki lengra.