Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Page 22
Vikublað 4.–6. nóvember 201422 Umræða
Umsjón: Henry Þór BaldurssonVinur allra
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV í vikunni
„Þad er kannski
erfitt að einblína
á eitthvað eitt
þegar úr svona miklu er
að velja,“
segir Árni K. Guðmunds-
son, en um 5.300 manns
höfðu boðað mætingu sína á
mótmæli á mánudag á Austurvelli. Um-
ræður um það hverju ætti að mótmæla
spruttu upp í athugasemdakerfi DV og
var Árni að svara þeim sem töldu lítið
tilefni til mótmæla.
16
Hvernig getur niðurskurður
orðið að aukningu?
R
æða Benedikts Erlingsson-
ar á verðlaunahátíð í Stokk-
hólmi vakti athygli margra.
Benedikt og Friðrik Þór Frið-
riksson voru að taka á móti
kvikmyndaverðlaunum Norður-
landaráðs fyrir Hross í oss, fyrstir og
einir Íslendinga sem slíkan heiður
hafa hlotið. Benedikt óskaði í ræðu
sinni eftir aðstoð gesta í samkvæm-
inu á eftir, við að ræða við íslenska
ráðamenn sem höfðu staðið fyrir 42%
niðurskurði á kvikmyndasjóði í ár.
Þessar tölur sem Benedikt nefndi
hafa verið í umræðunni að undan-
förnu í tengslum við frumvarp til
fjárlaga sem var lagt fram í byrjun
október. Af því tilefni er rétt að árétta
nokkrar tölulegar staðreyndir: Kvik-
myndasjóður var með 1.020 milljónir
króna á síðasta ári. Í ár eru 625 millj-
ónir í sjóðnum, í staðinn fyrir 1.070
milljónir króna sem áttu að vera í
honum samkvæmt áætlun fyrri ríkis-
stjórnar. Þarna munar 445 milljónum
króna, eða sem nemur 41,6%.
5–7 ár
Það tekur almennt um 5–7 ár að
koma kvikmyndaverki í gegnum
mylluna, frá hugmynd að frumsýn-
ingu. Það þarf því langtíma áætl-
unargerð og stöðugleika til að kvik-
myndagerð á íslenskri tungu gangi
upp. Í viðtali við Ríkisútvarpið
verðlaunakvöldið góða sagði Illugi
Gunnarsson menningarmálaráð-
herra að stjórnvöld væru að bæta
við til kvikmyndagerðar á þessu
ári. Þar á ráðherra væntanlega við
á fjárlögum næsta árs frá fjárlög-
um yfir standandi árs. Í sjálfu sér er
það rétt. Það er gert ráð fyrir að kvik-
myndasjóður hækki um 100 millj-
ónir á milli áranna 2014 og 2015
samkvæmt gömlu samkomulagi frá
2011. Hins vegar fylgdi ekki sögunni
að ennþá vantar umtalsvert upp á
þær 1.188 milljónir sem sjóðurinn
átti að vera 2015 samkvæmt áætlun
síðustu ríkisstjórnar. Það vantar
reyndar heilar 463 milljónir króna
eða sem nemur 39%.
Árið 2006 gerði kvikmynda-
greinin samkomulag við þáverandi
menningarmála- og fjármálaráð-
herra. Það var sameiginlegur skiln-
ingur aðila sem að samningnum
stóðu að til að kvikmyndasjóður
gæti staðið undir kröfum um fram-
boð á kvikmynduðu efni á íslensku
fyrir Íslendinga þyrfti sjóðurinn að
vera 700 milljónir á þáverandi verð-
lagi. Sú upphæð samsvarar 1.186
milljónum í dag. Með tilkomu nýrr-
ar áætlunar árið 2012 sem tók gildi
í fjárlögum 2013 hillti loksins í að
markmiðum þessa samkomulags
yrði náð.
Erindinu ekki svarað
Í desember í fyrra, þegar ljóst var að
ráðherra færi fram með 42% niður-
skurð á kvikmyndasjóði og vís-
aði í eldra samkomulag, þá óskuðu
fagfélög í kvikmyndagerð eftir því
formlega við ráðherra að samkomu-
lag greinarinnar yrði endurskoðað
og lögðu fram hugmyndir að nýju
samkomulagi. Nú er liðið tæpt ár
frá því að þessar tillögur voru lagð-
ar fram og enn hefur erindinu ekki
verið svarað.
Í sama ráðuneyti hafa verið til
meðferðar reglugerðarbreytingar í
kjölfar fyrrnefnds samkomulags í á
þriðja ár, án þess að þær hafi náð í
gegn, þrátt fyrir að koma beint við
fjárhag kvikmyndaframleiðenda og
að gert sé ráð fyrir þeim á fjárlögum
síðustu þriggja ára. Þannig hefur
öðrum atriðum úr eldra samkomu-
laginu frá 2011 ekki verið komið á,
þrátt fyrir að ráðherra vísi í að það
samkomulag standi.
Hentistefna með hvað á að gilda
úr hverju samkomulagi fyrir sig, allt
eftir því hvernig vindar blása hverju
sinni, segir sig sjálft að gengur ekki.
Heildarniðurskurður menningar-
málahluta fjárlaga yfirstandandi árs
er hartnær 20% og er niðurskurð-
ur á kvikmyndasjóði langstærsti
einstaki liðurinn. Þetta er þrátt fyrir
að fyrir löngu er búið að sýna fram á
jákvæð efnahags- og menningarleg
áhrif af fjárfestingu í kvikmyndum
í gegnum kvikmyndasjóð. Það átti
því ekkert að koma ráðherra menn-
ingarmála sem staðið hefur í slík-
um niðurskurði síns málaflokks á
óvart að hann fái yfir sig kurteislega
athugasemd frá einum fremsta kvik-
myndaleikstjóra landsins. n
„Það vantar
reyndar heilar
463 milljónir króna eða
sem nemur 39%.
Hilmar Sigurðsson
formaður SÍK
Kjallari
„Hvað heldur
fólk að
ellilífeyrisþegar
séu með. Og þarf að lifa af
því. Ca 180.000. Þetta er
fólk sem er búið að borga
skatta í 50–60 ár, var
platað til þess að borga í
lífeyrissjóð og hefur ekkert
upp úr því,“
segir Rannveig Sigurðar-
dóttir, en í síðustu viku fjallaði
DV um Dagbjörtu Þórunni
Þráinsdóttur, öryrkja og tveggja barna
móður, sem sýndi svart á hvítu hversu
illa einstaklingar í hennar stöðu hafa
það þegar kemur að fjármálum.
14
„Innanríkisráðu-
neytið er komið
í algjöran
ruslflokk. HB sá til þess.
Botna ekki í þessari
meðvirkni annarra ráðherra
og þingmanna að sjá
ekki til hvers þetta siðrof
er að leiða. Staðan er
grafalvarleg en það virðist
flestum vera skítsama
… nema þeim er mæta á
Austurvöll á morgun,“
segir Magnús Sigurðsson. Um
helgina fjallaði DV um það að
Þorsteinn Pálsson, fyrrver-
andi formaður Sjálfstæðisflokksins og
forsætisráðherra, telji innanríkisráðu-
neytið ekki hafa burði til að bregðast
rétt við vopnamálum lögreglu og
Landhelgisgæslu vegna lekamálsins í
ráðuneytinu.
10
„Hér á Íslandi
er enginn
„aðall“ og engar
andskotans hefðir. Við
viljum forseta sem hugsar
sjálfstætt og lætur ekki
fortíðina aftra sér frá því
að Ísland komist inn í
framtíðina,“
segir Kjartan Kjartansson.
Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, segist nota
nýársávarp eða setningu þingsins á
næsta ári til þess að upplýsa almenning
um það hvort hann ætli að gefa kost
á sér í kosningum til forseta árið 2016.
„Þess vegna hafa allir fyrirrennarar mín-
ir tilkynnt slíkar ákvarðanir annaðhvort
við setningu þingsins eða í nýársávarpi,“
segir Ólafur.
10