Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Side 23
Vikublað 4.–6. nóvember 2014 Umræða Stjórnmál 23
S
igmundur Davíð Gunnlaugs
son forsætisráðherra ítrekaði
það aðspurður á Alþing í gær,
að afnám hafta yrði ekki á
kostnað heimilanna í landinu.
Hvorki hefur gengið né rekið í
samningum bús gamla Landsbank
ans (LBI) annars vegar og ríkisstjórn
arinnar og Seðlabankans hins vegar
um undanþágur frá gjaldeyrishöftum
til þess að flytja gjaldeyri kröfuhafa í
gamla Lansbankann úr landi. Gegn
slíkri undanþágu hefur slitastjórn LBI
heitið því að standa við drög að samn
ingi við frá því í maí síðastliðnum um
að lengja í um 230 milljarða króna
skuldabréfi nýja Landsbankans við
erlenda kröfuhafa LBI. Síðasti frestur
sem LBI gaf stjórnvöldum til þess að
svara rann út 31. október siðastliðinn.
Engin svör bárust enda lítur Seðla
bankinn og forystumenn ríkisstjórn
arinnar svo á að LBI og erlendu kröfu
hafarnir geti ekki sett nein skilyrði.
Því er að sjá sem um eins konar störu
keppni sé að ræða. Seðlabankinn og
ríkisstjórnin hafa í hendi sér að koma
í veg fyrir að LBI og erlendu kröfuhaf
arnir fái undanþágu frá gjaldeyris
höftunum til þess að flytja allt að 400
milljarða króna í gjaldeyri sem bú LBI
á handbæra. Á móti geta LBI og kröf
uhafarnir erlendu sem slitastjórnin
vinnur fyrir, neitað að lengja í skulda
bréfi nýja Landsbankans sem er nær
alfarðið í eigu ríkisins.
Slitastjórnin virðist ætla að stíga
varlega til jarðar þrátt fyrir hót
anir um að semja ekki um Lands
bankaskuldabréfið og hefur nú
lengt frest sinn til 17. nóvember
næstkomandi.
Bjarni Benediktsson, efnahags
og fjármálaráðherrra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, gaf til kynna á
flokksfundi um helgina að aðstæður
til að rýmka gjaldeyrishöftin væru
einstaklega góð um þessar mund
ir. Þetta má túlka svo að hann telji
óhætt að veita LBI undanþágu til
þess að flytja út gjaldeyriseignir er
lendu kröfuhafanna og að áhættan
samfara því sé með minnsta móti
um þessar mundir.
Þar er við Sigmund Davíð Gunn
laugsson forsætisráðherra að eiga
og hefur ágreiningur forystumanna
ríkis stjórnarinnar í þessu efni skýrst
að undanförnu.
Sigmundur Davíð var spurður
um afnám haftanna á Alþingi í gær
af Helga Hjörvar, þingmanni Sam
fylkingarinnar. Sigmundur svaraði
og sagði „… það algjörlega á hreinu,
eins og hv. þingmaður ætti að vita, að
ríkisstjórnin mun ekki ráðast í afnám
þeirra á þann hátt að það geti ógnað
heimilunum í landinu.“ Sigmundur
ítrekaði þetta næst þegar hann fór
í ræðustól og sagði „… þessi ríkis
stjórn, ólíkt þeirri síðustu, mun ekki
stefna heimilum landsins í hættu í
samskiptum við erlenda kröfuhafa.“
Fram kom í nýlegri skýrslu Seðla
banka Íslands um fjármálastöðug
leika að ef ekki semdist um að lengja
í skuldabréfi nýja Landsbankans til
ársins 2026 kynni það að leiða til er
lendrar lántöku ríkissjóðs til endur
fjármögnunar á þeim 230 milljörðum
sem nýi Landsbankinn skuldar þeim
gamla. Það yrði íþyngjandi fyrir gjald
eyrisvaraforðann og skuldastöðu
ríkissjóðs. Ef allt færi á verri veginn
og ekkert yrði af framangreindum
samningum og veitingu undaþágu
frá gjaldeyrishöftum gæti það endað
með að minnsta kosti 8 prósenta
gengisfellingu með tilheyrandi verð
bólguskoti.
Á vegum Alþingis er starfandi
þverpólitísk nefnd sem fjalla á um
gjaldeyrishöftin. Í henni sitja Bjarkey
Olsen Gunnarsdóttir (VG), Árni Páll
Árnason (Sf), Vilhjálmur Bjarnason
(S), Guðmundur Steingrímsson (Bf)
og fleiri. Bjarkey segir í samtali við
DV að ekkert samráð hafi verið haft
við nefndina um þá stöðu sem uppi
er í samningum við bú gamla Lands
bankans (LBÍ). „Við fréttum af gangi
mála í fjölmiðlum eins og annað fólk.“
Bjarkey segir að nefndin hafi haldið
þrjá fundi síðan hún var skipuð.
Ljóst má vera að djúpur ágreining
ur er um málið í röðum stjórnarliða.
Þar skiptast í fylkingar þeir sem vilja
ríða á vaðið nú og veita LBÍ undan
þágu frá gjaldeyrishöftunum til að
flytja hundruð milljarða gjaldeyris
eignir úr landi – stór hluti þeirra er
reyndar erlendis – og hinna sem vilja
taka harðari afstöðu gegn erlendu
kröfuhöfunum og kanna hvort ekki
megi hafa af þeim meira fé með svo
kallaðri gjaldþrotaleið. Ljóst er að slík
leið yrði einnig háð samningum við
kröfuhafa um skipti á krónum fyrir
erlendan gjaldeyri.
Eins og fram hefur komið er ætl
unin að skattleggja þrotabú gömlu
bankanna um alls 35 milljarða
króna. Þetta hefur mælst illa fyrir
meðal umbjóðenda erlendu kröfu
hafanna og ætlar slitastjórn Glitnis
að láta reyna á skattlagninguna fyrir
dómstólum. n
Afnám hafta ekki
á kostnað heimila
n Sigmundur Davíð sýnir á spilin á Alþingi n Störukeppni stjórnvalda og erlendra kröfuhafa
Jóhann Hauksson
johannh@dv.is
Segir fátt um afnám hafta
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir
að afnám hafta verði ekki á kostnað
heimilanna. Ágreiningur er í ríkisstjórn
vegna samninga við kröfuhafa gamla
Landsbankans um 230 milljarða króna
skuldabréf. Mynd Sigtryggur Ari
icesave á herðum forsætisráðherra
Megnið af hundruð milljarða króna í gjald-
eyri eru forgangskröfur í eigu t.d. breska
Innstæðutryggingasjóðsins vegna Icesave-
klúðursins.
Í
nýrri skýrslu Haraldar Líndal Har
aldssonar hagfræðings um fjár
hagsstöðu Reykjanesbæjar eru
samningar stjórnenda bæjar
ins á undanförnum árum við
Eignarhaldsfélagið Fasteign gagn
rýndir harðlega. Eignarhaldsfélagið
EFF var stofnað af Reykjanesbæ og
gamla Íslandsbanka (síðar Glitni)
árið 2003 og var í upphafi í allt að
70 prósenta eigu bæjarfélagsins og
bankans.
Mistök
Í skýrslu Haraldar er lagt til að kannað
verði hvort ekki sé hægt að greiða upp
leiguskuldbindingar svo sem kostur
er. Jafnframt verði kannað hvort hægt
sé að fá þessar skuldbindingar lækk
aðar. „Það er mat skýrsluhöfundar
að þeir leigusamningar, sem sveitar
félagið hefur gert um húseignir þess,
séu í mörgum tilfella sveitarfélaginu
óhagstæðir. Með hliðsjón af því er hér
lagt til að kanna hvort mögulegt sé að
greiða þessa samninga upp ef fjár
mögnun fæst til þess. Einnig komi til
greina að leita eftir lækkun á þessum
leiguskuldbindingum,“ segir í nýju
skýrslunni. Haraldur Líndal Haralds
son lýsir síðar þeirri skoðun sinni
að Reykjanesbær hafi gert mistök í
samningum við EFF. „Það hefur verið
skoðun skýrsluhöfundar að gerð hafi
verið mikil mistök með leigusamn
ingum sem Eignarhaldsfélagið Fast
eign hefur gert í nokkrum tilfella.“
Samvinna einkafyrirtækja og
opinberra aðila
Hvatamenn að stofnun EFF á sínum
tíma voru meðal annarra Bjarni Ár
mannsson, forstjóri Íslandsbanka,
og Árni Sigfússon, en hann var þá
orðinn bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Íslandsbanki og Reykjanesbær lögðu
mikið af fasteignum inn í félagið og
áttu samanlagt um 70 prósenta hlut
í því lengi vel eins og áður segir. Síð
ar bættist við Háskólinn í Reykjavík
og sveitarfélög sem áttu þar eignir og
þar með hlut í félaginu urðu alls 11
talsins; Álftanes, Garðabær, Gríms
nes og Grafningshreppur, Norður
þing, Reykjanesbær, Sandgerðisbær,
Fjarðabyggð, Ölfus, Vestmannaeyjar
og Vogar. Að nokkru leyti á það við að
aðildarfélögin hafi lagt fasteignir inn
í félagið, notað þær áfram, svo sem
skóla og íþróttamannvirki, en greitt
félaginu leigu. Þannig gat ávinning
ur og hagnaður komið eigendum
til góða en einnig gátu áföll dreifst
á alla eigendur. Til varð hlutafélag
á einkamarkaði sem leigði fyrst og
fremst sveitarfélögum fasteignir.
Samvinnu hins opinbera og einka
rekstrar hafði verið komið á fót inn
an EFF. Reykjanesbær greiddi EFF
(eða átti að greiða) sem svarar um
einum milljarði króna í leigu árið
2010. Eftir bankahrunið ákvað stjórn
EFF að lækka leigugjald tímabund
ið um liðlega fjórðung. Þetta var gert
þótt erlend lán EFF hefðu hækkað
gríðarlega við fall krónunnar í banka
hruninu. Helmingur leigugjaldsins
átti samkvæmt leigusamningum
að vera bundinn gengi evru gagn
vart krónu og gat þannig brugðið til
beggja átta eftir gengissveiflum.
Báðum megin við borðið
Reykjanesbær, sem Árni Sigfússon
stýrði á þessum tíma, átti erfitt með
að standa í skilum við EFF eftir
bankahrunið, eins og nú er lýst í
nýrri svartri skýrslu. Svo vildi til að
Árni Sigfússon var einnig stjórnar
formaður EFF og þurfti sem slíkur að
semja við Reykjanesbæ um leiguverð
og leiguskilmála. Þetta gat verið ein
kennilegt eins og þegar endurbyggt
samkomuhúsið Stapi, var komið í
eigu EFF. Reykjanesbær tók húsið
á leigu og greiddi EFF um 800 þús
und krónur í leigu á mánuði. Þess má
geta að samkomuhúsið hefur fjarri
því skilað bæjarfélaginu þeim tekjum
sem ætlað var. Rekstrarerfiðleikar
EFF knúðu síðar á um að leigan fyr
ir Stapa yrði hækkuð um allt að 30
prósent. Hefði Árni samþykkt slíka
hækkun sem stjórnarformaður EFF
hefði hann jafnframt samþykkt
hækkun útgjalda fyrir bæjarsjóð
Reykjanesbæjar. Í sæti bæjarstjóra
blasti við að Árni gæti þurft að mót
mæla hækkuninni og ganga þar með
á hlut EFF. Þarna var augljós hags
munaárekstur. n
Bæjarstjóri samdi við sjálfan sig
Árni Sigfússon var stjórnarformaður EFF og bæjarstjóri í senn„Það hefur verið
skoðun skýrslu-
höfundar að gerð hafi
verið mikil mistök með
leigusamningum sem
Eignarhaldsfélagið
Fasteign hefur gert í
nokkrum tilfella.
Jóhann Hauksson
johannh@dv.is
Beggja vegna borðs Bæjarstjórinn Árni
Sigfússon þurfti að semja við stjórnarfor-
manninn hjá EFF, Árna Sigfússon. Mynd Atli MÁr
Bankastjórinn fyrrverandi Bjarni
Ármannsson var hvatamaður að stofnun
EFF ásamt Árna Sigfússyni.