Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Qupperneq 25
Neytendur 25Vikublað 4.–6. nóvember 2014
Þetta eru bestu dekkin fyrir íslenskan vetur
n Ítarleg próf fyrir aðstæður á norðlægum slóðum n Ekki láta blekkja þig með gerðarheitum
Svona er könnunin gerð
N
iðurstöðurnar eru ýmist
meðaltal margendurtek-
inna mælinga eða hug-
lægt mat nokkurra til-
raunaökumanna. Prófin
fóru fram í Ivalo, nyrst í Finnlandi,
á bílaprófana- og tilraunasvæði
TestWorld. Öll dekkin voru keypt hjá
dekkjasölufyrirtækjum til að koma í
veg fyrir framleiðendur sendu inn
dekk sem sérhönnuð væru fyrir út-
tektina. Sundurliðaðar niðurstöð-
ur fyrir hvert dekk, í hverjum flokki,
má finna í FÍB-blaðinu.
n Hemlun Hemlunarvegalengd
er mæld í metrum á snjó, ís,
blautu og þurru malbiki. Hvert
próf er endurtekið 15–20 sinnum
á 2–3 dögum við mismunandi
hitastig og er niðurstaðan meðal-
tal mælinga.
n Hröðun Grip dekkjanna á ís
og snjó er mælt með því að auka
hraðann eins fljótt og hægt er.
Tímamæling er gerð á tilteknu
hraðabili. Á ís hefst mælingin á
5 km hraða og lýkur við 20 km
hraða. Í snjó hefst hún á 5 km
hraða en lýkur við 35 km hraða.
Hvert próf er margendurtekið líkt
og í hemlunarprófinu.
n Aksturseiginleikar Virkir
aksturseiginleikar metnir út frá
brautartíma bílanna á aksturs-
brautum sem þaktar eru ís, snjó
eða eru blautar eða þurrar eftir því
sem við á. Í þessum akstri reynir
á veggrip við hröðun og hemlun
í kröppum beygjum. Niðurstaða
fæst svo með meðaltali brautar-
tíma ökumannanna.
n Aksturstilfinning Hver bíl-
stjóri lýsir upplifun sinni af hverju
dekki án þess að vita tegundina
sem um ræðir. Mikilvægasta í
þessu er að vita hvernig bílstjóran-
um þótti dekkin í neyðartilvikum,
hversu fljótt þau misstu veggrip og
bíllinn byrjaði að skrika og hversu
erfitt eða auðvelt var að ná valdi á
bifreiðinni á ný.
n Rásfesta Ekið er eftir brautum
þar sem hjólför hafa myndast í
malbikinu ýmist vegna slits eða
verið búin til í yfirborði vegarins.
Einkunnir gefnar af ökumönnum
eftir því hversu oft og mikið þarf
að snúa stýrinu til að rétta af stefn-
una. Þeir vita ekki hvaða tegund er
undir bílnum hverju sinni.
n Veggnýr Veggnýrinn, eða
hvinurinn, frá dekkjunum er
mældur inni í bílnum í höfuðhæð,
á víxl í framsætum og aftursæti.
Niðurstöður byggja á bæði mæl-
ingum og huglægu mati öku-
manna og eru meðaltal margra
prófunaraðferða.
n Núningsmótstaða Mæld
þannig að bílnum er ekið á sléttri,
hallalausri braut utandyra þar
til hann nær 80 km hraða. Þá
er bifreiðin sett í hlutlausan og
látin renna þar til hún nær 40 km
hraða. Mælingin er endurtekin
við mismunandi hitastig í logni
og meðaltal niðurstaðna síðan
uppreiknað til bensínlítra miðað
við viðmiðunardekkið sem er það
dekk í könnuninni sem lengst
rennur.
Vissir þú þetta um dekkin
undir þínum bíl?
Hver skal mynsturdýptin
vera? - Hinn 1. nóvember síðast-
liðinn tók gildi ný reglugerð um
lágmarksmynsturdýpt dekkja.
Skal dýptin vera að lágmarki 3
millímetrar yfir vetrartímann
frá 1. nóvember til 14. apríl. Yfir
skilgreindan sumartíma, frá 15.
apríl til 31. október, skal dýptin
var að lágmarki 1,6 millímetrar.
Breytingin er gerð í þágu umferð-
aröryggis en mun vafalaust hafa
það í för með sér að eigendur
bíla þurfi að skipta oftar um dekk
vegna slits.
Hversu gömul eru dekkin
þín? DOT-merkingin segir til
um hvenær tiltekinn hjólbarði
er framleiddur og upplýsingar
um það má finna á hlið þeirra.
Þrír til fjórir síðustu tölustafirnir
segja til í hvaða viku og hvaða
ár dekkið var framleitt. Á dekki
sem framleitt er í 15. viku ársins
2012 myndi því standa: 1512.
Þó ólíklegt sé að þú sér enn á
dekkjum frá því fyrir aldamót þá
væri kóðinn fyrir dekk frá 15. viku
ársins 1999: 159.
Hversu lengi endast vetrar-
dekk? Ending er háð aksturs-
lagi, vegalengdum og veggerð
sem ekið er á en ef miðað er við
meðalakstur, sem er 15 þúsund
kílómetrar á ári, ættu dekkin að
endast þér þrjá vetur.
Hver skal þrýstingurinn vera?
Loftþrýstingur dekkja er mik-
ilvægur með tilliti til öryggis,
eldsneytiseyðslu og endingu
dekkjanna. Þrýsting ætti að
miða við handbók bílsins eða
merkimiða sem finna má ýmist
á hurðarstólpa eða á innanverðu
bensínlokinu. Hafðu í huga að
það lekur alltaf úr dekkjum með
tímanum. Mældu þrýstinginn
annan hvern mánuð. Kjör-
þrýstingur er ýmist tilgreindur
í börum, kílógrömmum eða Psi
(pund per fertommu). Gott er að
vita að: 1 bar = 1,02 kg. 1 bar =
14,29 psi.
Hvað þýða upplýsingarnar á
hlið dekkjanna? Á hlið dekkj-
anna er alltaf að finna margs kon-
ar tölur og bókstafi sem ekki allir
þekkja. Þessar upplýsingar segja
til um stærð þeirra og eiginleika.
Hér er útskýrt hvað 205/65R15
88H þýðir: 205 = Breidd slitflatar
í millímetrum. 65 = Prósentuhlut-
fallsleg hæð dekkbelgsins miðað
við breidd slitflatar. R = Radí-
aldekk. 15 = Þvermál felgunnar í
tommum. 88 = Burðarþolskóði-
hve mikinn þunga dekkið þolir.
(88 = 560 kg) H = Hraðakóði sem
segir þér að hjólbarðinn þolir í
þessu tilfelli 210 km/klst á sum-
arhjólbörðum. L= 120 km/klst, M
= 130 km, N = 140 km, P = 150 km
og koll af kolli fram í Z sem þýðir
240 km/klst. Hraðaþol fer sjaldn-
ast yfir Q = 160 km/klst.
Sláandi mynd Tryggingafélagið Sjóvá útbjó þessa mynd, sem byggð er á upplýsingum frá
dekkjaframleiðandanum Goodyear, og sýnir áhrif mynstursdýptar og ökuhraða á veggrip
miðað við 3 mm vatnsdýpi. Því dýpra mynstur, því meira grip. Hafðu það í huga. Mynd Sjóvá
Krefjandi aðstæður Á Íslandi geta akstursskilyrði um vetur orðið afar krefjandi með
litlum sem engum fyrirvara. Þá skiptir höfuðmáli að vera á góðum dekkjum.