Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Qupperneq 28
Vikublað 4.–6. nóvember 201428 Lífsstíll
H
ver kannast ekki við þá til-
finningu að finnast maður
þurfa að gera ákveðna hluti
en koma þeim ekki í verk?
Það getur nefnilega ver-
ið hægara sagt en gert að komast
frá því að dreyma um eitthvað í að
framkvæma það. Þig langar kannski
að ná betri árangri í ræktinni, vera
duglegri í skólanum eða sækja um
nýtt starf, en kemur þér ekki í það.
Hér er hins vegar frekar einföld og
góð aðferð í fjórum skrefum, sem
hægt er að notast við til að reyna að
ná markmiðum og uppfylla drauma
sína.
1 Hverjir eru draumarnir? Fyrsta skrefið er draumar,
óskir eða markmið. Hvað dreymir
þig um að gera? Okkur dreymir öll
um að gera einhverjar jákvæðar
breytingar á lífinu. En við megum
ekki stoppa þar. Jákvætt viðhorf er
lykilatriði þegar kemur að því að láta
sig dreyma um eitthvað. Ef fólk er
uppfullt af neikvæðni þá eru meiri
líkur á því að það gefist upp.
Þegar maður lætur sig dreyma
þá verður maður samt að gæta þess
að láta ímyndunaraflið ekki hlaupa
með sig í gönur. Heilinn á nefnilega
erfitt með að greina á milli raun-
veruleika og ímyndunar og því ger-
ir hann sér ekki grein fyrir því hvort
markmiðum hafi í raun verið náð
eða hvort það sé bara ímyndun. Það
getur því haft neikvæð áhrif á ferl-
ið að ímynda sér stöðuna eins og
hún lítur út þegar markmiðum hef-
ur verið náð.
2 Hver á niðurstaðan að vera? Annað skrefið er niðurstað-
an. Hver viltu að niðurstaðan verði?
Þetta getur verið erfitt skref en mjög
nauðsynlegt þó. Þú þarft að gera þér
grein fyrir því hvaða árangri þú vilt
ná og hver niðurstaðan á að verða.
Ef þú vilt til dæmis eignast meiri
pening, þá gæti möguleg niður-
staða verið að fá launahækkun. Ef
þú vilt betra jafnvægi á milli vinnu
og einkalífs gæti niðurstaðan verið
sú að þú hættir að vinna um helgar.
3 Hverjar eru hindranirnar? Þriðja skrefið er hindranir.
Hverjar eru hindranirnar? Þrátt fyr-
ir að jákvæðni sé mikilvægur þáttur
í því að láta drauma sína rætast þá
er þriðja skrefið freka neikvætt. Það
er nefnilega nauðsynlegt að gera sér
grein fyrir mögulegum hindrunum
á leið sinni að markmiðunum. Sum-
ir halda eflaust að það muni drepa
alla drauma að ímynda sér hindran-
irnar, en það er ekki rétt. Með því að
gera þetta sérðu frekar skýrar að það
eru engar hindranir svo miklar að
þær komi í veg fyrir að draumarnir
rætist.
4 Gerðu áætlun Fjórða skrefið er áætlun. Þú
gerir áætlun um hvernig þú ætlar að
láta drauma þína rætast. Ef þú gerir
áætlun eru meiri líkur á því að þér
takist ætlunarverk þitt og draum-
arnir rætist að lokum. Þú getur ekki
bara setið á rassinum og beðið eftir
því að fá tækifærin upp í hendurnar.
Þú verður að bera þig eftir hlutun-
um. Þú verður að fylgja áætlun til
þess að komast yfir hindranirnar og
ná árangri. n
Náðu árangri í
fjórum skrefum
Það getur verið erfitt að komast frá því að láta sig dreyma í að framkvæma
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Láttu þig
dreyma
Þó að draumar
séu mikilvægir
þá má ekki
láta ímynd-
unaraflið
hlaupa með
sig í gönur.
Rokkarar
deyja fyrr
Sú kenning að rokkstjörnur deyi
ungar er sönn samkvæmt nýrri
ástralskri rannsókn.
Sálfræðingurinn Dianna
Kenny við háskólann í Sydney
segir mýtuna um 27 ára klúbb-
inn, sem samanstendur af Kurt
Cobain, Jimi Hendrix, Jan-
is Joplin og Amy Winehouse þó
ekki standast. Þótt flestar rokk-
stjörnur lifi skemmra lífi en aðrir
lifi flestar þær lengur en til 27 ára
aldurs.
Kenny segir enn fremur að á
meðan karlkyns tónlistarmenn
deyi líklegast á fimmtugsaldrin-
um lifi tónlistarkonur að sextugs-
aldrinum.
Lítil hamingja
fylgir þriðja
barninu
Hamingja foreldra rýkur upp
þegar fyrsta barn þeirra fæðist.
Hamingjuaukningin verður
helmingi minni þegar annað
barn kemur í heiminn en við
þriðja barn verður óveruleg
aukning á hamingju. Þetta kemur
fram í nýrri rannsókn sem sagt er
frá í tímaritinu Demography.
Vísindamenn frá London
School of Economics og Western-
háskólanum í Kanada rannsök-
uðu gögn yfir sjö þúsund for-
eldra.
Enn fremur kom í ljós að vel
menntaðir foreldrar á aldrinum
35 til 49 ára eru mun hamingju-
samari en foreldrar á aldrinum
23 til 34 ára. Unglingar sem eign-
ast börn verða oftast óhamingju-
samir fyrsta ár barnsins.
V
angaveltur um tengsl milli
stærðar getnaðarlims og
ýmissa annarra líkamsparta
hafa löngum verið vinsælar.
Samkvæmt rannsókn er hins vegar
ekki rétt að hæð og skóstærð komi
stærð getnaðarlims við. Hins vegar
gefi lengd vísifingurs ákveðnar
vísbendingar um það.
Í rannsókninni sem fram-
kvæmd var við Gachon Gil-
háskólasjúkrahúsið í Suður-
Kóreu mældu vísindamenn
vísifingur og getnaðarlim 144
sjálfboðaliða og komust að því
að tengsl þar á milli eru ótvíræð.
Því meiri munur sem mældist á
lengd vísifingurs og baugfingurs
því stærri reyndust getnaðarlim-
ir þátttakenda. Vísindamenn vita
ekki af hverju en telja útskýr-
inguna tengjast hormónum í móð-
urkviði.
Í annarri rann-
sókn, sem fram-
kvæmd var
við há-
skólann í
Genf í Sviss, kom í ljós að hlut-
fall á milli fingranna tveggja
tengist karlmannlegum út-
litseinkennum – sem
svo þykja oftast
meira aðlað-
andi.
Samkvæmt enn einni rann-
sókninni, sem framkvæmd var af
vísindamönnunum Rahman og
Wilson, gefur hlutfall á milli fingr-
anna tveggja hugmynd um kyn-
hneigð einstaklinga. Samkvæmt
niðurstöðum rannsóknarinn-
ar, sem kom út árið 2003,
er hlutfallið hjá samkyn-
hneigðum körlum og kon-
um minna en hjá gagn-
kynhneigðum.
Vísindamenn í Kóreu
fundu svo út að karlar sem
státa af litlum mun milli
fingranna tveggja eru lík-
legri til að lifa af blöðru-
hálskrabba.
Hægt er að lesa meira um
fingrarannsóknir í tímaritinu
Medical Daily. n
Stórar hendur, stórt þú veist hvað
Það er ýmislegt hægt að lesa úr hlutfallinu milli baugfingurs og vísifingurs
Fingur Fræðimenn hafa lengi
haft áhuga á lengd fingra.
Áfengi fullt af
hitaeiningum
Breskir læknar vilja að hægt sé
að sjá fjölda hitaeininga á merki-
miðum áfengisflaskna. Læknarn-
ir segja að stórt vínglas innihaldi
um 200 hitaeiningar sem sé svip-
að og í einum kleinuhring.
Skylt er að upplýsa um hita-
einingar á umbúðum matvæla
samkvæmt Evróputilskipun og
nú stendur til að endurskoða
reglur um áfengi.
„Því miður hafa 80% neyt-
enda enga hugmynd um hitaein-
ingar í áfengum drykkjum,“ sagði
dr. Shirley Cramer, sem stóð að
rannsókninni, í samtali við BBC
en hún telur að betri merkingar
myndu nýtast í baráttunni við
offitu.