Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Side 30
Vikublað 4.–6. nóvember 201430 Lífsstíll
Hlátur er aðlaðandi
T
augasérfræðingurinn og
uppistandarinn Sophie
Scott elskar að pæla í hlátri
en að hennar sögn misskilja
margir þessa skemmtilegu
athöfn. Hér er listi hennar yfir tíu
atriði sem þú vissir ekki um hlátur.
Listinn birtist fyrst á fréttavef BBC.
1 Rottum kitlar Langar þig að sjá rottu hlæja? Prófaðu
að kitla hana. Rottur, simpansar og
hundar hlæja. Þó ekki að brönd-
urum heldur til að sýna hamingju
og mynda tengsl. Alveg eins og
við mannfólkið. Rottur sem leika
sér meira hlæja meira en þær sem
leika sér lítið og þær sem hlæja
mest vilja vera í kringum aðrar
sem hlæja.
2 Hlátur snýst ekki um
brandara Ef þú
spyrð fullorðinn
einstakling hvað
fái ahnn til að hlæja
nefna flestir brandara.
Að sögn Scotts er það rangt.
Robert Provine, sálfræðingur við
háskólann í Maryland í Banda-
ríkjunum, komst að því að flestir
hlæja mest þegar þeir tala við vini.
Provine segir einstaklinga 30%
líklegri til að skella upp úr þegar
þeir eru í kringum annað fólk.
Hann segir okkur þó ekki hlæja að
bröndurum heldur að fullyrðing-
um og athugasemdum. Að sögn
Scotts er hlátur ein tegund tjá-
skipta en ekki viðbragð. Hlátur
tengist því félagslegri hegðun sem
við notum, til að sýna öðrum að
okkur líki við þá og við skiljum þá.
3 Heilinn greinir á
milli alvöru
hláturs og
gervi Scott
rannsakar hlátur
meðal annars með
heilaskanna. Hún hefur komist að
því að heilinn greinir á milli hláturs
sem kemur frá hjartanu og hláturs
sem kreistur er upp. Enn fremur,
segir hún, kveikir uppkreistur hlátur
á svæðum í heila sem tengist skiln-
ingi á tilfinningum annarra sem
Scott segir sanna að við reynum að
skilja ástæðuna fyrir uppgerðinni.
4 Hlátur er smitandi Eft-ir að hafa rannsakað hlátur
með hjálp heilaskamma hefur Scott
komist að því að hlátur er smitandi.
Enn fremur eru þeir sem líklegri
eru til að hlæja þegar aðrir hlæja
betri í að greina á milli ekta hláturs
og óekta.
5 Þekkt fólk er fyndnara
Uppistandarar not-
færa sér þá staðreynd
að hlátur er smitandi
óspart til að halda saln-
um heitum. Hins vegar skipta
væntingar okkar og það hvort við
þekkjum þann fyndna máli. Fólki
finnst brandari sem sagður er af
frægum grínista mun fyndnari en
þegar óþekktur einstaklingur seg-
ir hann.
6 Hlátur kemur þér
ekki í form
Netið er fullt af
alls kyns mýtum
tengdum hlátri og
heilsu en því mið-
ur á sú fullyrðing
að hlátur brenni fleiri
kalóríum en langhlaup enga stoð í
raunveruleikanum. Vissulega eykur
hlátur orku og hraðar á hjartslætti
en brennslan er ekki meiri en 10–
40 kalóríur við hvert 10–15 mínútna
hláturskast. Þú yrðir því að
hlæja í þrjá klukkutíma til að
brenna snakkinu sem þú torg-
aðir í gærkvöldi.
7 Sambönd halda
lengur ef
þú hlærð Sál-
fræðingurinn Bob
Levenson, við Berkel-
ey-háskólann í Banda-
ríkjunum, fékk pör til að fjalla um
hvað í fari makans pirri þau – sem
hlýtur að teljast viðkvæmt um-
fjöllunarefni. Þau pör sem not-
uðu hlátur og bros áttu auð-
veldara með að ræða vankanta
í fari makans auk þess sem þau
mældust hamingjusamari og
voru lengur saman. Þetta, seg-
ir Scott, sýnir okkur að við not-
um hlátur til að láta okkur líða
betur. Þess vegna sé hægt að
nota hlátur til að mæla, ekki
aðeins heilsu fólks, heldur
einnig heilsu sambanda.
8 Hlátur þarfnast nákvæmrar
tímasetningar Þegar
fólk ræðir saman hlær það
nákvæmlega við enda setn-
inga. Meira að segja þeir
sem nota táknmál, þótt þeir
gætu vel hlegið í gegnum
allar „þöglu“ samræðurn-
ar. Scott hefur mikinn áhuga
á því hvernig uppistandarar
nota pásur til að fá viðbrögð
frá áhorfendum sínum. Hún
segir að það þarfnist mikils
hugrekkis að grínast fyrir
framan hóp og taka svo
pásu til að búa til pláss fyrir
hlátur – og komast yfir það
ef ekki er hlegið. Hún seg-
ir uppistandara verða að
geta lesið í hláturinn til að
vita hvenær sé best að taka
pásurnar.
9 Hlátur er aðlaðandi Getur þú virkilega hlegið ein-
hvern í rúmið með þér?
Samkvæmt rannsókn
á auglýsingum
á einkamála-
dálkum telja
bæði konur og
karlar húmor
mikilvægari en
gáfur, menntun,
starfsframa og kyn-
lífslöngun.
Í annarri
rannsókn
kom
fram
að
við
lítum hýrari augum á ókunnuga ef
þeir hlæja að bröndurum okkar.
10 Sumt fær þig pott-þétt til að hlæja
Enginn grínisti hefur fundið
BRANDARANN sem fær alla
til að hlæja alltaf. En sam-
kvæmt rannsóknum Scotts er
sumt fyndara en annað. Eitt af
því sem langflestum finnst fyndið
eru myndbönd af fólki sem berst
við hláturinn við aðstæður þar
sem hláturskast þykir sér-
lega óviðeigandi. Til að
mynda fréttalesari
sem fær óstjórn-
legt hláturskast
í beinni út-
sendingu. n
n 10 atriði sem þú vissir ekki um hlátur n Staðfest er að hlátur er smitandi
Aðlaðandi Fólk telur húmor mikilvægari en gáfur.
Tímasetning
Hlátur þarfnast
nákvæmrar
tímasetningar.