Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Qupperneq 31
Vikublað 4.–6. nóvember 2014 31
Á
morgun, miðvikudag, hefst
Airwaves-hátíðin og því ekki
seinna vænna en að fara að
huga að dagskránni. Eflaust
eru margir gestir óvissir um hvernig
best sé að njóta alls þess sem hátíðin
býður upp á, DV Músík fékk því hug-
myndir frá nokkrum tónfróðum spek-
ingum um hvað helst beri að sjá.
Þá er „off venue“ dagskráin ekki
síðri en gert er ráð fyrir um 675
atriðum á 52 stöðum. Hliðarsjálf
Airwaves hefur því aldrei verið stærra
og allir ættu að geta fundið eitthvað
fyrir sinn snúð. Margrét Erla Maack
fjölmiðla- og sirkuskona ætlar að taka
þar virkan þátt í utan deildinni í ár.
maria@dv.is
H
vað hefur gáfaðasti maður í
heimi að segja okkur undir
lok langrar ævi? Eitthvað á
þessa leið: „I see the ghost of
culture with numbers on its wrist/
Salute some new conclusion that all
of us have missed.“
Manneskjan í laginu A Street
heldur af stað í stríðið en hann bið-
ur hana um að láta af hefndarþorsta
sínum og hinum mikla sannleik sem
hver ný kynslóð telur sig hafa höndl-
að og mun vafalaust kalla yfir okkur
fleiri helfarir. Síðan lýkur hann með
viðlagi sem gæti allt eins átt við um
Ísland eftirhrunsáranna en fjallar
víst um 11. september: „The party‘s
over, but I‘ve landed on my feet/I‘m
standing on a corner where there
used to be a street.“
Smáskífulagið Almost Like the
Blues er nánast eins og paródía á
Cohen-lagi, ekkert að sjá nema dauða
og djöfulgang og aðeins einn góð-
an brandara að finna þegar hann ber
slæma gagnrýni saman við pyntingar,
morð og aðrar hörmungar heimsins.
Margir af minni kynslóð ráku upp
stór augu þegar þeir sáu titil lagsins,
Nevermind. Við heyrðum jú fyrst
Cohen nefndan á nafn þegar Kurt
Cobain vottaði honum virðingu
sína í Pennyroyal Tea. Er hér Cohen
að þakka fyrir sig með því að vísa í
þekktasta verk Cobains? Varla, í ný-
legu viðtali virtist hann varla vita um
pönkið og líklega fór grönsjið alveg
framhjá honum. Hér erum við aftur
kominn út í stríðið sem tapaðist og
hér er komið nokkurs konar svar við
A Street, það er til eilífur sannleik-
ur þrátt fyrir allt saman. Það er bara
ekki alveg ljóst hver hann er.
Á Born in Chains kemur vitrun-
in: „Broken is the name.“ Einhvern
daginn kemur að því að Cohen
segir skilið við hlekki líkamans.
Hann hefur alltaf leitað sannleikans
í sprungunum og vafalaust aldrei
séð nema örlítið brot. En það er þó
meira en flestir geta sagt. n
Syngur þó fréttirnar séu slæmar
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Dómur
Popular problems
Flytjandi: Leonard Cohen
Útgefandi: Columbia
n Engin ástæða til að örvænta ef ekkert er planað
hefst á morgun
Þórður Ingi Jónsson
blaða- og tónlistarmaður
„Ég ætla að sjá Kelela af því að
platan hennar var í stanslausum
snúningi hjá mér seinasta vetur. Þá
ætla ég líka klárlega að
sjá Jaakko Eino Kalevi
og Nguzunguzu því það
er mjög gott stöff.“
Ásgeir Guðmundsson
umboðsmaður
„Ég verð á miklum hlaupum alla hátíðina
en reyni að sjá sem flest. Ætla ekki að
missa af Jungle, Ballet School, East
India Youth, Mr. Silla og svo er ég mjög
spenntur fyrir nýja efninu frá Ylju og
hvernig það kemur út á stóru sviði. Einnig
vil ég skoða eitthvað af þessum ljóða
giggum, skemmtileg viðbót þar á ferð.“ Margrét Erla Maack
þúsundþjalasmiður
„Aldrei þessu vant er
ég ekki með miða á
Air waves, en mun þess
í stað skemmta mér
„offvenjú“ með fátæka
fólkinu og þeim sem eru
undir (eða yfir) aldri. Þau
gigg sem ég er spennt-
ust fyrir eru: Karókí á
Dolly sem Ásdís María
Viðarsdóttir stjórnar.
Þetta er hið fullkomna mótvægi Airwaves-kúlsins. Að syngja „guilty
pleasures“ og tapa kúlinu sjálfur á sviði. Þá ætla samstarfsmenn
mínir í Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar að vera með tónlistar-
gjörning. Svo mun ég reyna af öllum mætti að sjá Hljómsveitina Evu,
því þær eru uppáhald hjá mér þessa dagana. Svo finnst mér frábært
að Bæjarins bestu séu með „offvenjú“-dagskrá.“
Steinþór Helgi
Arnsteinsson
viðburðastjóri hjá CCP
„Ég ætla alls ekki að missa
af The Knife. Sá þetta
„show“ þeirra í London í
fyrra og það var fullkom-
lega sturlað.“
Berglind
Pétursdóttir
hugmyndasmiður
og dansari
„Á Airwaves í ár ætla ég að láta
guð leiða mig um. Reynslan hef-
ur sýnt að ef ég reyni að gera ein-
hvers konar áætlun yfir hvað ég
ætla að sjá/heyra enda ég oftast
á því að sjá/heyra ekkert og sitja
bara á stól og drekka bjór. Svo í
ár verð ég á guðs vegum og boða
kannski boðskap hins heilaga
djamm-orðs í leiðinni.“
Sunna Ben
plötusnúður og myndlistakona
„Ég fer alltaf á tónleika með meistara Kött Grá
Pjé þegar tækifæri gefst og eftir að hafa séð
Kæluna Miklu og Lord Pusswhip koma fram
á Druslugöngunni ætla ég að elta þau út um allt
samviskusamlega líka. Dj. Flugvél og geimskip
svíkur heldur engan. Af því sem ég hef ekki séð áður
hlakkatil að sjá Börn, Una Stefson og æskuást-
irnar mínar í The Knife. Svo hefur mér áskotnast sá
heiður að spila með Reykjarvíkurdætrum svo ég
fæ besta stæðið í húsinu á tónleikunum þeirra.“
Ferskt
íslenskt til
að skoða
Slowsteps Sveitin er skipuð þeim
Sebastian Storgaard, Gísla Erni
Guðbrandssyni, Arnóri Hillers
og Robert Mika-
el. Sveitinni má
lýsa sem rólegri
indískotinni fólk-
tónlist. Hljóm-
sveitin safnar nú
fyrir sinni fyrstu
plötu í gegnum hópfjármögnunar-
síðuna Karolina Fund. Við mælum
með lögunum: Trespass og Closer.
Unnur Sara Eldjárn Er glæný
og fersk söngkona sem ætlar sér
stóra hluti. Unnur Sara er á loka-
ári sínu í söng við Tón-
listarskóla FÍH. Hún
var að gefa út fyrsta
lagið sitt af væntan-
legri plötu. Lagið
heitir Að gleyma sér.
Í laginu koma einnig
fram þau Bragi Þór Ólafsson á gít-
ar, Ingibjörg Elsa Turchi á bassa
og Halldór Eldjárn á trommur
Gunnar Gunnarsson píanóleik-
ari gaf nýverið út plötuna 525.
Á plötunni kveður
við framandi tón í
píanóútsetning-
um og leitað var
í sjóð íslenskr-
ar sálmatónlistar
við gerð þeirra. Við
mælum sérstaklega með Allt eins
og blómstrið eina og Minning í
útsetningu Gunnars.
Helgi Júlíus áður hjartaskurð-
læknir og nú tónlistarmaður gaf
nýverið út plötuna Crossroads.
Helgi Júlíus sló í gegn
á síðasta ári með
lagi sínu Stönd-
um saman í flutn-
ingi Valdimars og
er nýja efnið engu
síðra. Við mælum með
lögunum Life is now og Lights in
the city, en þar nýtur hann lið-
sinnis Ragnheiðar Gröndal og
Hauks Heiðars Haukssonar.
Shades of Reykjavík Hip hop-
sveitin knáa gaf nýverið frá sér
nýtt lag Blessun er bölvun mín
og er það álit okk-
ar að lagið sé
með því betra
sem heyrst hef-
ur frá sveitinni
í nokkurn tíma.
Shades er þekkt
fyrir þunga takta og ádeilurapp –
oftar en ekki um fíkniefnaheim-
inn. Það er ekki síst myndbandið
við lagið sem vekur athygli en þar
má sjá einn meðlim sveitarinnar
útbúa svokallað DMT og reykja.
Opnunarhófið
mæltist vel fyrir
Einstaklega góðmennt var á opn-
unarhófi DV Músík síðasta föstu-
dag. Þar komu saman áhuga-
menn um tónlist og fögnuðu með
okkur fyrstu útgáfu og opnun
vefsíðunnar. Á komandi vikum
mun verkefnið þróast enn frekar
en ljóst er að mikil þörf er á inn-
lendri umfjöllun um íslenska og
innlenda tónlist. Það voru hljóm-
sveitirnar Amabadama og Ylja
sem léku fyrir gesti.
Tónlistarlegt uppeldi Þessi stælgæi
var heillaður af tónlistaratriðunum.
Stráksi hefur ekki langt að sækja áhug-
ann en hann er sonur Guðmundar Óskars
Guðmundssonar bassaleikara.