Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Qupperneq 33
Menning Sjónvarp 33Vikublað 04.–06. nóvember 2014 Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Þriðjudagur 4. nóvember 16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe) 17.20 Músahús Mikka (2:26) 17.40 Violetta e 18.25 Táknmálsfréttir (65) 18.35 Melissa og Joey (8:21) Bandarísk gamanþáttaröð. 19.00 Fréttir 19.20 Íþróttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.05 Óskalögin 1964 - 1973 (3:5) (To be grateful) 20.10 Djöflaeyjan 888 Þáttur um leiklist, kvikmyndir, myndlist og hönnun. Ritstjóri er Brynja Þorgeirs- dóttir og aðrir umsjónar- menn Vera Sölvadóttir, Goddur, Sigríður Péturs- dóttir og Kolbrún Vaka Helgadóttir. Dagskrárgerð: Sigurður Jakobsson. 20.40 Castle 8,3 (3:24) Banda- rísk þáttaröð. Höfundur sakamálasagna er fenginn til að hjálpa lögreglunni þegar morðingi hermir eftir atburðum í bókum hans. Meðal leikenda eru Nathan Fillion, Stana Katic, Molly C. Quinn og Seamus Dever. 21.25 Malala - Skotin vegna skólagöngu (Malala - Shot for Going to School) Áhrifamikil heimildamynd um pakistönsku unglings- stúlkuna Malala Yousafzai. Á svipstundu varð Mala sameinandi tákn í réttinda- baráttu stúlkna til náms í Pakistan þegar talíbanar reyndu að ráða hana af dögum fyrir að mótmæla lokun stúlknaskólans sem hún sótti. 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.20 Morðæði 7,0 (4:4) (Sout- hcliffe) Áhrifamikil bresk þáttaröð þar sem sögu- sviðið er venjulegt þorp með venjulegu fólki. Morðingi gengur berserksgang á 24 tímum og myrðir fjölda fólks í þorpinu. Fréttamaður kemur til þorpsins og reynir að átta sig á atburðarásinni og miðla henni til umheims- ins. Aðalhlutverkj: Rory Kinnear, Sean Harris, Shirley Henderson og Anatol Yusef. Leikstjóri: Sean Durkin. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.10 1864 (3:8) Þættir byggðir á sannsögulegum atburðum ársins 1864 þegar kom til stríðsátaka milli Dana og Prússa, einu blóðugasta stríði sem Danir hafa tekið þátt í. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 00.10 Kastljós e 00.35 Fréttir e 00.50 Dagskrárlok (63:365) Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 11:25 NBA 12:15 Undankeppni EM 2016 (Þýskaland - Írland) 13:55 Euro 2016 - Markaþáttur 14:45 Spænski boltinn 14/15 16:25 Spænsku mörkin 14/15 16:55 UEFA (Zenit - Bayer Leverkusen) 19:00 Meistaradeildin 19:30 UEFA Champions League (Real Madrid - Liverpool) 21:45 Meistaradeildin 22:30 UEFA Champions League (Arsenal - Anderlecht) 00:20 UEFA Champions League 07:00 Premier League 08:40 Messan 11:35 Premier League 13:15 Football League Show 13:45 Messan 15:00 Premier League 16:40 Premier League 18:20 Premier League 20:00 Ensku mörkin (10:40) 20:55 Messan 22:10 Premier League (Newcastle - Liverpool) 23:50 Premier League (Arsenal - Burnley) 17:55 Strákarnir 18:20 Friends (21:24) 18:45 Arrested Development 3 (3:13) 19:10 Modern Family (24:24) 19:30 Two and a Half Men (20:22) 19:55 Geggjaðar græjur 20:15 Veggfóður 21:00 The Mentalist (10:22) 21:45 Zero Hour (10:13) 22:25 Red Widow (8:8) 23:10 Chuck (18:22) 23:50 Cold Case (4:23) 00:35 Geggjaðar græjur 00:50 Veggfóður 01:35 The Mentalist (10:22) 02:20 Zero Hour (10:13) 03:00 Red Widow (8:8) 10:20 You've Got Mail 12:20 The Way Way Back 14:05 A League of Their Own 16:10 You've Got Mail 18:10 The Way Way Back 19:55 A League of Their Own 22:00 Extremely Loud & Incredibly Close 00:10 Magic MIke 02:00 Twelve 03:35 Extremely Loud & Incredibly Close 18:15 Jamie's 30 Minute Meals (35:40) 18:40 Baby Daddy (8:21) 19:00 Wipeout 19:45 Welcome To the Family (3:11) 20:10 One Born Every Minute US (4:8) 20:55 Drop Dead Diva (12:13) 21:40 Witches of east End (10:10) 22:25 Treme (2:11) 23:20 Flash (2:13) 00:05 Arrow (2:23) 00:45 Sleepy Hollow (2:18) 01:30 Wipeout 02:15 Welcome To the Family (3:11) 02:40 One Born Every Minute US (4:8) 03:25 Drop Dead Diva (12:13) 04:10 Witches of east End (10:10) 04:50 Treme (2:11) 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (14:25) 08:20 Dr.Phil 09:00 The Talk 09:40 Pepsi MAX tónlist 15:05 Happy Endings (21:22) 15:30 Franklin & Bash (5:10) 16:15 Reckless (10:13) 17:00 Kitchen Nightmares (7:10) 17:45 Dr.Phil 18:30 The Tonight Show 19:10 The Talk 19:50 Trophy Wife 6,9 (9:22) Gamanþættir sem fjalla um partýstelpuna Kate sem verður ástfanginn og er lent milli steins og sleggju fyrrverandi eiginkvenna og dómharðra barna. 20:10 The Royal Family (8:10) Sænskir grínþættir um vinalega konungsfjölskyldu sem glímir við sambærileg vandamál og við hin... bara á aðeins ýktari hátt. Þættirnir fjalla um hinn elskulega en einfalda Svíakonung Eric IV og fjöl- skyldu hans sem reyna eftir fremsta megni að sinna konunglegum skyldum sínum í takt við væntingar samfélagsins en þeim bregst æði oft bogalistin. 20:35 Welcome to Sweden 6,6 (8:10) Welcome to Sweden er glæný sænsk grínþáttaröð, en þættirnir slógu rækilega í gegn í Svíþjóð fyrr á þessu ári. Welcome to Sweden fjalla um hinn bandaríska Bruce (Greg Poehler) sem segir upp vellauðu starfi í New York til að flytja með sænskri kærustu sinni, Emmu (Josephine Bornebusch), til Svíþjóðar. Parið ætlar sér að hefja nýtt líf í Stokkhólmi og fáum við að fylgjast með Bruce takast á við nýjar aðstæður í nýjum heimkynnum á sprenghlægilegan hátt. 21:00 Parenthood 8,0 (7:22) Bandarískir þættir um Braverman fjölskylduna í frábærum þáttum um lífið, tilveruna og fjölskylduna. 21:45 Ray Donovan (10:12) 22:35 The Tonight Show 23:20 CSI (1:20) Vinsælasta spennuþáttaröð frá upp- hafi þar sem Ted Danson fer fyrir harðsvíruðum hópi rannsóknardeildar lögreglunnar í Las Vegas. 00:05 Hannibal (6:13) 00:50 Ray Donovan (10:12) 01:40 The Tonight Show 02:30 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:45 Wonder Years (8:23) 08:10 Scooby-Doo! 08:30 Gossip Girl (10:24) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 The Doctors (18:50) 10:15 Go On (16:22) 10:35 The Middle (1:24) 11:00 Flipping Out (8:12) 11:45 Breathless (2:6) 12:35 Nágrannar 13:00 So You Think You Can Dance (9:15) 14:20 The Mentalist (13:22) 15:05 Hawthorne (5:10) 15:50 Scooby-Doo! 16:15 Sjáðu (363:400) 16:45 New Girl (11:25) 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson -fjölskyldan (4:22) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Um land allt (2:12) 19:50 2 Broke Girls 7,0 (21:24) Bráðskemmtileg gaman- þáttaröð um stöllurnar Max og Caroline sem eru stað- ráðnar í að aláta drauma sína rætast. 20:15 Modern Family (6:24) 20:40 The Big Bang Theory (6:24) 21:00 Gotham 8,2 (6:16) Hörku- spennandi þættir þar sem sögusviðið er Gotham-borg sem flestir kannast við úr sögunum um Batman en sagan gerist þegar Bruce Wayne var ungur drengur og glæpagengi réðu ríkjum í borginni. James Gordon (Ben McKenzie úr Soutland og The O.C.) er nýliði í lögreglunni og hann kemst fljótt að því að spillingin nær til æðstu manna. 21:45 Stalker (5:13) 22:30 The Strain (4:13) Dul- magnaðir spennuþættir sem fá hárin til að rísa. Farþegaflugvél lendir á JFK flugvellinum í New York en fljótlega kemur í ljós að ekki er allt með felldu. Svo virðist sem ekkert lífsmark sé um borð. Farsóttasér- fræðingurinn Dr. Ephraim Goodweather og lið hans er sent á vettvang en um borð finnast aðeins fjórir einstaklingar með lífsmarki. Í kjölfarið fara undarlegir hlutir að gerast og Good- weather og samstarfsfólk hans þurfa að berjast fyrir framtíð mannkynsins. 23:15 Daily Show: Global Edition 23:40 A to Z (4:13) 00:00 Grey's Anatomy (5:24) 00:45 Forever (5:13) 01:30 Covert Affairs (16:16) 02:15 Howl 03:40 Boys Don't Cry 05:35 Modern Family (6:24) Mögulega tilnefnd til Óskarsverðlauna Nýjasta kvikmynd Jennifer Aniston, Cake, fær stórgóða dóma N ýjasta kvikmynd Jennifer Aniston, Cake, hefur varla verið frumsýnd en hún hefur samt fengið svo góða dóma að talið er að leikkonan verði tilnefnd sem besta leikkonan á næstu Óskars­ verðlaunahátíð. Viðbrögð áhorfenda á kvik­ myndahátíðinni í Toronto á dögum voru slík að framleiðendur myndar­ innar hafa ákveðið að flýta frumsýn­ ingu fram fyrir áramót svo hún geti komið til greina fyrir verðlaunahá­ tíðina. Aniston hefur aldrei verið til­ nefnd til Óskarsverðlauna en það brutust út mikil fagnaðarlæti við lok sýningar á myndinni á kvikmynda­ hátíðinni í september. Gagnrýnendur sögðu frammistöðu hennar hafa verið trausta og örugga en í myndinni leik­ ur hún þunglynda konu sem glímir við sífelldan verk og notar lyfseðils­ skyld lyf til að kljást við tilfinningar sínar. Daniel Barnz, leikstjóri myndar­ innar, vissi að Jennifer yrði frábær í hlutverkinu og sagði hana vera rosalega hæfileikaríka og engar aðr­ ar leikkonur komu til greina þegar hann las yfir handritið. n Jennifer Aniston Leikkonan var eins og margir vita gift leikaranum Brad Pitt til nokkurra ára. Slúðurpressan virðist loksins vera að sleppa tökunum af því sambandi, níu árum eftir að því lauk. Ágætis byrjun Grafir og bein eftir Anton Sigurðsson E itthvað skelfilegt gerð­ ist einhvern tímann á Ís­ landi. Hinum seku hefur ekki verið refsað. Á yfir­ borðinu er allt að komast í samt lag, en undir niðri veit fólk að sitthvað er enn rotið. Þetta hljómar eins og efniviður í kvik­ mynd um Ísland eftirhrunsár­ anna. Eða hryllingsmynd. Grafir og bein er bæði. Par fer út á land til að gista í skuggalegu húsi. Hann sætir rannsókn vegna efnahags­ brota. Að auki hafa þau nýlega misst barn. Barnsmissirinn er í sjálfu sér ágætis myndlíking fyrir hrunið, fyrir sakleysið sem hvarf og reynt er að endurheimta en kemur aldrei aftur. Ýmislegt skuggalegt gerist svo í sveitinni. Þetta er ágætis byrjun á bíó­ mynd og margt er vel gert. Persónurnar eru afskaplega raunverulegar og samræðurn­ ar sömuleiðis. Íslenskum kvik­ myndum hefur upp á síðkastið tekist mun betur upp að nálgast íslenskt mál eins og það raun­ verulega er talað en bókmennt­ ir og leikhús hafa gert. Og þó má jafnvel segja að þegar díalógur­ inn er kominn svo nálægt fyrir­ myndinni missi hann eitthvað af þeim kostum sem hefur skáld­ skapinn yfir raunveruleikann. Hvað sem því líður, þá eru meginpersónurnar hér afskap­ lega vel leiknar af Birni Hlyni og Nínu Dögg. Líklega er hápunkt­ ur myndarinnar þegar þau rífast um græðgina og góðærið, hún ásakar hann um óheiðarleika, hann ásakar hana um að hafa tekið þátt í þessu þegar allt lék í lyndi og hún segir á móti að hann hafi reynt að kaupa barnið í stað þess að sinna því. Þetta er allt svo raunverulegt og satt að maður fær næstum gæsahúð. Verr tekst til með hryllings­ elementin. Leikstjórinn Anton brýtur þá grundvallarreglu að ekki skuli sýna skrímslin of fljótt, því áhorfandinn óttast það mest sem hann getur ekki séð. Eins og myndir á borð við Omen eða Shining hafa sýnt fram á eru börn vel til þess fallin að skapa hryll­ ing, enda eru þau líklegri til að sjá inn í handan heima en þeir sem eldri eru. Og mörg atriði eru út af fyrir sig ágæt, en einhvern veg­ inn mistekst uppbyggingin. Í stað þess að ógnin verði stöðugt ná­ lægari er hún nokkurn veginn á sama stað frá upphafi. Og það er heldur einfeldningslegt hvernig upp kemst um allt, maður bankar upp á og segir okkur alla söguna. Einn styrkur sögunnar er að maður veit ekki alveg hvað á að vera raunveruleiki og hvað ímyndun persónanna, hvað býr í myrkrinu og hvað býr í hugskots­ sjónum þeirra sjálfra. En mun betur hefði mátt vinna úr þessu. Það er eins og handritshöfundur forðist ákvörðun, við fáum báðar útskýringar matreiddar hvora af annarri undir lokin í stað þess að önnur hvor sé valin eða þá (eins og fyrsta flokks handritshöfund­ ur gæti gert) að báðar gætu virk­ að jafn vel. Niðurstaðan er þá sú að Anton Svavarsson er afskaplega lofandi kvikmyndagerðarmaður sem hef­ ur mikla tæknilega færni og ferst vel úr hendi að vinna með leikur­ um á öllum aldri. En það væri óskandi ef leikstjórar sem eru að gera sína fyrstu mynd í fullri lengd fengju meiri aðstoð við handritsgerðina, því handritin eru jú sá grunnur sem allt byggir á. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmynd Grafir og bein Handrit og leiksstjórn: Anton Sigurðsson Aðalhlutverk: Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Elvar María Birgisdóttir Sýnd í Laugarásbíó, Smárabíó og Háskólabíó „Líklega er há- punktur myndar- innar þegar þau rífast um græðgina og góð- ærið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.