Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Page 11

Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Page 11
og sterkar háskólagreinar til viðbót- ar. Einkum þar sem til er fólk með meistaragráðu eða meira að baki og getur tekið að sér kennslu. Eg tel að iðjuþjálfunarbraut sé einmitt tíma- bær nú, þegar þetta margir iðjuþjálf- ar hafa lokið, eða eru langt komnir með sína framhaldsmenntun. Það er í raun forsenda þess að byggja upp öfluga háskólakennslu í sterkri deild og grundvöllur fyrir rann- sóknir í iðjuþjálfun, en Ijóst er að slíkt tekur tíma, segir Sigríður. Rétti tíminn Verkefnin eru næg og pað eru margar stöður fyrir iðjuþjálfa sem ekki hefur tekist að manna. Það er alveg Ijóst að á mörgum stofnunum er tregða til þess að auglýsa lausar stöður þegar vitað er að skortur á fólki í starfsstéttinni er mikill. Leynd þörf kemur jafnvel ekki í Ijós vegna fámennis ístéttinni. - Eg tel að nú sé líka rétti tíminn því áherslur í þjóðfélaginu eru breyttar og iðjuþjálfun mun hasla sér völl á nýjum vettvangi í nánustu framtíð. Víða erlendis hefur það jú verið þró- unin að þjónusta iðjuþjálfa færist út í samfélagið í takt við aukna áherslu á forvarnir, hæfingu og endurhæf- ingu þeirra sem búa í samfélaginu. Það er auðvitað tímaskekkja að ástandið sé þannig í dag að í sumum tilvikum þarf að leggja fólk inn á sjúkrastofnanir til þess að það fái notið iðjuþjálfunar. Við verðum að horfast í augu við það að við höfum meiri efni á endurhæfingu og for- vörnum en við höfum sinnt. Slíkt hefur svo margþætt áhrif bæði á ein- staklinginn sjálfan og samfélags- þátttöku hans, það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt fyrir utan að vera mannúðarsjónarmið, segir Sigríður. Kynning Talsverð samkennsla er á milli náms- brautanna tveggja í heilbrigðisdeild og það virðist koma vel út. Það er líka tím- anna tákn að meiri áhersla er lögð á nána samvinnu heilbrigðisstétta. Auk- innar kynningar á iðjuþjálfun er þörf. - Ef grunnurinn að samvinnu er lagð- ur strax í námi þá eru meiri líkur á því að fólk tileinki sér teymisvinnu og virði styrkleika annarra fræði- greina þegar út í störfin er komið. Kynningar á iðjuþjálfun er þörf, það höfum við orðið vör við hér. Við meg- um því ekki sofa á verðinum hvað slíkt varðar. Almenningur þekkir ekki nægilega til starfa iðjuþjálfa enda er þetta fámenn stétt hér á landi. Það þarf því að efla kynningu í fjölmiðlum líkt og ýmsar aðrar stéttir hafa gert. Góð samvinna við IÞÍ er nauðsynleg varðandi endurmenntun og símenntun. Félagið hefur sinnt ákveðinni menntunarþörf iðjuþjálfa með því að standa fyrir námskeiðum og fræðslu af ýmsu tagi. Háskólinn á Akureyri hefur ákveðnum skyldum að gegna hvað þetta varðar. Ein hug- Dr. Sigríöur Halldórsdóttir á skrifstofu sinni aö Þingvallastræti. IÐJUÞJÁLFINN 2/97 IX

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.