Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Page 15
indi, en þar er áherslan á að útskýra
iðju í breiðum skilningi. Iðjuvísindi
eru grunnvísindi, sem skila hagnýtu
gildi sínu til iðjuþjálfunar vegna þess
að þau veita upplýsingar um iðju
mannsins og láta sig varða röskun á
færni fólks til að velja og stunda iðju.
Iðjuþjálfun nútímans byggir á vís-
indalegum grunni sem á sér rætur í
viðhorfum iðjuþjálfa fyrri tíma (Clark
& Larson, 1993). Doktorsprógramm í
iðjuvísindum fékkst viðurkennt við
Suður-Kaliforníu háskólann í Banda-
ríkjunum árið 1989.
Alþjóðasamband iðjuþjálfa var
stofnað 1951 af 10 þjóðlöndum. Nú
eru um 40 þjóðlönd í Alþjóðasam-
bandinu, en hlutverk þess er að stuðla
að alþjóðlegum samskiptum og efla
þróun iðjuþjálfunar, meðal annars
með alheimsráðstefnum á fjögurra
ára fresti. Alþjóðasambandið stendur
vörð um og setur staðla varðandi nám
og þjónustu iðjuþjálfa (Reed, 1993).
Lámarkskröfur sambandsins til
náms eru að námið taki að minnsta
kosti 3 ár, um helmingur námisins
séu iðjuþjálfunargreinar og að verk-
nám sé minnst 1000 tímar (Council
of the World Federation of
Occupational Therapists, 1993).
Iðjuþjálfun á íslandi
Fyrsti íslenski iðjuþjálfinn hóf störf á
Kleppsspítala árið 1945 (Guðrún
Pálmadóttir og Kristjana Fenger,
1990). Nokkrir til viðbótar, einkum
útlendingar voru hér við störf af og
til næstu 30 árin, en 1974 fóru að bæt-
ast íslendingar í hópinn. Arið 1976
var hér 10 manna hópur, Islendinga
og útlendinga, sem stofnaði Iðju-
þjálfafélag íslands. Fyrsta verkefni
félagsins var að fá samþykkt lög um
iðjuþjálfun á Alþingi til verndar
starfsheitinu iðjuþjálfi árið 1977. Iðju-
þjálfafélag íslands hefur frá upphafi
tekið virkan þátt í norrænu samstarfi
iðjuþjálfafélaga og gerðist strax aðili að
Alþjóðasambandi iðjuþjálfa (Guðrún
Pálmadóttir, 1996). Það er einnig aðili
að Evrópubandalagi iðjuþjálfa síðan
1989. Frá því 1982 hefur iðjuþjálfafé-
lagið gefið út sitt eigið fagtímarit - Iðju-
þjálfann.
Iðjuþjálfum á Islandi hefur fjölgað
nokkuð jafnt og þétt í gegnum árin
(sjá 1. mynd). Að meðaltali erfjölgun-
in tveir til þrír iðjuþjálfar á ári sem
skila sér til starfa (Guðrún Pálma-
dóttir, 1996). Eins og í öðrum stéttum
eru aldrei allir í starfi í einu. Núna
eru 84 iðjuþjálfar á íslandi, en sam-
kvæmt síðustu símaskrá iðjuþjálfafé-
lagsins starfa 71 þeirra við fagið og
þar af aðeins 10 utan höfuðborgar-
svæðisins (Iðjuþjálfafélag íslands,
1997). Einnig er nokkuð um að fólk
hafi ekki skilað sér heim að námi
loknu.
Iðjuþjálfar hér á landi eru mjög
skammt á veg komnir hvað varðar
fjölbreytni í starfsvettvangi (Guðrún
Pálmadóttir, 1996). Eins og sést á 2.
Fjöldi starfandi iðjuþjálfa
1975 -1997
1975 8
1980 15
1985 34
1990 57
1995 63
1997 71
1. mynd
mynd þá starfar meginhluti iðjuþjálfa
innan hefðbundinna stofnana. Hér er
átt við almenn sjúkrahús og endur-
hæfingarstöðvar þar sem skjólstæð-
ingar eru innlagðir eða fá þjónustu frá
göngudeild. Þetta er mjög frábrugt®
því sem gerist hjá nágrannaþjóðum,
en í Danmörku starfar um helmingur
allra iðjuþjálfa utan stofnana (Guðrún
Pálmadóttir og Snæfríður Þóra Egil-
son, 1996). Það er þó sýnileg breyting
hér hjá okkur, því síðustu tvö árin
hefur fjölgað verulega þeim iðjuþjálf-
um er starfa á vegum svæðisstjórna
1975 19!« 1985 199« 1995 1997
UNOANFARNA TVO
ÁRATUGI HAFA IfiJU-
ÞJÁLFAR VERIÐ AÐ
ENDURSKOÐA VIÐ-
HORF SITTTILIÐJU.
ÞEIR FÓRU AÐ SKRIFA,
GERA RANNSÓKNIR OG
ÞRÓA KENNINGAR OG
Á ÞANN HÁTT HEFUR
ÞEIM TEKIST AÐ
SANNA GILDI HINNA
UPPRUNALEGU VIÐ-
HORFA OG AÐFERÐA í
IÐJUÞJÁLFUN ÁN ÞESS
AÐ MISSA NIÐUR ALLA
ÞÁ ÞEKKINGU OG
REYNSLU SEM STÉTT-
IN ÖÐLAÐIST
Á TÍMUM SMÆTTAR-
HYGGJUNNAR
IÐJUÞJÁLFINN 2/97 15