Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Síða 16

Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Síða 16
Starfsvettvangur iðjuþjálfa 1975 -1997 □ Almenn sjúkrahús - innlagðir ■ Endurhæfíngarstöðvar - innlagðir/göngud. ■ Skólar og vinnustaöir fatlaðra □ Svæðisstjórnir og svcitarfélög ■ Hjálpartækjastöðvar og -fyrirtæki ■ Annað i I Jk n 1. i- L „Éi 1975 1980 1985 1990 1995 1997 2. mynd HIN flUKNfl ÁHERSLA Á FORVARNIR OG HEILSU- EFLINGU SKAPAR LÍKA FLEIRIVIÐFANGSEFNI FYRIR IÐJUÞJÁLFA. SAMANBORIÐ VIÐ NÁ- GRANNAÞJÓÐIR ER ÍS- LAND LANGT Á EFTIR HVAÐ VARÐAR FJÖLDA IÐJUÞJÁLFA Á HVERJA 100 ÞÚSUND ÍBÚA. og sveitarfélaga (Iðjuþjálfafélag ís- lands, 1997). Það er á þessum sviðum sem við sjáum fram á örustu fjölgun- ina í komandi framtíð í tengslum við heimaþjónustu og skólakerfið. Eins og staðan er í dag þarf fólk helst að leggjast inn á stofnun til að komast í tengsl við iðjuþjálfa. Einnig hvað varðar starfssvið er iðjuþjálfun á Islandi mjög einhæf (Guðrún Pálmadóttir, 1996). 3. mynd sýnir að langflestir iðjuþjálfar starfa með fullorðnum skjólstæðingum sem eiga við líkamlega erfiðleika að etja. Mjög fáir vinna með börnum, en til samanburðar má geta þess að I Bandaríkjunum vinnur um þriðjung- ur iðjuþjálfa á því sviði (Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þóra Egil- son, 1996). Iðjuþjálfum sem starfa með fólki, er býr við geðræna erfið- leika hefur meira að segja fækkað síð- Starfssvið iðjuþjálfa 1975 -1997 1975 1980 1985 1990 1995 1997 □ Börn ■ Fullorðnir líkaml. ■ Fullorðnir geðr. □ Aldraðir M Blandaður aldur 3. mynd ustu 10 árin. Við vitum að það er mildll skortur á iðjuþjálfum á íslandi. Þetta þýðir samt eldd að það séu lausar stöður fyrir iðju- þjálfa úti um allt. Stöður verða venju- lega ekld til fyrr en vitað er að fyrir lrendi sé starfskraftur til að fylla upp í þær. Hins vegar blasa verkefnin við alls staðar. Þjóðfélagsbreytingar og breytt viðhorf og áherslur í heilbrigð- is- og félagsþjónustu kalla í ríkari mæli eftir þjónustu iðjuþjálfa. Þessi viðhorf varða sjálfræði og jafnrétti (Townsend & Brintnell, 1997). í dag er stefnt að því að aldraðir, sjúkir og fatlaðir eigi þess kost að búa sem lengst á eigin heimili og taka virkan þátt í samfélaginu þó starfsorka þeirra sé skert (Stjórnartíðindi, 1989 og 1991). Hin aukna áhersla á for- varnir og heilsueflingu skapar líka fleiri viðfangsefni fyrir iðjuþjálfa (Townsend & Brintnell, 1997). Sam- anborið við nágrannaþjóðir er Island langt á eftir hvað varðar fjölda iðju- þjálfa á hverja 100 þúsund íbúa. I Danmörku þar sem þessi tala er um 70 er enn þá verulegur skortur á iðju- þjálfum og skólarnir hafa nýlega aukið við nemendakvóta sína (Committee of Occupational Ther- apists for the European Comm- unities, 1997). Sambærileg tala fyrir Svíþjóð er 67, en 31 fyrir Island. Þar til nú hafa íslenskir iðjuþjálfar orðið að sækja menntun sína út fyrir land- steinana (Guðrún Pálmadóttir, 1996). Eins og sjá má á 4. mynd hafa lang- flestir numið á Norðurlöndum, emk- anlega í Danmörku, en af 68 iðjuþjálf- um í árslok 1995 höfðu 42 lært þar. Þetta hefur vissulega skapað fjöl- breytni í stéttinni, en ókostirnir eru þó margfalt fleiri. Menntun iðjuþjálfa hér á landi hefur ekki verið sam- ræmd og þaðan af síður hefur hún miðast við þarfir íslensks samfélags. Af iðjuþjálfaskólum á Norðurlöndun- um eru það aðeins skólar í Svíþjóð sem útskrifa með BS gráðu. Fæstir ís- 16 IÐJUÞJÁLFINN 2/97

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.