Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Qupperneq 18
sem gerir þeim kleift:
• að þróa trausta fagímynd og taka
ábyrgð á eigin fagmennsku og vinnu-
brögðum
• að eiga fagleg samskipti sem stuðla
að gæðaþjónustu fyrir neytendur
• að veita íhlutun sem byggð er á
fræðilegum grunni og í samræmi við
þarfir skjólstæðinga, umhverfi þeirra
ogaðstæður
• að taka þátt í endurmenntun, rann-
sóknum og gæðamati er stuðlar að
þróun iðjuþjálfunar sem fræðigreinar
(Elsa B. Friðfinnsdóttir og félagar,
1997).
Nám í iðjuþjálfun við Háskólann á
Akureyri tekur fjögur ár. Námið er
120 námseiningar og skiptist í fjóra
meginþætti; raunvísindi, félagsvís-
indi, heilbrigðisvísindi og iðjuvísindi
(5. mynd).
1. Raunvísindi eru 22 námseiningar,
þar sem nemendur öðlast þekkingu á
uppbyggingu og starfsemi manns-
líkamans og læra að beita tölfræðileg-
um aðferðum við rannsóknir.
2. Félagsvísindi eru einnig 22 náms-
einingar, þar sem nemendur fá þekk-
ingu á siðfræði, sálarfræði, félagsfræði,
þroskafræðum, stjórnun og aðferða-
fræði félagsvísindanna.
3. Heilbrigðisvísindi eru 10 námsein-
ingar, en þar öðlast nemendur þekk-
ingu á eðli sjúkdóma og annarra fyr-
irbæra er ógna andlegri og líkam-
legri heilsu. Einnig kynnist þeir þar
ýmsum þeim aðferðum sem beitt er í
heilbrigðisþjónustu til forvarna,
lækninga og heilsueflingar.
Námsþættir
Raunvísindi
- líffærafræöi (9)
- lífeölisfræði (6)
- hreyfingafræöi (3)
- töl- og aðferðaf. (4)
Félagsvísindi
- heimspeki (3)
- sálfræði (5)
- félagsfræði (4)
- þroskafræði (6)
- aðfcrðafræði (2)
- stjórnun (2)
Heilbrigðisvísindi
- mcinafræöi (2)
- sjúkdómafræði (6)
- heilbrigðisfræðsla (2)
Iðjuvísindi
- fræðigrunnur (6)
- iðja (12)
- íhlutun iðjuþjálfa (26)
- verknám (13)
- rannsóknir (9)
4. Iðjuvísindi eru 66 námseiningar, en
markmið þeirrar kennslu er að nem-
endur öðlist víðtæka þekkingu á iðju
mannsins og þeirri hugmyndafræði
og kenningum er íhlutun iðjuþjálfa
grundvallast á. Einnig að nemendur
nái valdi á starfsaðferðum iðjuþjálhm-
ar í þeim tilgangi að efla iðju skjólstæð-
inga sinna. Þá er lögð áhersla á þátt-
töku nemenda í þróun og rannsókn-
um er tengjast iðjuþjálfun.
Að sjálfsögðu er skörun milli þess-
ara meginþátta, ekki hvað síst milli
iðjuvísinda og heilbrigðisvísinda.
Gert er ráð fyrir að unnt verði að sam-
kenna um 30 námseiningar með
nemum í hjúkrunarfræði (Elsa B. Frið-
finnsdóttir og félagar, 1997).
Við skipulagningu á ferli námsins
var notað líkan þróað 1995 af Gail
Hills Maguire, Guðrúnu Pálmadóttur
og Snæfríði Þóru Egilson (Elsa B. Frið-
finnsdóttir og félagar, 1997). Námið
er þannig byggt upp að vægi stoð-
greina, sérstaklega raunvísinda og
félagsvísinda, er mest fyrstu tvö árin
meðan nemendur eru að byggja upp
staðgóða þekkingu á manninum og
tilveru hans (6. mynd).
A sama tíma byrja nemendur að
læra um iðju mannsins og samspil
iðju, manns og umhverfis. A síðari
hluta 2. árs og á 3. ári fara nemendur
að fást við viðfangsefni þar sem fæmi
mannsins til daglegrar iðju er skert
og eftir það vex vægi iðjuþjálfunar-
greina mjög og á síðasta árinu eru
iðjuvísindin alls ráðandi. Verknám,
sem er innifalið í iðjuvísindunum, er í
allt 25 vikur; 4 vikur í upphafi 3. árs,
10 vikur á haustönn 4. árs og 11 vik-
ur á vorönn 4. árs.
Tímamót
Nám í iðjuþjálfun er hafið við heil-
brigðisdeild Háskólans á Akureyri.
Nú í haust innrituðust 32 nemendur,
en aðeins 15 þeirra öðlast réttindi til
að halda áfram námi á vorönn að
loknum samkeppnisprófum í des-
ember (Elsa B. Friðfinnsdóttir og fé-
lagar, 1997). Fjöldatakmörkunum í