Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Qupperneq 22
bandaríski kenningasmiðurinn Gary
Kielhofner (1995) um innra skipulag
mannsins og nefnir í því sambandi
þrjár leiðir eða kerfi til að greina og
skilja iðju og atferli í daglegu lífi.
Hlutverk viljakerfisins er, eins og
nafnið felur í sér, að velja þá iðju sem
fólk vill eða þarf að takast á við. Inn í
það spilar vitund um eigin færni og
takmarkanir, hvemig beri að stjórna
eigin atferli og stefna að settu marki.
Réttlætiskennd, áhugi, gildismat og
val eru allt þættir sem falla undir
þetta kerfi.
Við noturn vanakerfið til að koma
hvers kyns iðju fyrir í dagsins önn,
flokka hana og skipuleggja. Fólk er
yfirleitt ótrúlega sjálfu sér sam-
kvæmt í því hvað, hvenær og hvern-
ig það gerir hlutina. Þessi venju-
myndun er tilhneiging til að skapa
ákveðið hegðunarmynstur sem skilar
árangri. Venjur draga úr áreynslu,
þannig að fólk getur jafnvel gert
margt í einu. Venjur gefa lífi þess
reglufestu og skipulag og stjórna
því hvernig það skipuleggur dag-
legt líf, vikur, árstíðir og umhverfi í
víðasta skilningi.
Hæfnikerfið, tekur síðan til þeirra
eiginleika, andlegra og líkamlegra,
sem nauðsynlegir eru til að fram-
kvæma. Það ræður úrslitum um
hvernig fólk tekst á við iðju og hver
útkoman verður.
Sérkenni iðju
Drögum nú saman helstu sérkenni
iðju, eins og þau eru sett fram í nýtút-
komnu riti kanadíska iðjuþjálfafélags-
ins (Law, Polatajko, Baptiste og Town-
send, 1997):
• Iðja er ein af grunnþörfum
mannsins
Hugmyndin um að iðja sé lífsnauð-
syn tengist þróun fagsins í byrjun
þessarar aldar. Heimspekingurinn
Dunton, einn af frumkvöðlum iðju-
þjálfunar, staðhæfði að það að hafa
eitthvað fyrir stafni væri jafn mikil-
vægt hverjum manni eins og að
nærast. Allir menn ættu að stunda
iðju af líkamlegum og andlegum
toga og sem þeir kunna að meta.
Fólk tekst á við fjölbreytta iðju á lífs-
leiðinni og auðveldar hún því að
skipuleggja atferli, tíma og fá útrás
fyrir mismunandi þarfir. Iðja okkar
gerir okkur að því sem við erum!
• Iðja hefur áhrif á heiisu
Heilsa er annað og meira en það að
vera „ekki veikur" og heilsa er háð
því sem fólk hefur fyrir stafni. Iðju-
þjálfar beina sjónum sínum að
tengslum þar á milli. Sjúkdómar,
slys og áföll af ýmsu tagi koma oft í
veg fyrir að fólk geti stundað sína
hefðbundnu iðju. Það getur aftur
leitt til enn víðtækari áhrifa á
heilsufar, þannig að eins konar víta-
hringur myndast. I Alma Alta-
stefnuyfirlýsingunni frá WHO,
heilsa fyrir alla árið 2000, er vikið að
mikilvægi þess að fólk fái grunn-
þörfum sínum fullnægt. Þrátt fyrir
að orðið iðja sé ekki notað beint í
þessu sambandi, má lesa út úr yfir-
lýsingunni að heilsa fólks sé háð því
að það geti stundað iðju sem veiti
þýðingu og tilgang og í krafti henn-
ar öðlast húsaskjól, atvinnu, samfé-
lag og notið lífsins.
• Iðja gefur þýðingu og tilgang.
Iðja gefur lífinu gildi. Hér erum við
að tala um huglæga upplifun sem
byggir mest á fyrri reynslu og til-
finningum hvers og eins, það sem
er mikilvægt fyrir hvern og einn.
Iðja hefur einnig tilgang og tengist
hann oft væntingum og framtíðar-
markmiðum. Þetta tvennt kann
sumum að finnast nátengt, en það
er þó ekki eitt og hið sama. Að keyra
bíl til vinnu hefur greinilegan til-
gang fyrir flesta. Unglingur sem er
nýbúinn að fá bílpróf fær þó annað
22 IÐJUÞJÁLFINN 2/97