Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Side 32

Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Side 32
„Sýn iðjuþjálfa er skjólstædingsmiduö “ Barbara O’Shea, prófessor tekin tali Viðhorfsbreyting Bnrbarn segir aðstæður á austurströnd Knndada um margt líkar pvísem gerist á íslandi. Byggðarlög eru dreifð og sums staðar afar strjálbýlt. Iðjuþjálfar par starfi pví við ólíkar aðstæður ýmist í þéttbýli eða í fámennum byggðum. Á námskeiðinu fjall- aði Barbara um pá fræðasýn sem námið í Dalhousie byggist á og nálgun sem kennd er við skjólstæðings- miðaða iðjuþjálfun. - Við uppbyggingu námsbrautarinnar í Dalhousie, gafst tækifæri til þess að skipuleggja námið út frá þeirri hug- myndafræði er tekur mið af líkaninu um iðju mannsins. Þetta var mikil breyting frá þeirri nálgun sem algeng var á þessum tíma og byggði á hugmyndum læknisfræðinnar. A5- alinntakið var færni og virkni við iðju en einnig var hefðbundin kennsla m.a. í sjúkdómafræði. Þrátt fyrir að okkur tækist nokkuð vel að fjalla um viðfangsefni iðjuþjálfunar á þennan hátt, þá bar kennslan keim af lækn- Á haustdögum hafði Bar- bara O’Shea viödvöl hér á landi, en hún hefur starfaö sem brautarstjóri iöjuþjálfunarbrautar viö Dalhousie University í Halifax í Nova Scotia í Kanada frá upphafi. Námiö fór af staö fyrir sautján árum og aö undan förnu hefur Barbara, ásamt samstarfsfólki sínu unniö aö undirbúningi meistara- náms fyrir iöjuþjálfa viö sama há- skóla. Það er skipulagt sem fjarnám og hefur göngu sína haustið 1998. Barbara haföi viödvöl hér á landi í september síöast liönum og hélt námskeiö fyrir islenska iöjuþjálfa. Hún heimsótti auk þess Háskólann á Akureyri og veitti þar ráögjöf vegna nýstofnaörar iöjuþjálfunarbrautar. isfræðilegri nálgun. Við vorum því oft að breyta tilhögun námsins sem þró- aðist smám saman. Námið var skipu- lagt, þá einkum verknámið í sam- vinnu við iðjuþjálfa sem störfuðu á svæðinu. Tilhögun þess og breyttar áherslur í faginu kröfðust vissulega viðhorfsbreytinga innan starfsgrein- arinnar og framan af voru skoðanir skiptar. Ég held þó að okkur hafi tek- ist vel til og samvinna, við starfandi iðjuþjálfa á svæðinu hefur dafnað mjög með árunum. Það er afar mikil- vægt að góð tengsl séu á milli skóla af þessu tagi og iðjuþjálfa sem starfa úti í samfélaginu. Ég álít það frekar styrk en veikleika að íslenskir iðju- þjálfar eru fámennur hópur. Boðleiðir eru einfaldar og samvinna náin. Iðju- þjálfar hér eru virkir í félagsstarfi og hafa náð ótrúlega langt í þróun iðju- þjálfunar bæði sem fræðigreinar og starfsgreinar á íslandi. Merkilegir áfangar hafa náðst, það sýnir m.a. ný- stofnuð námsbraut og útgáfa ritsins um íðorð í iðjuþjálfun. Slík vinna er að mörgu leyti lengra komin hér en víða erlendis. Samræmdur íðorðaforði er afar mikilvægur fyrir alla faglega þróun og hornsteinn fræðigreinar- innar, segir Barbara. Skjólstæðingsmiðuð iðjuþjálfun. í iðjupjálfun hefurfrá upphafi verið tekið mið af pörfum skjólstæðingsins og hann 32 IÐJUÞJÁLFINN 2/97

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.