Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Blaðsíða 7
sinriti einnig ritnefndarstörfum á þess-
um árum.
-Eg var afar skyldurækinn nemandi
og passaði mig á að vera ekki mikið
öðruvísi en allir hinir. Var að hugsa um
að fara í nám í lögfræði eða hagfræði.
Námsráðgjafi benti mér á iðjuþjálfun, en
þá hafði ég aldrei heyrt fagsins getið. Ég
flutti suður eftir stúdentspróf 1982 og fór
að vinna á verkfræðistofu sem ritari og
við ýmis önnur störf. Mig langaði að
kynnast starfi iðjuþjálfa og prófa að vinna
með þeim. Ég réði mig sem aðstoðar-
mann iðjuþjálfa á Reykjalundi og vann
þar í ár. Síðan fluttist ég til Danmerkur og
hóf nám í iðjuþjálfun árið 1985. Það var
fjölbreytnin í faginu sem heillaði mig
mest. Iðjuþjálfarnir á Reykjalundi nýttu
sér mismunandi aðstæður og mér fannst
spennandi hvernig fjölbreytt verkefni
kölluðu á mismunandi hæfileika. I iðju-
þjálfun ertu í snertingu við fólk en líka
við svo margt annað. Það reynir á hæfi-
leika þína sem manneskju. Þú þarft að
þekkja sjálfan þig vel til að vera góður
fagmaður og geta nýtt margar mismun-
andi hliðar ef þú ætlar að þróa þig í starfi.
Fjölbreytnin gerir það að verkum að hægt
er að fara inn á svo ótrúlega ólík svið,
segir Kristín.
- Námsárin í Danmörku voru ánægju-
leg þótt skólinn svaraði ekki alltaf vænt-
ingum mínum. Mér finnst stundum, þeg-
ar ég ber það saman við námið hér heima
að það sé himinn og haf á milli. Það er
meiri fagmennska í vinnubrögðum kenn-
ara við námsbrautina hér og mun skýrari
kröfur gerðar til nemenda. Skólarnir úti
eru í mikilli klemmu þar sem námið tekur
einungis þrjú ár og reynt er að koma öllu
mögulegu fyrir á þessum skamma tíma.
Það var jú margt gott sem ég lærði en líka
mjög margt sem ég átti eftir ólært þegar
námi lauk. Eins finnst mér ófullnægjandi
að vera ekki með BS gráðu þar sem að
Hún hefði opnað miklu fleiri leiðir, hvort
sem maður hefði svo valið að halda
áfram í iðjuþjálfun eða einhverju öðru.
Persónulega langar mig dálítið til að læra
meira um skipulag og stjórnun í heil-
brigðis- og félagsþjónustu, segir Kristín.
- Ég tek þátt í rannsóknarverkefni í
tengslum við starf mitt og finn að gott
væri til dæmis að vita meira um hvemig
rannsókn er sett upp og hvernig árangur
er mældur. Yfirleitt kemur maður nýj-
Við verðum að koma sjónarmiðum
okkar á framfæri og hafa áhrif á
þróun þjónustu innan heilbrigðis-
kerfisins og víðar. Mér finnst þetta
allt mjög spennandi.
ungum í gegn með því að fá að prófa.
Nauðsynlegt er að geta sannað gildi þess
sem maður gerir og sett það fram þannig
að aðrir skilji. Það er mikið framfaraskref
að nú er hægt að læra iðjuþjálfun hér á
landi. Ég tel að það sé kostur að iðjuþjálf-
un er kennd í skóla sem er ekki stærri en
Háskólinn á Akureyri. Þar að auki er
námsbrautin einungis önnur tveggja í
heilbrigðisdeildinni sem gerir það að
verkum að við höfum meiri möguleika á
að móta í kringum okkur. Þess vegna er
brautin jafn góð og raun ber vitni. Það
var skilningur fyrir því að þeir sem mót-
uðu deildina fengju að skapa henni þann
ramma sem hún þurfti. Til dæmis það að
gengið er út frá iðjuvísindum sem er ekki
mjög víða í heiminum. Iðjuþjálfarnir sem
starfa við námsbrautina hafa unnið alveg
geysilega fínt starf. Ég hef heyrt það víða
frá þeim sem til þekkja, bæði í skólanum
og frá fólki sem þekkir til vinnu þeirra að
vandað sé til verka, brautinni og faginu
til mikils sóma, segir Kristín stolt á svip.
Starfsferill
Kristín útskrifaðist frá Iðjuþjálfaskólan-
um í Kaupmannahöfn árið 1988 og flutt-
ist þá aftur heim til íslands. Hún hóf störf
á geðdeild Landsspítalans. Eftir að hafa
unnið þar í eitt ár flutti hún til Akureyrar
og starfaði sem iðjuþjálfi á geðdeild
Fjórðungssjúkrahússins næstu sjö árin.
- Ég hafði hugsað mér að vera lengur á
vinnustað þar sem fleiri iðjuþjálfa störf-
uðu, því mig vantaði bakgrunn enda ný-
komin úr námi. Manninum mínum
bauðst spennandi starf fyrir norðan og
því varð úr að við fluttum hingað aftur. Á
geðdeild Fjórðungssjúkrahússins hafði
aldrei starfað iðjuþjálfi en af því að ég
vissi að ég fengi stuðning frá kollegum
mínum á Landspítalanum þá ákvað ég að
prófa. Eftir sjö ár fannst mér ég vera búin
að fá nóg af því sviði í bili og kannski líka
af því að nota þá hlið af sjálfri mér sem
iðjuþjálfi. Þegar ég kom norður var einn
iðjuþjálfi starfandi á Akureyri, Kristín
Tómasdóttir. Síðan bættist smám saman
við hópinn og það breytti miklu fyrir
okkur iðjuþjálfa hér að vera orðinn að-
eins stærri hópur, segir Kristín.
Kristín starfar nú við verkefni sem
snýr að flutningi á þjónustu frá ríki til
sveitarfélaga sem tengist það því að Ak-
ureyrarbær er reynslusveitarfélag.
- Eins og nafnið ber með sér er verið að
safna ákveðinni reynslu og finna kost og
löst á því að flytja verkefni á milli ríkis og
sveitarfélaga. Það stendur meðal annars til
að færa þjónustu við fatlaða sem nú er á
hendi Svæðisskrifstofa yfir til sveitarfélag-
anna. Verkefni sem tengjast reynslusveit-
arfélögum eru á ýmsum sviðum og við
erum nokkrir iðjuþjálfar sem störfum við
slík verkefni. Þau reynsluverkefni sem ég
hef komið að tengjast öldrunarþjónustu,
heilsugæslu og þjónustu við fatlaða. Akur-
eyrarbær fær til sín ákveðið fjármagn ár-
lega og hefur svolítið svigrúm til þess að
breyta og samræma þjónustu með það að
markmiði að bæta hana og nýta fjármuni
betur.
Breyttar áherslur
Aukin áhersla er lögð á að færa þjónust-
una enn frekar út í samfélagið og mæta
þannig þeirri þörf sem búast má við til
dæmis með auknum fjölda aldraðra og
þeim verkefnum sem fylgja málefnum
fatlaðra.
- Þegar ég byrjaði að vinna hjá Akur-
eyrarbæ fyrir 3 V2 ári síðan var verksvið
mitt aðallega í heimaþjónustunni. Eitt af
stóru verkefnunum sem ráðast átti í var
að samhæfa þjónustu frá mismunandi
stofnunum sem veittu ýmis konar heima-
þjónustu. Þetta voru öldrunardeild, Fé-
lagsmálastofnun, Svæðisskrifstofa og
heilsugæsla. Svona endurskipulagning
hefur auðvitað í för með sér heilmiklar
breytingar, bæði fyrir starfsmenn og
skjólstæðinga. Þróunin varð sú að ég fór
að stýra þessum breytingum. Ég hef líka
unnið að öðrum verkefnum eins og í
fagteymi fyrir sambýli sem ætlað er fólki
með heilabilun. Þar höfum við unnið að
stefnumótun og skipulagningu á starf-
seminni. Núna er ég að vinna að því að
undirbúa nýja dagvist fyrir aldraða og
svo erum við á fullu við að undirbúa svo
nefndar „fyrirbyggjandi heimsóknir" til
aldraðra sem munu standa þeim til boða
um mitt þetta ár. Þetta er mjög spennandi
verkefni og alveg upplagður starfsvett-
vangur iðjuþjálfa, enda munu þessar
IÐJUÞJÁLFINN 1/2000 7