Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Blaðsíða 18

Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Blaðsíða 18
 Vinstri (n = 23) Hægri (n = 19) NSIS Tíðni % Tíðni % X2 p-gildi Tjáskipti Wemicke's aphasia 7 30.4 0 0 6.70 .008 Anomia 5 21.7 0 0 4.69 .030 Broca's aphasia 6 26.1 0 0 5.78 .016 p < 0.05 5. mynd. Taflan sýnir mismun á færni einstaklinga með skaða í vinstra eða hægra heilahveli reiknaðan með Chi-Square vinstra heilahveli. Auk þess greindi A-ONE á milli skertrar hreyfigetu í hægri og vinstri lík- amshelmingi, hreyfiverkstols og gaum- stols á eigin líkama á NSIS kvarðanum. Þessar niðurstöður samræmast einnig kenningum um sérhæfingu heilahvel- anna eins og getið var um hér að ofan. Það er almennt viðurkennt að hægra heilahvelið sé ríkjandi hvað varðar at- hygli á umhverfið og sjálfan sig, þess vegna er gaumstol til vinstri, vegna skaða í hægra heilahveli mun algengara en gaumstol til hægri sem stafar af skaða í vinstra heilahveli (Guðrún Arnadóttir, 1990,1998; McKeough, 1996). Samkvæmt Guðrúnu Árnadóttur (1990, 1998) er verkstol oftast tengt skaða í vinstra heila- hveli. Takmarkanir og styrkleikar Velta má fyrir sér takmörkunum rann- sóknarinnar. Ein af þeim er sú að þrátt fyrir að boðið væri upp á upprifjunar- tíma, áður en rannsóknin hófst var ekki hægt að gera ráð fyrir því að þannig væri hægt að koma í veg fyrir hugsanleg mis- tök í greiningu á röskun á taugaatferli. Það að fimm iðjuþjálfar tóku þátt í gagna- söfnuninni ýtir undir mismun og lægri áreiðanleika á milli iðjuþjálfa (inter-rater reliability). Einn liður í að bæta þessa annmarka rannsóknarinnar væri að kanna áreiðanleika (inter-rater reliability) á milli iðjuþjálfa áður en farið er að safna gögnum fyrir aðra rannsókn af svipuðum toga. Þannig væri hægt að ganga úr skugga um hversu sammála iðjuþjálfar eru um sjálfsbjargargetu og röskun á taugaatferli einstaklinga sem fengið hafa heilablóðfall. Einnig er æskilegt að hafa stærra úrtak svo betur sé hægt að alhæfa niðurstöðumar. Það sem eykur áreiðanleika rannsókn- arinnar er að svipaðar niðurstöður feng- ust úr þessari rannsókn og öðrum rann- sóknum sem getið er um í heimildum. Sýnt var fram á að A-ONE mælitækið greinir tengsl á milli færni við daglegar athafnir og röskunar á taugaatferli í kjöl- far heilablóðfalls. Einnig kom fram að A- ONE greinir á milli færni einstaklinga sem fengið hafa heilablóðfall í hægra eða vinstra heilahveli sem samræmist kenn- ingum um sérhæfingu heilahvelanna. Samfara niðurskurði í heilbrigðiskerfinu undanfarin ár er mikilvægt fyrir iðju- þjálfa að sýna fram á árangur við íhlutun með notkun réttmætra og áreiðanlegra matstækja. A-ONE er mælitæki sem er hentugt til notkunar bæði í rannsóknar- skyni og við hefðbundna athugun iðju- þjálfa á færni skjólstæðinga sinna við at- hafnir daglegs lífs. Höfundur vill koma á framfæri þakklæti til stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur, allra þátttakenda í rann- sókninni og til iðjuþjálfanna þeirra Guð- rúnar Árnadóttur, Ernu Magnúsdóttur, Kolbrúnar Héðinsdóttur, Lillý H. Sverris- dóttur og Sigrúnar Ólafsdóttur, fyrir að- stoð þeirra við rannsóknina. Summary • Introduction: Stroke can cause a variety of neurobehavioral impariments (i.e. cognitive, perceptual and motor def- icits). These neurobehavioral dysfunct- ions may have a negative effect on the performance of activities of daily liv- ing (ADL). The purpose of this study was to examine the relationships between the ability to perform acti- vities of daily living tasks and neuro- behavioral impairments as a result of cerebrovascular accident (CVA), and whether there was a difference in per- formance between right and left hem- isphere damage. Understanding of these relationships enables occupation- al therapists to plan individualized tr- eatment programs. • Methods: Data was gathered on 42 indi- viduals, 18 (42.9%) women and 24 (51.1%) men who had sustained right or left CVA. Mean age was 70.64 years (SD = 9.05 years), ranging from 45 to 87 years. The Ámadóttir OT-ADL Ne- urobehavioral Evaluation (A-ONE) was used to ghater data. Spearman Rank Order Correlation Coefficient was used to correlate neurobehavioral and independence items from the different scales of the A-ONE. Mann- Whitney U test was used to discrim- inate between the performance of right and left CVA subjects. • Results: Many significant relationships were found between ADL perfor- mance of the whole sample (42), sub- groups of left (23) and right (19) hem- ispehere CVA and neurobehavioral impairments. Few differences in abili- 18 IÐJUÞJÁLFINN 1/2000

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.