Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Blaðsíða 30
Kanadíska líkanið í iðjuþjálf-
un og tæknileg úrræði
Við ákvörðun á tæknilegum úrræðum
fyrir fatlaða þarf að taka mið af ýmsum
þáttum sem tvinnast saman og hafa inn-
byrðis áhrif. Kanadíska færnilíkanið í
iðjuþjálfun (Law, Polatajko, Baptiste &
Townsend, 1997) hentar vel til útskýring-
ar en það leggur áherslu á samspil ein-
staklings, iðju og umhverfis. Færni
skjólstæðings við iðju er ætíð í
brennidepli. 1. mynd gefur til kynna
gagnvirk áhrif tæknilegra úrræða,
iðju, einstaklings og umhverfis.
• Iðja
Hér er litið til þeirra viðfangsefna
sem skjólstæðingurinn kýs eða
þarf að takast á við og þeirra
markmiða sem hann þarf að ná eða
vill ná. Viðfangsefni eru grundvallar-
atriði þegar verið er að kanna þörf fyr-
ir tæknileg úrræði hvort sem þau
flokkast undir:
Eigin umsjá (að geta séð um sig sjálfur)
Leiki og tómstundaiðju (að njóta lífsins)
Störf (að sjá sér og sínum farborða og
vera nýtur þjóðfélagsþegn)
• Einstaklingur
Það skiptir máli hvort um er að ræða
barn, ungling, fullorðinn, eða aldraðan
einstakling. Einnig þarf að horfa á þau
hlutverk sem hann gegnir því þau
móta að töluverðu leyti þarfir hans og
þar með þörf fyrir tæknileg úrræði.
Inn í þetta fléttast hæfni einstaklingins,
tilfinningaleg, vitræn og líkamleg, en
einnig vilji hans, vani, færni og leikni.
• Lífsandi
Þetta hugtak skírskotar til þess sem
gefur lífinu gildi. Lífsandinn felur í sér
hugsanir, tilfinningar og aðgerðir sem
tengjast þeirri þýðingu sem fólk leggur
í daglegt líf sitt. (CAOT, 1991; Egan &
DeLaat, 1997). Það er ákaflega breyti-
legt hvað hverjum og einum finnst
skipta mestu í lífinu og að sjálfsögðu
ber að taka mið af því þegar tæknileg
úrræði eru annars vegar.
• Umhverfi
Hér er átt við umhverfi í víðum skiln-
ingi og má skipta því femt:
Efnisheimur, sem er hið ytra umhverfi
og felur í sér náttúrulegt umhverfi,
mannvirki, húsgögn, tól og tæki. Að-
gengismál, sem oft kalla á hjálpartæki
til flutnings, falla því undir þennan lið.
Félagslegt umhverfi, sem eru þeir
standa skjólstæðingnum næst, að-
standendur, vinahópur og aðrir sem
hann umgengst reglulega. Þessir hópar
og þau hlutverk sem skjólstæðingur-
inn gegnir innan þeirra, móta að veru-
legu leyti þörf fyrir tæknileg úrræði.
Menningarlegt umhverfi, þ.e. siðir,
viðhorf, venjur, almennt viðurkennt
Þarfir 5 ára telpu, sem ekki kemst um
sjálf vegna þess að hún fæddist með
klofinn hrygg, eru ólíkar þörfum unga
mannsins sem hryggbrotnar og lamast í
bílslysi 18 ára gamall, þrátt fyrir að
bæði séu þau með skaða á mænu og eigi
erfitt með að komast um.
atferli og væntingar til skjólstæðings-
ins. Taka ber mið af þessum þáttum
þegar þjónusta við skjólstæðing er
skipulögð. Gildismat og venjur gefa
einnig til kynna hvemig tækjabúnaður
kann að verða notaður.
Stjórnsýsla, en undir hana fellur þjón-
usta og annað sem háð er lögum og
reglugerðum. Löggjöf og reglur af-
marka þau úrræði sem í boði eru, sem
og möguleika á að fylgja málum eftir.
• Tæknileg úrræði
Cook og Hussey (1996) skilgreina
tæknileg úrræði sem úrval búnaðar,
þjónustu, leiða og aðferða, sem eru
notaðar til að takast á við þau vanda-
mál, sem fólk með fötlun stendur
frammi fyrir, og bæta úr þeim. Til-
gangur tæknilegra úrræða getur verið
býsna ólíkur. Stundum er reynt að
auðvelda einstaklingnum að leysa
viðfangsefni á hefðbundinn hátt.
Dæmi um það er einstaklingur
sem notar göngugrind til að eiga
auðveldara með fara um gang-
andi. í öðrum tilvikum kemur
tæknin í staðinn fyrir hina hefð-
bundnu leið, svo sem þegar fólk
fer allra sinna ferða í rafmagns-
hjólastól. Nokkur greinarmunur
er á áhöldum og almennum búnaði,
sem getur nýst öllum, og hjálpartækj-
um sem eru eingöngu ætluð fólki með
fötlun. Hjálpartæki geta verið bæði al-
menn eða sérútbúin. Dæmi um það
eru annars vegar venjulegir hjólastólar
og hins vegar sérmótaðar sætiseining-
ar á hjólastólastelli.
2. mynd gefur til kynna órjúfanlegt
samspil tæknilegra úrræða, einstaklings,
iðju og umhverfis þegar skoðað er hvort
CAOT, 1997. Þýtt og staðfært af Guðrúnu Pálmadóttur, Kristjönu Fenger, Margréti Sigurðardóttur og Sigriði
Jónsdóttur, 1998 og Snæfriði Þóru Egilson, 1999.
1. mynd. Kanadíska færnilíkanið í iöjuþjálfun og tæknileg úrræði
30 IÐJUÞJÁLFINN 1/2000