Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Blaðsíða 17
Vinstri(n = 23) Hægri(n = 19)
Meðaltal SF Meðaltal SF Z p-gildi
FIS kvarði
Raka sig 2.32 1.46 3.44 0.92 -2.48 .013
Skilningur 3.13 1.29 4.00 0.00 -2.81 .005
Tjá sig 2.74 1.14 3.89 0.32 -3.70 .000
NSIS kvarði
Klœðast/ afklœðast Motor apraxia 1.17 1.27 0.47 1.12 -2.29 .022
Unilat.body neglect 0.39 1.08 1.37 1.42 -2.57 .010
Abnormal tone right 2.22 1.38 0.00 0.00 -5.23 .000
Abnormal tone left 0.00 0.00 2.53 1.61 -5.11 .000
Snyrta sig Motor apraxia 1.61 1.41 0.11 0.32 -3.76 .000
Unilat.body neglect 0.13 0.63 0.84 0.96 -3.04 .002
Abnormal tone right 2.09 1.24 0.00 0.00 -5.27 .000
Abnormal tone left 0.00 0.00 1.53 1.26 -5.12 .000
Flutningur Abnormal tone right 2.09 1.35 0.00 0.00 -4.88 .000
Abnormal tone left 0.00 0.00 2.16 1.42 -5.14 .000
Borða Motor apraxia 0.91 1.20 0.05 0.23 -3.04 .002
Abnormal tone right 1.78 1.24 0.00 0.00 -5.26 .000
Abnormal tone left 0.00 0.00 1.89 1.37 -4.91 .000
p < 0.05
4. mynd. Taflan sýnir mismun á færni einstaklinga með skaða í vinstri eða hægri heilahveli
reiknaðan með Mann-Whitney U prófí
staklinginn hvað hann ætli að taka sér fyr-
ir hendur og hvernig. Slíkt er þó vand-
kvæðum bundið ef einstaklingur er með
málstol (afasia). Huglæg verkgeta felur í
sér hugmyndir um og skipulagningu
framkvæmdar einhverrar athafnar (Guð-
rún Ámadóttir, 1990,1998).
Engin einhlít skýring er á þessum
óvæntu niðurstöðum. Ein skýring gæti
verið sú að iðjuþjálfarnir hafi átt í erfið-
leikum með að greina á milli mismunandi
einkenna. Órtnur skýring gæti verið stað-
setning einkenna vegna röskunar á starf-
semi innan miðtaugakerfisins. Stærð úr-
taksins gæti einnig átt sinn hlut í skýring-
unni. Til þess að iðjuþjálfi geti greint rétt
áhrif einkenna á hegðun, er nauðsynlegt
að hann hafi góða þekkingu á starfsemi
heilans, þar með talið röskun á taugaat-
ferli og staðsetningu innan miðtaugakerf-
isins, klínískri röksemdarfærslu og at-
hafnagreiningu. Einnig er æskilegt að
iðjuþjálfar nýti sér staðsetningartöflur
(handbók með A-ONE mælitækinu, bls.
289-291) til að afla frekari upplýsinga um
hugsanlega staðsetningu röskunar og til
að auðvelda greiningu einkenna sem leiða
af sér svipaða hegðun (Guðrún Ámadótt-
ir, 1990).
Niðurstöður úr annari rannsóknar-
spumingunni styðja ekki 3. tilgátu, um að
einstaklingar með einkenni frá hægra
heilahveli muni hafa skertari færni við
ADL en einstaklingar með skaða í vinstra
heilahveli. Mismunur á milli hópanna
greindist einungis í 3 af þeim 22 athöfnum
sem metnar eru með A-ONE mælitækinu,
þ.e. raka sig/setja á sig krem, skilja mælt
mál og tjá sig með orðum. Einstaklingarn-
ir í hægri heilahvelshópnum þurftu minni
aðstoð eða leiðbeiningar við framkvæmd
þessa athafna (þ.e. hærra meðaltal á FIS
kvarðanum). Það að A-ONE greindi ein-
ungis á milli þriggja verka á FIS kvarðan-
um hjá hópunum tveimur bendir til þess
að einstaklingur þurfi á starfsemi beggja
heilahvela að halda við daglegar athafnir.
Það var við því að búast að A-ONE
greindi á milli fæmi einstaklinganna til að
tjá sig með orðum og skilja mælt mál í
vinstri og hægri heilahvelshópnum, þar
sem málstöðvar eru langoftast staðsettar í
IÐJUÞJÁLFINN 1/2000 17