Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Blaðsíða 9
Kristín ásamt eiginmanni sínum, Hólmkeli Hreinssyni og börnum þeirra
Sveini og Huldu.
að þjóna. Ég varð mjög upp-
rifin þegar kanadíski iðju-
þjálfinn Barbara O'Shea
heimsótti mig í vinnuna og
nefndi að þetta væri einmitt
hluti af þróun fagsins á
heimsvísu. Ég tel að við eig-
um eftir að færa okkur í
auknum mæli út af spítölun-
um og stofnunum. Ég er líka
vongóð um að við færum
okkur út í fyrirtækin. Ekki
bara til að kenna starfsstell-
ingar, þó það verði alltaf
hluti af starfinu heldur
eirrnig til að aðstoða fólk við
breytingar því vinnumarkað-
urinn er sífellt að þróast og
farið er að gera meiri og meiri
kröfur til þess að fólk sé sveigjanlegt.
Þannig þurfum við líka að vera. Kröfur
um sérhæfingu fara minnkandi. Það er
stöðugt verið að breyta í fyrirtækjum,
stofnunum og í kerfinu til að aðlagast æ
hraðari breytingum í samfélaginu. Ég tel
að við getum lagt okkar að mörkum á
þessum vettvangi, segir Kristín.
- í félaginu munum við halda áfram að
skrá betur verklag og annað slíkt.
Kannski ekki síst vegna þess að við þurf-
um að öðlast þá yfirsýn yfir starfsemina
og fagið sem fyrrverandi formaður hefur
haft með sína miklu þekkingu á starfsemi
félagsins, sögu þess og þróun. Ég vil að
við gerum meira af því að kynna iðju-
þjálfun, ekki bara meðal almennings
heldur líka þar sem ákvarðanir eru teknar
um framtíðina. Efla til dæmis samstarf
við ráðuneytin og stjórnvöld almennt
þannig að við komum okkar sjónarmið-
um að. Síðan finnst mér mikilvægt að
skapa félaginu fastan ramma. Hafa að-
stöðu á ákveðnum stað og gögnin okkar í
góðu formi. Búa þarf nefndum félagsins
starfsaðstöðu þannig að þær
finni fyrir því að verið sé
vinna í þessu félagi sem hef-
ur ákveðinn ramma og form.
Ég tel að þetta skipti sérstak-
lega máli þegar félagið
stækkar. Við getum ekki
treyst á það að fólk sé að
vinna sjálfboðavinnu af ein-
hverri óendanlegri tryggð
við félagið eins og gert hefur
verið í gegnum tíðina. Það
verður líka að gerast eitthvað
faglega spennandi í félaginu
auk þess sem það gegnir
ábyrgðarhlutverki sem stétt-
arfélag þar sem haldið er
utan um kjara- og hagsmuna-
mál. Félagsstarfið er mjög
mikilvægt og fjölbreytt verkefni í gangi á
vegum IÞI. Við getum ýmislegt sem félag
sem við getum ekki sem einstaklingar. Ég
vona að við berum gæfu til að rækta inn-
viði félagsins okkar enn betur. Við eigum
að hugsa mikið um það sem við getum
áorkað og það sem við ætlum að gera.
Um leið og það gerist þá opnast okkur
ótal möguleikar, segir Kristín að lokum.
ES/SH
Iðjuþjálfar
óskast á geðdeildir Landspítala.
Um er aö ræöa fastar stöður og afleysingastöður.
Iðjuþjálfar á geðdeildum meta og þjálfa m.a.
færni, áhugahvöt, sjálfsbjargargetu og leiðbeina
um hvaða úrræði henti besttil iðjueflingar.
Meirihluti skjólstæðinga er ungt fólk sem flosnað
hefur upp úr skóla eða vinnu sökum geðsjúkdóma
Iðjuþjálfar vinna í teymi á móttökudeildum,
göngudeild og/eða endurhæfingardeildum og er
boðið upp á faghandleiðslu. Störfin eru fjölbreytt
og bjóða upp á vinnu með reyndari iðjuþjálfum
eða sjálfstætt. Upplagt tækifæri fyrir reynda
iðjuþjálfa að víkka sjóndeildarhringinn og kynna
sér geðheilsueflingu. Vinna á geðdeildum gefur
dýrmæta undirstöðu fyrir sérgreinar innan heil-
brigðisþjónustunnar, almenna heilsueflingu og
faglegan þroska.
Nánari upplýsingar veita: Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðuiðjuþjálfi,
s: 560 1795, ebba@rsp.is Sylviane Pétursson yfiriðjuþjálfi geðd. Lsp.
v/Eiríksgötu, s: 560 1792, sylviane@rsp.is Fanney Karlsdóttir
yfiriðjuþjálfi geðd. Lsp.að Kleppi, s: 560 2580, fbk@rsp.is
IÐJUÞJÁLFINN 1/2000 9