Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Blaðsíða 37
Fréttir af félagsstarfi
Þann 22. maí síöast liðinn var
haldinn félagsfundur á vegum
stjórnar IÞÍ. Vel mætt var á
þennan vorfund félagsins, alls
30 manns. Þaö er áralöng hefö
fyrir því aö halda almenna fé-
lagsfundi vor og haust og eru
þeir yfirleitt vel sóttir. Aö þessu
sinni hittust félagsmenn í fund-
arsal BHM aö Lágmúla 7.
Stjórn stiklaði á stóru
Formaður greindi frá helstu þáttum í
starfi félagsins í vetur. Má þar nefna vel
heppnaðan fulltrúafund þar sem fulltrú-
ar frá nefndum innan IÞÍ mættu. Þetta
var í þriðja sinn sem slíkur fundur er
haldinn. Stjórn kynnti fulltrúum nefnda
tillögur að gerð handbókar og er sú
vinna nú langt á veg komin. Markmiðið
með handbók er að skrá niður verklag og
vinnureglur í því fjölbreytta félagsstarfi
sem fram fer. Formaður greindi einnig
frá húsnæðiskaupum en IÞÍ hefur nú
keypt hluta í húsfélaginu Ásbrú í Lág-
múla. Þetta gerir félaginu kleift að koma
upp skrifstofuaðstöðu með tilheyrandi
tækjum og tólum. Stjórn væntir þess að
nefndir og hópar innan félagsins nýti
húsnæðið vel. Vefsíða félagsins hefur
verið endurbætt og er
enn í mótun en Kristín
formaður hefur haft um-
sjón með því verki. Það
er ljóst að vefsíðan felur í
sér fjölbreytta möguleika
til upplýsingamiðlunar
og ýmsar vangaveltur
eru uppi. Góð umræða
varð á félagsfundinum
um þau mál. Kynnt var
hugmynd um að halda
ráðstefnu árið 2001, þá
verður félagið 25 ára og
fyrstu iðjuþjálfarnir
munu útskrifast frá Iðju-
þjálfunarbraut Háskól-
ans á Akureyri. Undir-
búningsvinna fer af stað
innan skamms og er það
samstarfsverkefni félags-
ins og Iðjuþjálfunar-
brautar. Iðjuþjálfar eru
hvattir til þess að koma hug-
myndum á framfæri og á ráð
stefnu sem þessari gefst tækifæri til að
kynna verkefni og rannsóknir sem bæði
starfandi iðjuþjálfar og nemar í faginu
eru að vinna að.
Af starfi nefnda
Þeir fulltrúar nefnda sem voru á fundin-
um greindu frá helstu tíðindum í starfi.
Kjaranefnd sótti kjararáðstefnu BHM
sem haldin var nú á dögunum. Þar var
farið yfir niðurstöður könnunar um
stofnanasamninga sem gerðir voru í kjöl-
far síðustu kjarasamninga. Samningar
eru lausir nú i haust og á ráðstefnunni
var unnið í hópum þar sem fólk ræddi
áherslur og væntingar varðandi næstu
kjarasamninga. Kjaranefnd áréttar að
trúnaðarmenn eigi að vera á vinnustöð-
um iðjuþjálfa en það er afar misjafnt
hvernig þeim málum er háttað í dag. Rit-
nefnd greindi frá ástæðum þess að útgáfa
Iðjuþjálfans hefur tafist nokkuð, en blað-
ið er á lokastigi í vinnslu og verður í
póstkössum félagsmanna innan tíðar. Til-
kynnt var um stofnun áhugahóps um A-
ONE matsækið og notkun þess í starfi
iðjuþjálfa, en nánari upplýsingar er að
finna hér í blaðinu. Greint var frá verk-
Iðjuþjálfafélag
íslands efni
um þýð-
ingu og stað-
færingu matstsækja á
íslensku, en að því standa tveir nemend-
ur, kennari við Iðjuþjálfunarbraut og
nokkrir iðjuþjálfar þeirra stofnana er
sinna þjónustru við börn og ungmenni.
Fengist hafa styrkir til verkefnisins og
vinna við þýðingu er þegar hafin og mun
verkefnið verða kynnt frekar í faghópi
IÞÍ um iðjuþjálfun barna.
Af öðrum málum
Ingibjörg Jónsdóttir iðjuþjálfi sagði frá
norrænni ráðstefnu um setstöður sem er í
undirbúningi og ráðgert er að halda hana
hér á landi haustið 2001. Ráðstefnan
verður auglýst nánar síðar. Að formleg-
um fundi loknum bauð stjórn fundar-
mönnum að þiggja veitingar í nýju skrif-
stofuhúsnæði félagsins sem er á 2. hæð í
Lágmúlanum. Þar er nú góð vinnu- og
fundaraðstaða fyrir stjórn, nefndir og
starfshópa IÞÍ. Unnið er að því að flytja
starfsemi og gögn félagsins að mestu
leyti í þetta nýja húsnæði.
ÞL
Iðjuj^jáJfaféJa^sJaads
Li|mú1a7, ÍCS' Reyi:javík. Porthotf SS45, 12$ Riyltjavik. S.mar: SSS188S og 4Í2 2SCS
• Á döfiimi í starfi félagsin3
• Fréttir af starfi rtefnda og starfshópa
• Nýtt af nálirmi frá vinnustDSum iðjuþjálfa
• Onnurmál
í lok fundar býður stjóm upp á veitingar í nýju skrifstofuhúsnæði á 2. hæð .
Fjölmennum á þennan vorfund félagsins
Stjóm Iðjuþjálfaíélags íslands
M*w 2000
IÞÍ er flutt í eigið húsnæði
í fcbzúailokfluUi It>í gögníínog vezaldlegaz eiguz í nýja
skzifstofu í Láímúla 7. Þetta ei xúmgóð skiifstofa á 2. haeð.
Félagið áhelminginnaíbexbezginu í móti BHM. Unnið ex að
þvi aðkomaþax upp góðxi aðstöðufyxix staxfsemi félagsins.
Siminnex: 5881885.
Saga IÞI
Hope Knútssonhefuxboðisttil aðhalda áfxamað vexa
söguxitaxi félagsins, þ.e. safna samanþví efni.bæði texta og
rryndum, semtengistiðji4»jálfunog iðji4»jálfumá íslandi.
Félagax exubeðnix að vexa duglegix að látahana vita afþví sem
bixtisti fjölmiðlum Hetfangiðhennax exhopeful@islandia.is
Spennandi smnarnámskeiá 4 vegum fræðslunefndar
lestu meira...
Ráðstefna í Reykjavík
15Uj nordlc Qeroutoloalcal CouQreas
XV. rtardiake: Kongreas I Qerontologi
June 4 - 7,2000
> vinnuhóps frtf 262 K)
IÐJUÞJÁLFINN 1/2000 37