Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Blaðsíða 4

Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Blaðsíða 4
IÐJUÞJÁLFINN fagblað iðjuþjálfa Pósthólf 4159 124 Reykjavík Efnisyfirlit Svipmynd af formanni.......................6 Tengsl milli færni við athafnir daglegs lífs (ADL) og taugaatferlis hjá sjúklingum sem fengið hafa heilablóðfall.................10 Viðhorf íslenskra iðjuþjálfa til fagmála ... .20 Tæknileg úrræði fyrir fatlaða - skjólstæðingsmiðuð nálgun er forsenda árangurs......................29 European Master of Science in Occupational Therapy (OT) -after 5 years of planning a dream came true.........................34 Fréttir af félagsstarfi ..................37 Stjórn IÞÍ Kristín Sigursveinsdóttir, formaður Sigríður Pétursdóttir, varaformaður Oddrún Lilja Birgisdóttir, gjaldkeri Þóra Leósdóttir, ritari Ritnefnd: Erla Björk Sveinbjörnsdóttir Guðný Katrín Einarsdóttir Soffía Haraldsdóttir Þóra Leósdóttir Ritstjóri: Þóra Leósdóttir Prófarkalestur: Guðbjörg Kr. Amardóttir Þóra Leósdóttir Hönnun og umbrot: Margrét Rósa Sigurðardóttir Prentun: Prentmet ehf. Skeifunni 6,108 Reykjavík Pökkun og frágangur: Iðjuþjálfun Geðdeildar Lsp., Kleppi Ritnefnd áskilur sér rétt til að stytta texta og færa mál til betri vegar. Vitna má í texta blaðsins ef heimildar er getið. Ritstjórnarspjall Með hækkandi sól lítur fyrra tölublað Iðju- þjálfans árið 2000 dagsins ljós. Ýmsar ytri að- stæður urðu til þess að ekki reyndist unnt að gefa út blað síðast liðið haust. Ritnefnd hefur í sam- vinnu við greinarhöfunda unnið að útgáfu þessa vor- blaðs, lesendum til gagns og gamans. Meðal efnis í blaðinu má finna síðari grein Elínar Ebbu Ásmundsdóttur er fjallar um rannsókn á viðhorfum ís- lenskra iðjuþjálfa til fagmála. Fyrri greinin birtist í 1. tölublaði 1999, en báðar byggja þær á niðurstöðum rannsóknarverkefnis til meistaraprófs. Við bregðum upp svipmynd af formanni Iðjuþjálfafélagsins en á síð- asta ári tók Kristín Sigursveinsdóttir við starfi for- manns. Lesendum gefst hér tækifæri til að kynnast lífi hennar og starfi. Afar fróðleg grein Snæfríðar Þóru Eg- ilson, um tæknileg úrræði fyrir fatlaða er meðal efnis og fjallar hún um hvernig skjólstæðingsmiðuð nálgun nýtist í starfi með þeim er þurfa á hjálpartækjum að halda. Hagnýt grein fyrir iðjuþjálfa! Sigrún Garðars- dóttir birtir hér niðurstöður úr rannsóknarverkefni sínu til meistaraprófs en hún kannaði tengsl milli færni við athafnir daglegs lífs og taugaatferlis hjá einstak- lingum sem höfðu fengið heilablóðfall. Að síðustu má nefna aðsenda grein sem fjallar um stofnun og skipulag framhaldsnáms til meistaragráðu og er samstarfsverk- efni nokkurra sjúkra- og iðjuþjálfunarskóla í Evrópu. Tækifæri sem íslenskir iðjuþjálfar eiga eflaust eftir að nýta sér í framtíðinni. Að lokum vill ritnefnd þakka þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn við útgáfu blaðsins ekki síst þeim auglýsendum og styrktaraðilum sem komu við sögu að þessu sinni. Gleðilegt sumar! ritstjóri 4 IÐJUÞJÁLFINN 1/2000

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.