Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Blaðsíða 26

Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Blaðsíða 26
landi bjartar og vildi að Tryggingarstofn- un ríkisins tæki þátt í kostnaði við þjón- ustu iðjuþjálfa. Þeir töldu að meðferð iðjuþjálfa ætti að styðjast við óyggjandi kenningar og hugmyndafræði, þó svo að þeir teldu að iðjuþjálfar treystu fremur á aðferðafræði eða tækni en ákveðnar kenningar í störfum sínum. Sá tölfræðilegur munur á BS og MS iðjuþjálfum og MS iðjuþjálfanemum og iðjuþjálfum með Diplóma sýna að fag- mennska eykst með meiri fagþekkingu. Þeir fyrrnefndu lásu oftar fagblöð iðju- þjálfa, birtu oftar greinar í öðrum fag- tímaritum, voru oftar með framsögu á erlendum ráðstefnum og fóru oftar á er- lendar ráðstefnur. Þeir töldu sig einnig oftar hafa nægjanlega þekkingu til að handleiða nema í verknámi, stunda rannsóknir tengdar iðjuþjálfun, kenna innan námsbrautar í iðjuþjálfun og tóku sterkari afstöðu til þess að íhlutun iðju- þjálfa ætti að styðjast við óyggjandi kenningar eða hugmyndafræði. Einnig áttu eftirfarandi staðhæfingarnar betur við þá: „Eg lít á mig sem faglega leið- toga", „Ég er ánægður með framlag mitt sem iðjuþjálfi í heilbrigðismálum" og „Ég er tilbúin til að leggja eitthvað að mörkum til eflingar stéttarinnar". Aukin fagmennska tengdist líka starfsreynslu, meiri starfsreynsla benti til meiri fagmennsku. Iðjuþjálfar með lengsta starfsreynslu lásu oftar iðju- þjálfablöð og birtu oftar greinar í slíkum blöðum, þeir stjórnuðu oftar námskeið- um og voru oftar með framsögu á ráð- stefnum auk þess sem þeir fóru oftar á námskeið bæði innanlands og utan. Þeir tóku sterkari afstöðu til að meðferð iðju- þjálfa ætti að styðjast við óyggjandi kenningar eða hugmyndafræði. Hins vegar höfðu þeir með lengsta starfs- reynslu síður áhuga á að taka þátt í sér- staklega skipulögðu BS námi. Skýringin gæti verið sú að flestir í þessum hópi hafa þegar sérhæft sig og því ekki tilbún- ir til að sækja námskeið sem tengjast grunnnámi. Eðlilegt er að þeir sem hafa mestu starfsreynsluna telji sig hafa meiri þekkingu til handleiða nema í verknámi. Hins vegar var það athyglisvert að þeir sem minnsta reynsluna höfðu voru til- búnari til að kenna við námsbrautina en þeir sem höfðu lengri starfsreynslu. Möguleg skýring á þessu er sú að þeim sem hafa nýlokið grunnnámi er kennslan ferskust í minni og eru þeir því tilbúnari til að kenna sjálfir.Vilji því síður vera verknámsleiðbeinendur þar sem þeir þurfa að sýna færni sína í verki. Þegar útskriftarland var skoðað var eini munurinn á milli þeirra iðjuþjálfa sem luku námi frá skólum í Bandaríkjun- um eða Kanada sá að þeir birtu oftar greinar en hinir. Þeir töldu ásamt þeim sem höfðu útskrifast frá Norðurlöndun- um mun á nálgun iðjuþjálfa eftir því í hvaða löndum þeir höfðu stundað nám sitt. Spurning er hvort að löndin vestan hafs leggi meiri áherslu á fagmennsku, að skrifa greinar og taka þátt í faglegri umræðu. En þar sem fáir voru í þessum hópi er nauðsynlegt að taka slíkum vís- bendingum með varúð. Niðurstöður rannsóknar sem þessarar munu gefa viðmið við aðrar rannsóknir gerðar meðal íslenskra iðjuþjálfa í fram- tíðinni. Þróun fagmennsku verður hægt að fylgja eftir sem og því hvernig fag- menn munu útskrifast frá iðjuþjálfunar- brautinni við Háskólann á Akureyri. Verða viðhorf nýrrar kynslóðar iðjuþjálfa frábrugðin viðhorfum þeirra sem tóku þátt í þessari rannsókn? Ennfremur verð- ur hægt að bera þessa rannsókn saman við rannsóknir sem gerðar eru meðal iðjuþjálfa í öðrum löndum. Átaks er þörf Þeir iðjuþjálfar sem þátt tóku í rannsókn- inni og eiga lengsta starfsreynslu að baki eru frumkvöðlar íslenskrar iðjuþjálfa- stéttar. Spurningin er hversu lengi þeir brautryðjendur eru tilbúnir til að standa í fremstu víglínu og á hvem hátt kraftar þeirra nýtast best. Þessir iðjuþjálfar búa að mikilvægri reynslu til að miðla vaxt- armöguleika stéttarinnar og gera sér grein fyrir mikilvægi réttra tímasetninga, átaks og þeirrar áhættu sem fylgir ný- sköpun. Iðjuþjálfastéttin þarf að ala upp nýja kynslóð leiðtoga. Fjölmörg verkefni liggja fyrir í framtíðinni og fáar hendur hafa staðið að baki hverju grettistakinu á fætur öðru. Nú síðast stofnun náms- brautar í iðjuþjálfun við Háskólann á Ak- ureyri. Það er afar mikilvægt að virkja áhuga íslenskra iðjuþjálfa til að stunda rannsóknir í faginu. Það mun hins vegar ekki gerast að sjálfum sér og sérstakt átak er því nauðsynlegt. Höfundur er iöjuþjálfi MS, lektor viö HA og starfar sem forstööumaöur geödeilda Landspítalans háskólasjúkrahúss viö Hringbraut og aö Kleppi Heimildaskrá Barris, R., & Kielhofner, G. (1985). Generating and using knowledge in occupational therapy: Implications for professional education. The Occupatioml Thernpy journal ofRese- arch, 5,113-123. Beckman, S. (1990). Professionalization: Borderline autliority and autonomy in work. In Burrage, M., & Thorstendahl, R. (Eds.), Professions in theory and history: Rethinking the study of the professions (pp. 115-138). New Dehli: SAGA publications. Bell, B. D., & Bell, J. K. (1972). Professiona- lism as a multidimensional perspective. American Joumal of Occumtioml Therapy, 26,391-398. Bellner, A. (1995). Working conditions in- fluencing professionalization of occupational and physical therapists- Part 1: A quantitative perspective. Scandinavian Journal of Occupational Therapy, 5,145 -152. Bellner, A. (1996). The impact of ed- ucational level on occupational and physical therapists' perception of pro- fessional status. The Occupational Ther- apy Journal ofResearcli, 6,147-165. Breines, E. B. (1988). The issue Is - Redef- ining professionalism for occupational therapy. American Journal ofOccu- pational Therapy, 42,55-57. Brown, J. (1992). The definition of a pro- fession. New Jersey: Princeton Uni- versity Press. Colman, W. (1992). Maintaining autonomy: The struggle between occupational therapy and physical medicine. American Journal of Occupational Thernpy, 46,63-70. Collins, R. (1990). Market closure and the conflict theory of the professions. In Burrage, M., & Thorstendahl, R. (Eds.), Professions in theory and history: Rethink- ing the study ofthe professions (pp. 24-43). New Dehli: SAGA publications. 26 IÐJUÞJÁLFINN 1/2000

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.