Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Blaðsíða 29

Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Blaðsíða 29
Tæknileg úrræði fyrir fatlaða - skjólstæðings- miðuð nálgun er forsenda árangurs Undanfarin ár hefur þróun á hjálpar- tækjum fyrir fatlaða verið geysilega ör. Samfara aukinni þekkingu og greiðari uppiýsingaöflun hefur úrval tækjabúnaðar aukist til muna. Þó er ýmislegt sem kemur í veg fyrir aö tæknin nýtist alltaf sem skyldi. Hér veröur fjallað um málefnið út frá kenningum um skjólstæðingsmiðaða iðjuþjálfun. Auknir möguleikar Tæknin léttir flestum lífið, en fyrir fólk með fötlun skiptir hún sköpum. Hún brúar ófærur og gerir hið ómögulega mögulegt. Tækninýj- ungar hafa orðið til þess að auka fæmi og sjálf- stæði fólks á öllum aldri og með margs konar vanda. Stundum er um að ræða dýrar og flóknar tæknilegar úrlausnir, en í öðrum tilvik- um eru úrræðin einföld í sniðum. Fyrir tilstilli tækninnar geta börn með hreyfihömlun komist um sjálf og rannsakað heiminn upp á eigin spýtur. Blindir nýta talgervla til að hlusta á texta sem þeir ekki fá lesið. Aldraðir búa leng- ur á eigin heimili með því að nýta sér ýmis hjálpar- og öryggistæki. Einstaklingar með skerta handbeitingu nýta tæknilegar úrlausnir til að takast á við ýmis viðfangsefni sem tengj- ast starfi þeirra. Þó er ekki allt sem skyldi. Tæknin hefur að sönnu aukist, en oft á tíðum hefur fæmi þeirra, sem þurfa að nýta tæknilegar úrlausnir, því miður ekki aukist að sama skapi. Víða fyrir- finnst fólk sem á við ýmis konar vanda að stríða sem ætti að vera hægt að leysa með tæknilegum úrlausnum, en þær eru ekki til staðar. í öðrum tilvikum hefur fólk undir höndum hjálpartæki sem nýtast ekki sem skyldi. Ýmist eru þau ekki rétt notuð og koma því að takmörkuðu gagni eða ekki notuð vegna þess að þau henta ekki, gagnsemi þeirra er dregin í efa eða ekki er tími til að nýta þau í dagsins önn. í þessari grein langar mig að kryfja ástæð- urnar að baki þessum vanda með því að leggja áherslu á mikilvægi skjólstæðingsmið- aðrar nálgunar og beina sjónum að því hvern- ig nýta má tæknileg úrræði til að efla iðju fólks með fötlun. Þekking, þjónusta Og búnaður Snæfríöur Þóra Egilson í iðjuþjálfunarfræðum er lögð áhersla á að sama lausnin hentar ekki öllum þeim sem hafa svipaða sjúkdómsgreiningu og fötlun vegna þess að fötlunin eða skaðinn segir ekki nema hálfa söguna. Fólk er ólíkt, umhverfi þess er fjölbreytilegt sem og þau viðfangsefni sem það þarf að takast á við. Þarfir lítils bam, sem getur ekki tjáð sig vegna meðfæddrar hreyfihömlunar, eru t.d. ólíkar þörfum fólks sem missir talið í kjölfar langvinnra sjúk- dóma, svo sem Motor neuron disease" (MND). Þarfir 5 ára telpu, sem ekki kemst um sjálf vegna þess að hún fæddist með klofinn hrygg, eru ólíkar þörfum unga mannsins sem hryggbrotnar og lamast í bílslysi 18 ára gam- all, þrátt fyrir að bæði séu þau með skaða á mænu og eigi erfitt með að komast um. Því er mikilvægt að einblína ekki á undirliggjandi vanda, heldur líta til þeirra áhrifa sem hann hefur á daglega iðju þegar leitað er tæknilegra úrræða fyrir fólk með fötlun. Hug- takið „tæknileg úrræði" skírskot- ar ekki eingöngu til tækjabúnaðar heldur einnig til þeirrar þjónustu sem nauðsynleg er til að búnaður- inn nýtist sem skyldi. Þjónustan felur í sér þekkingu, skipulag, áhugahvöt og vilja þeirra sem að máli koma. viða fyrirfinnst folk sem a við ymis konar vanda að stríða sem ætti að vera hægt að leysa með tæknilegum úrlausn- um, en þær eru ekki til staðar. í öðrum tilvikum hefur fólk undir höndum hjáip- artæki sem nýtast ekki sem skyldi. IÐJUÞJÁLFINN 1/2000 29

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.