Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Blaðsíða 32
leika og það hversu auðveldur
búnaðurinn er í notkun. Per-
sónulegir þættir, eins og hvem-
ig viðkomandi lítur á og tekst á
við fötlun sína, skipta ætíð máli
við mat á tæknibúnaði
(Vash,1983; Wright, 1983).
Mikilvægt að skjólstæðingur
geti prófað þann búnað sem
helst kemur til greina því oft á
tíðum koma upp ófyrirséð
vandamál þegar á reynir
(Wright-Ott & Egilson, 1996).
Stundum stendur búnaðurinn
ekki undir væntingum og al-
gengt er að lausn á einum
vanda leiði til annars.
Tilvísun, réttmæting
Staðfesting, endurmat,
viðhald, viðgerðir,...
Marki
náð
Velja fræðilega nálgun
Meta
árangur
Greina hæfni
umhverfi
Hrinda áætlun i
framkvæmd
Meta hvort og hvaða
tæknibúnaður henti
þörfum og leikni
skjólstæðings
að samkomulagi um að hvaða
árangri skuli stefnt og móta áætlun
5. þrep. Komast að samkomu-
lagi um að hvaða árangurs-
marki skuli stefnt og móta
áætlun
Hér horfir iðjuþjálfinn, skjól-
stæðingur og aðrir, sem að málinu koma,
til framtíðar og ábyrgð hlutaðeigandi að-
ila er skilgreind, þ.e. hver á að gera hvað,
hvenær og hvernig. Gagnkvæmt traust
þarf að ríkja milli iðjuþjálfa, skjólstæð-
ings og annarra samstarfsaðila og tryggja
ber að allir hafi greinargóðar upplýsing-
ar undir höndum. Ef niðurstaða 4. þreps
var sú að mæla með tilteknum tæknibún-
aði, til að taka á færnivanda skjólstæð-
ings, eru möguleikar til fjármögnunar
kannaðir. Algengt er að Tryggingastofn-
un ríkisins greiði búnað að hluta til eða
fullu samkvæmt ákveðnum viðmiðunar-
reglum. I sérhæfðum málum getur
reynst vel að láta greinargerð fylgja um-
sókn þar sem þær upplýsingar, sem aflað
var á fyrri þrepum, eru settar fram á
skýran hátt.
6. þrep. Hrinda áætlun í framkvæmd
Þá er loks komið að því að panta tækja-
búnað, stilla hann og aðlaga að skjól-
stæðingi. Mikilvægt er að skjólstæðingur
læri vel á búnaðinn og fái þjálfun í notk-
un hans. Einnig þarf að aðlaga umhverf-
ið, kenna þeim sem að málinu koma á
notkun búnaðarins og veita þeim aðhald
og þjálfun ef nauðsyn krefur.
7. þrep. Meta árangur
Við lok hringsins er metið hvort árangur
sé ásættanlegur að mati skjólstæðings. Ef
marki er náð þarf að skilgreina eftirfylgd,
hugsanlegt endurmat, viðhald og við-
Fearing Law & Clark, 1997. Þýtt og staðfært af Kristjönu Fenger, Margréti Sigurðardóttur
og Sigriöi Jónsdóttur, 1998 og Snæfriöi Þóru Egilson, 1999.
3. mynd. Þjónustuferli skjólstæöinga sem nýta tæknileg úrræöi
gerðarþjónustu. Ef markinu er ekki náð
og vandamálið enn til staðar þarf að
leggja upp í annan hring. Ekki þó þannig
að reynt sé finna hjólið upp að nýju held-
ur ber að nýta fyrri reynslu til að takast á
við vandann, skilgreina hvað fór úrskeið-
is og af hverju. Árangur af tækniúrræð-
um ber ætíð að meta út frá þörfum skjól-
stæðings. Það skiptir litlu að allt líti vel
út ef hann er ekki ánægður. Ef úrræðin
skila takmörkuðum árangri er stundum
tilhneiging til að álykta að allt sé ómögu-
legt, búnaðurinn henti ekki eða notand-
inn ráði ekki við hann. Öllu er ýtt til hlið-
ar og byrjað að nýju frá grunni, eða fólk
gefst upp og telur fullreynt. Það er mikil-
vægt að iðjuþjálfar temji sér gagnrýnin
vinnubrögð með eftirtaldar spurningar
að leiðarljósi
• afhverju?
• hvemig?
• á hvaða hátt?
• og hvað svo?
í sumum tilvikum hentar tækið ein-
faldlega ekki. I öðrum tilvikum er ástæð-
an allsendis óháð tækinu, svo sem slæm
vinnustaða, óheppilegar ytri aðstæður
eða vanlíðan sem tengist tækjabúnaðin-
um ekki á neinn hátt. Stundum eru málin
unnin á óheppilegum tímapunkti og
ályktað út frá því. Það þykir fullreynt og
ekki reynt aftur (Wright-Ott & Egilson,
1996). Oftar en ekki er ástæðunnar að
leita í umhverfinu. Sérfræðingarnir (þar
með talið iðjuþjálfar) hafa tekið ákvörð-
un, en fólkið, sem á að fylgja málum eft-
ir, er ekki nægilega sannfært. Það hefur
ekki verið haft með í ráðum né heldur
búið svo um hnútana að það hafi for-
sendur og tíma til að taka verkið að sér.
Dæmi um þetta eru illa mönnuð sambýli,
þar sem mannaskipti eru tíð og svo mikil
orka fer í frumþarfirnar að starfsfólk get-
ur illa bætt á sig aukavinnu, jafnvel til-
hugsunin ein er þungbær. Þegar málum
er þannig háttað er vart hægt að búast
við því að starfsfólk geti séð af tíma og
orku til að fylgja flóknum hjálpartækja-
málum eftir án samráðs og stuðnings.
Oft er mun auðveldara að útvega
tækjabúnað en að finna leiðir til að nýta
hann og hrinda þeim í framkvæmd. Enn
og aftur þarf því að beina augunum frá
tækninni sem slíkri en leggja áherslu á
ferlið í heild sinni. Öflug teymisvinna
allra sem að máli koma er nauðsynleg.
Því miður er of algengt að hver hugsi um
sitt svið og heildarsýn vanti.
Dæmisaga:
Ungur maður með hreyfihömlun fær nýjan
hjólastól sem hann situr mjög vel í. Hins
vegar er stóllinn það hár að hann kemst
ekki inn í bílinn sem flytur manninn frá
sambýli yfir á vinnustað og það breiður að
hann kemst ekki inn um þröngu dyrnar
32 IÐJUÞJÁLFINN 1/2000