Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Blaðsíða 33
sem maðurinn þarf að fara um tvisvar í
viku til að komast í sjúkraþjálfun. Þetta ger-
ir það að verkum að hann kýs frekar að
nota gamla stólinn sem er óhentugur og úr
sér genginn.
Þegar staðið er frammi fyrir vanda-
máli sem krefst tæknilegra úrlausna
þurfa þarfir skjólstæðingsins að vera í
fyrirrúmi. Markmið og ferli skal skil-
greint út frá skjólstæðingnum og til-
greina þarf á skýran hátt:
• hvaða verkefni á að leysa?
• með hvaða hætti?
• við hvaða skilyrði?
• við hvaða mark skal miðað þegar ár-
angur er metinn?
Slík vinnubrögð eru öflugur liður í
gæðaþróun. Samvinna um markmiðs-
setningu dregur einnig úr hættu á hjálp-
arleysi og því að skjólstæðingar verði of
háðir fagfólki (Hammer, 1998). Það skilar
takmörkuðum árangri að fagfólk ákvarði
markmið fyrir skjólstæðinga.
Hvers vegna nýtist tækjabúnaður ekki
alltaf sem skyldi?
Rannsóknir sýna að hjálpartæki eru
stundum illa eða ekki nýtt. Phillips og
Zhao (1993) tóku ítarleg viðtöl við 227
notendur hjálpartækja í þeim tilgangi að
kanna hvað lægi að baki þessu. I ljós
komu fjögur meginþemu eða ástæður
þess að fólk hafði hætt að nota þann
tækjabúnað sem það hafði undir hönd-
um:
1. Ekki hafði verið tekið nægilegt mið af
áliti notandans
I þeim tilvikum þar sem álit notenda
hafði verið haft að leiðarljósi voru tæki
yfirleitt mun betur nýtt en ella. Það er
grundvallaratriði að hafa notandann með
í ráðum og taka mið af því sem hann hef-
ur að segja.
2. Of auðvelt að útvega tæki
Þetta átti einkanlega við um tækjabúnað
sem notandinn varð sér úti um sjálfur án
þess að til kæmi fagleg ráðgjöf.
3. Tækið virkaði ekki.
Fyrir þessu virtust margar ástæður, svo
sem óraunhæfar væntingar til búnaðar-
ins, misræmi milli leikni notandans og
tækis eða að tækið var bilað.
4. Breytingar á þörfum og forgangsröð.
Þetta átti við í þeim tilvikum þar sem
orðið hafði framför eða afturför, eða
breyttar ytri aðstæður gerðu það að verk-
um að viðmiðin höfðu breyst.
Að lokum
Á norrænum fundi sérfræðinga í tækni-
úrræðum fyrir fatlaða í Bástad í nóvem-
ber 1997 var fagfólk sammála um að úr-
val hjálpartækja fyrir fatlaða hefði aukist
til muna síðustu árin. Málin væru hins
vegar enn að stranda á því að þau væru
ekki nægilega vel úthugsuð og skipu-
lögð. Notendur væru ekki nægilega vel
upplýstir, fólk kynni ekki að nýta sér
tæknina sem skyldi og að áhuga, tíma og
fjármuni skorti til að fylgja málum eftir.
Reynsla mín af þessum málum hér á
landi er því miður af svipuðum toga. Það
þarf að skilgreina betur vinnuferlið í
heild sinni og veita í það fjármagni, ekki
eingöngu í tækjabúnað heldur einnig í
mannafla, þekkingu og tíma. Iðjuþjálfar
þurfa einnig að temja sér að beina sjón-
um frá líkamlegum eða andlegum
vandamálum skjólstæðings, en draga
fram þau áhrif sem vandinn hefur á dag-
lega iðju hans. í því er sérstaða fagsins
falin. Eins og fram kom í upphafi þessar-
ar greinar getur sams konar skaði haft
gerólík áhrif á líf tveggja einstaklinga og
þar með á þær tæknilegu úrlausnir sem
gætu komið að gagni í hvoru tilviki fyrir
sig. Á tækniöld er mikilvægt að hafa í
huga að tæknin er aðeins hluti af svarinu!
Höfundur er lektor í iöjuþjálfun og
hefur aö baki víötæka reynslu á sviöi
tæknilegra úrræöa fyrir fatlaöa.
Heimildalisti:
Bain, B.K. (1998). Assistive Technology in
occupational therapy. í M.E. Neistadt,
&E.B.
Crepeau,Willard and Spackman's occupa-
tional therapy, (9. útg.), bls. 498-516.
Philadelphia: Lippincott.
Brooks, N.A.& Hoyer, E.A. (1989).
Consumer evaluation of assistive
devices. ,Proceedings ofthe 12th annual
RESNA conference,, bls. 358-359.
Washington, DC, RESNA.
Canadian Association of Occupational
Therapists (1991). ,Occupational therapy
guidelines for client-centred pradice.
,Toronto, On: CAOT Publications ACE.
Canadian Association of Occupational
Therapists (1997). ,Enabling occupation:
An occupational therapy perspective.
Toronto, On: CAOT Publications ACE
Cook, A.M. & Hussey, S.M. (1995).
Assistive technologies: Principles and
practice. St. Louis: Mosby.
Egan, M. & DeLaat, D. (1997). The
implicit spirituality of occupational
therapy practice. Canadian Journal of
Occupational Therapy, 64, 115-121.
Fearing, V.G., Clark, ]., Stanton, S. Law,
M. (1998). The client-centred occupa-
tional therapy process. í M. Law (ritstj.)
Client-centered occupational therapy, bls.
67-87. Thorofare: Slack
Hammel, K.W. (1998). Client-centred
occupational therapy: Collaborative
planning, accountable intervention. í
M. Law (ritstj.) Client-centered occupa-
tional therapy, bls. 123-143. Thorofare:
Slack
Kristjana Fenger (1998). Geðteymi á
Reykjalundi - þáttur iðjuþjálfunar.
Iðjuþjálfinn, 2, 19-26.
Law, M., Polatajko, H., Baptiste S., &
Townsend, E. (1997). Core concepts of
occupational therapy. í Canadian asso-
ciation of occupational therapists.
Enabling occupation: A occupational ther-
apy perspective, bls. 29-56. Ottawa, On:
CAOT Publications.
Phillips, B. & Zhao, H. (1993). Predictors
of assistive technology abandonment.
Assistive Teclmology, 5,36-45.
Stanton, S., Thompson-Franson, T.&
Kramer, C. (1997). Linking concepts to
a process for working with clients. í
Canadian association of occupational
therapists. Enabling occupation: An occu-
pational therapy perspective., bls. 57- 94.
Ottawa, On: CAOT Publications.
Vash, C.L.(1983). Psychological aspects of
rehabilitation engineering. Technology
for independent living II, bls. 48-59.
Washington DC: American Association
for the Advancement of Science.
Wright, B.A. (1983). Physical disability: A
psychosocial approach. New York:
Harper & Row.
Wright-Ott, C. & Egilson, S. (1996).
IÐJUÞJÁLFINN 1/2000 33