Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 10

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 10
Mynd 4 - Fagstéttr sem taldar eru skyldar iðjuþjálfun Sjúkraþjálfun, hjúkrunarfræði og þroskaþjálfun Sjúkraþjálfun talmcinafræöi Sjúkraþjálfun þroskaþjálfu Sjúkraþjálfun hjúkrunarfræði fræðinemar reyndust meira sammála full- yrðingunni en læknanemar (M = 2,95). Eng- in breyting varð á þessum niðurstöðum eftir lestur staðreyndablaðsins (sjá töflu 1). d) Viðhorf Við fullyrðingunni „Mín fagstétt og iðju- þjálfun eiga margt sameiginlegt" var fund- inn marktækur munur á milli hópanna fjög- urra, p = 0,001. Tukey-aðferð, með 5% mörk, sýndi að sjúkraþjálfanemar (M = 1,67) og hjúkrunarfræðinemar (M = 1,81) voru mark- tækt meira sammála þessarri fullyrðingu en bæði nemar í læknisfræði (M = 2,41) og nem- ar í félagsráðgjöf (M = 3,43). Niðurstöður breyttust ekki eftir lestur staðreyndablaðsins (sjá töflu 1). Þegar nemarnir voru spurðir hvort þeir teldu þörf fyrir iðjuþjálfun í heilbrigðisgeir- anum, svaraði allt úrtakið með annað hvort „mjög sammála" eða „sammála". Tólf nemar (11,9%) voru sammála og 89 (88,1%) voru mjög sammála. Þessi niðurstaða gaf meðal- talið 1,12 með staðalfrávik 0,33. Enginn marktækur munur reyndist milli hópanna fjögurra, p = 0,895. Dreifigreining ANOVA sýndi engan marktækan mun á svörum hópanna fjögurra frá fyrra spurningablaði til hins seinna í þessari fullyrðingu, p = 0,369. Eftir að hafa lesið staðreyndablaðið voru nemarnir marktækt minna sammála því að þörf væri fyrir iðjuþjálfun innan heilbrigðis- þjónustu p = 0,005, M = -0,14 (SD = 0,49). Nemarnir voru beðnir að raða heilbrigð- isstéttum eftir mikilvægi þeirra, stéttirnar voru: félagsráðgjöf, hjúkrunarfræði, iðju- þjálfun, læknisfræði og sjúkraþjálfun. Mikil- vægasta stéttin fékk stigagjöfina 1, sú næst mikilvægasta 2 og svo koll af kolli. Sextíu nemar (59,4%) svöruðu þessarri spurningu en 28 nemar (27,7%) svöruðu ekki. Þrettán nemar (12,9%) fóru ekki eftir reglum um stigagjöf. Þessar niðurstöður voru áþekkar fyrir og eftir staðreyndablaðs. Læknastéttin var talin mikilvægust af 75% þeirra nema sem svöruðu spurningunni á formi A og 74,1% á formi B. Hjúkrunarfræði var í öðru sæti hjá 61,7% nema á formi A og 63,8% nema á formi B. Sjúkraþjálfun var í þriðja sæti hjá 70,0% nema á formi A og 72,4% nema á formi B. Iðjuþjálfun var í fjórða sæti hjá 68,3% nema á fyrra spurningablaði og 67,2% á því seinna. Félagsráðgjöf var í fimm- ta sæti hjá 76,7% nema á formi A og hjá 77,6% nema á formi B. Iðjuþjálfun hélt sama sæti eftir að nemarnir höfðu lesið stað- reyndablaðið. Munurinn á spurningablöð- unum tveimur var að 41 nemi setti iðjuþjálf- un í fjórða sætið fyrir lestur staðreynda- blaðsins en 39 nemar eftir lestur staðreynda- blaðsins. e) Framttöin Marktækur munur fannst á hópunum fjórum í fullyrðingunni „í starfi mínu munu fagleg tengsl mín við iðuþjálfun verða á kvarðanum 1-8", p = 0,003. Tukey aðferð, með 5% mörk, sýndi að nemar í sjúkraþjálf- un væntu marktækt meiri faglegra tengsla við iðjuþjálfun (M = 6,31) en nemar í félags- ráðgjöf (M = 4,17) og læknanemar (M = 4,62). I þessum hluta, svöruðu 98 nemar full- yrðingunni um þekkingu þeirra á iðjuþjálf- un í dag. Á báðum spurningablöðum svör- Chakravorty komst að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni að bein tengsl væru á milli þekkingar lækna á iðjuþjáIfun og tilvísunum þeirra til iðjuþjálfa uðu 35 nemar (34,7%) að þekking þeirra á iðjuþjálfun væri 6 á kvarðanum 1-8. Á fyrra spurningablaði töldu 10 nemar (9,9%) þekkingu sína vera 7 á kvarðanum 1- 8, en 23 nemar (22,8%) á seinna spurninga- blaði. Einn nemi taldi þekkingu sína 8 á kvarðanum 1-8 á fyrra spurningablaði en tveir nemar (2,0%) á því síðara. T-próf var gert á þessarri spurningu til að mæla mismun á úrtakinu frá fyrra spurn- ingablaði til þess síðara. Munurinn reyndist marktækur, p < 0,001. Nemamir reyndust í heildina hafa lært af staðreyndablaðinu (M = -0,60). Þegar dreifigreiningin ANOVA var notuð kom í ljós marktækur munur milli nemahópanna fjögurra fyrir og eftir lestur staðreyndablaðsins, p = 0,039. Enginn mark- tækur munur milli hópanna fannst með Tukey aðferð með 5% mörk. Mat nemanna á væntanlegri þekkingu sinni á iðjuþjálfun eftir að þeir hefja störf sýndi engan marktækan mun milli hópanna, p = 0,344. T-próf á öllu úrtakinu sýndi að marktækur munur var á svörum eftir að hafa lesið staðreyndablaðið, p = 0,001. Nem- arnir væntu aukinnar þekkingar eftir að þeir hæfu störf (M = -0,35) eftir að hafa lesið stað- reyndablaðið. Þriðja fullyrðinginn varðaði fagleg tengsl nemanna við iðjuþjálfun í framtíðinni. Eng- inn marktækur munur var fundinn hjá hóp- unum fjómm, p = 0,259. T-próf sýndi mark- tækan mun úrtaksins frá formi A til forms B, p < 0,001, sem vísar til þess að eftir lestur staðreyndablaðsins töldu nemarnir sig frek- ar myndu hafa fagleg tengsl við iðjuþjálfa í framtíðinni (M = -0,38). Áhrif staðreyndablaðsins Til að skoða áhrif staðreyndablaðsins á hvern hóp fyrir sig var notað t- próf. Það sýndi að marktækur munur var á hópunum fyrir og eftir lestur staðreyndablaðsins. T-prófið sýndi að staðreyndablaðið breyt- ti ekki marktækt skoðunum sjúkraþjálfa- nema á iðjuþjálfun. Nemarnir í félagsráðgjöf sýndu marktækar breytingar frá formi A til forms B í tveimur spurningum af ellefu. Hjúkrunarfræðinemar sýndu marktækar breytingar í fimm spurningum af ellefu. Læknanemar urðu fyrir mestum áhrifum þar sem þeir í sjö spurningum af ellefu, sýndu marktækar breytingar eftir að hafa lesið staðreyndablaðið. Tveimur fullyrðingum var bætt við seinni spurningalistann (form B) til að athuga hvort staðreyndablaðið hefði breytt hugmyndum nemanna um iðjuþjálfun og hvort stað- reyndablaðið hefði veitt nemunum nýjar upplýsingar. Dreifigreiningin ANOVA var notuð á svör nemanna og enginn marktækur 10 - IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2002

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.