Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 37

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 37
Norrænn formannafundur 2002 Arlegnr fundur formanna iðjuþjálfafélaga a Norðurlöndum var haldinn í Finnlandi dagana 23. til 25. ágiíst síðastliðinn. Síð- astliðin ár hefur verið reijnt að halda fundina t einhverri fjarlægð frá borgar- skarkala og hefur það skapa notalega stemningu og orðið til þess að fólk kxjnn- tst betur en ella og títninn nýtist betur. Að þessu sinni fórum við til Taipalsa- ari þar sem við bjuggum í litlu gisti- húsi við Saimaa, stærsta vatn Finn- lands. Aðstæður voru frábærar og hægt að fara í sauna og synda í vatninu þegar hlé voru tekin frá fundahöldum. Veðrið var stórkostlegt, sólríkt og hlýtt. Fundirnir eru fyrst og fremst ætlaðir til samráðs og samstarfs um ýmis hagsmuna- mál. Félögin eru öll fagstéttarfélög og hafa að því leyti nokkra sérstöðu þar sem iðju- þjálfafélög víða annars staðar eru fyrst og fremst fagfélög. Formenn þeirra mynda ein- mS stjórn „Scandinavian fournal of Oecupational Therapy Foundation" sem er í e’gu félaganna og gefur út SJOT og er aðal- frndur haldinn í tengslum við formanna- fr’ndinn. Fastur liður á formannafundum er að skiptast á fréttum af því helsta sem er að ger- ast í félögunum og kom margt fram þar eins °g endranær. Ekki er ætlunin að segja nánar frá því hér heldur gera grein fyrir því mál- efni sem hæst bar á fundinum. Iðjuþjálfar á markaði ^eginviðfangsefni fundarins að þessu sinni ' ar ’ðjuþjálfun í markaðsmiðuðu samfélagi. álefnið var tekið á dagskrá að ósk IÞÍ og F (norska félagsins) en markaðsmál eru m]0g ofarlega á baugi í öllum félögunum ®em stendur. Segja má að einu gilti hvar við árum niður í umræðum, alltaf tengdist markaðssetning fags og fræða inn í málin. j reyfrngar sem hafa orðið eða eru fyrirsjáan- egar á heilbrigðis- og félagsþjónustukerfum andanna láta iðjuþjálfa ekki ósnortna frekar 6n aðra. Aukin tilhneiging er til dæmis í þá atl: að bjóða út þjónustu. Stofnanir, hópar eða samtök gætu þá hugsanlega boðið í ákveðna egund þjónustu. Slíkt fyrirkomulag krefst rriun skýrari verkaskiptingar og skilgrein- nga á hlutverkum og þjónustu en hingað til >Fr T «1 Æ t.jm Fundinn sóttu að þessu sinni, taliðfrá vinstri: Virpi Aralinna formaður Finn- landi, Inga-Britt Lindström formaður Sviþjóð, Lene Barslund varaformaður Dan- mörku, Kristtn Sigursveins- dóttir formaður íslandi, Anu Söderström varaformaður Finnlandi, Tina Voltelen for- maður Danmörku og Karin Liabe formaður Noregi. hefur verið til að dreifa. Breytingar sem fylgja markaðsvæðingu heilbrigðis- og félagskerfsins gætu til dæmis leitt til þess að nauðsynlegt verður fyrir iðju- þjálfa að: • selja betur fagið og fagþekkinguna • markaðssetja hvernig iðjuþjálfun getur komið að lausnum á vandamálum notend- anna/borgaranna. • gera störf okkar sýnilegri • sanna árangur verka okkar (hvernig nýtist iðjuþjálfun notendum, bætt færni, fjár- hagslegur ávinningur, ánægja notenda) • gera sýnilegri afleiðingar þess að fólk hef- ur ekki nægan aðgang að þjónustu iðju- þjálfa Til þess að koma ofangreindu í fram- kvæmd er nauðsynlegt að beita margvísleg- um leiðum. Á fundinum var rætt hvað þyrfti til og var ýmislegt nefnt. Hér koma nokkur dæmi: • Upplýsinga- eða markaðsherferðir • Samræmdar skráningaraðferðir og sam- eiginlegt samskiptaform til að auðvelda samskipti við aðrar stéttir • Skýrari línur hvað varðar hlutverk fagsins í kerfinu og forgangsröðun yfirvalda • Gæðamarkmið, staðlar og viðmið • Kerfisbundin skráning árangurs/niður- staðna vinnunnar • Aukin notkun sannreyndrar þjónustu • Bættir möguleikar á rannsókna- og þróun- arstarfi • Aukin framhalds- og símenntun • Ýmsar leiðir til að meta starfið s.s. not- endakannanir, markmiðsbundin gæða- stjórnun, mat á fjárhagslegum ávinningi Þetta var áhugaverð og gefandi umræða sem mun áreiðanlega leiða til aðgerða og breytinga í félögunum. I þessu sambandi er líka vert að nefna að norræn iðjuþjálfaráð- stefna (Nordisk kongress í ergoterapi) verð- ur haldin í Kaupmannahöfn dagana 20. og 21. maí á næsta ári. Ráðstefnan er haldin fjórða hvert ár og að þessu sinni verður ráð- stefnan samþætt stórri sýningu sem fram fer í Bella Centret á sama tíma (REHAB mes- sen). Árið 2003 er í Evrópu helgað málefnum fatlaðra og verður ráðstefnan og sýningin sem auk þings norrænna hjálpartækjamið- stöðva verður haldin á svipuðum tíma stærsti viðburður „Árs fatlaðra" í Danmörku. Iðjuþjálfaráðstefnan ber heitið „Rehabilitering 2003" og þemu hennar verða: aðgengi, empowerment, áhrif notenda, endurhæfing. Ennfremur er ætlunin að fjalla um markaðs- mál og hvetja til umræðu um þau. Takið dagana frá, þeir verða áreiðanlega mjög áhugaverðir. Nánari upplýsingar er að finna á www.rehabilitering2003.dk. Kristín Sigursveinsdóttir, formaður IÞÍ IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2002 - 37

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.