Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 11

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 11
Mynd 5 - Dreifing svara við fullyrðingu varðandi breytingar á hugmyndum nema um iðjuþjálfun Staðreyndablaðið breytti hugmyndum mínum um iðjuþjálfun á kvarðanum 1-8 (n = 97) Mjög lítið Mjög mikið Mynd 6 - Dreifing svara við fullyrðingu varðandi það hvort staðreyndablaðið hafi innihaldið nýjar upplýsingar fyrir nemana. Á staðreyndablaðinu komu fram atriði um iðjuþjálfun sem ég vissi ekki áður á kvarðanum 1 -8 (n = 99) % Mjög fá Mjög mörg munur fannst á hugmyndum þeirra um iðju- þjálfun, p = 0,838. Níutíu og sjö nemar (96,0%) svöruðu full- yrðingunni „Staðreyndablaðið breytti hug- myndum mínum um iðjuþjálfun á kvarðan- um 1-8". Mynd 5 sýnir dreifingu svaranna. Fjörtíu og níu prósent nemanna töldu staðreyndablaðið hafa breytt mjög litlu (1) eða litlu (2). Það reyndist ekki marktækur munur á milli hópanna, p = 0,229 (sjá mynd 5). Níutíu og níu nemar (98,0%) svöruðu fullyrðingunni um að staðreyndablaðið hafi mnihaldið atriði sem nemamir vissu ekki áður. Dreifing svaranna er sýnd á mynd 6. Það var jöfn dreifing á milli svaranna frá 1 (mjög fá) til númer 4 á kvarðanum. Prósent- ur þeirra sem svöruðu á bilinu 1-4 voru mjög b'kar eða 16,2% til 17,2%. Þessar tvær fullyrð- mgar sýndu að nemarnir lærðu af stað- reyndablaðinu en það breytti lítið skoðunum þeirra. Samantekt á niðurstöðum Þekking Niðurstaða könnunarinnar var sú að nem- arnir hefðu öðlast þekkingu á iðjuþjálfun í námi sínu. Sú þekking fékkst annaðhvort í kennslustundum eða í verknámi. í 44% til- fella töldu nemarnir ferðir á iðjuþjálfadeildir í verknámi hafa verið fræðandi. Þrátt fyrir að meginþorri nemanna hafi ekki verið ánægður með þær upplýsingar sem gefnar voru um iðjuþjálfun í námi þeir- ra, töldu nær allir nemarnir að þeir þekktu verksvið iðjuþjálfa og skildu hlutverk þeirra. Ahugavert var að allir læknanemar og allir uemarnir í félagsráðgjöf töldu sig þekkja mismunandi hlutverk og verksvið iðjuþjálfa. Þó þarf að gera ráð fyrir að einstaklingar með sömu þekkingu meti vitneskju sína á mismunandi hátt. f könnun Kaur og fleiri frá 1996 voru margir svarendur sannfærðir um að þeir skildu þjónustu iðjuþjálfa en höfund- ar vildu meina að einmitt þessi sannfæring Vaeri sönnun á því að svarendur væru ekki alvitrir um iðjuþjálfun (Kaur et. al., 1996). Flestir nemanna töldu iðjuþjálfun skylda annarri fagstétt. Það var ekki undrunarefni “u næstum allir nemarnir tengja iðjuþjálfun við sjúkraþjálfun, þar sem þessar fagstéttir eru oft bomar saman hér á íslandi, ekki ein- ungis af almenningi heldur því miður einnig af fagfólki innan heilbrigðisþjónustunnar. Fáðar stéttirnar teljast til þjálfunarstétta en Þafa ólíka sýn á einstaklinginn og þarfir Þans. Meiri athygli vakti að nokkrir nemar sáu tengsl á milli iðjuþjálfunar og hjúkrunar- fræði, þar sem þessar tvær stéttir hafa sjaldn- ar verið bornar saman. Staðreyndablaðið virðist hafa haft áhrif á nemana í tveimur fullyrðingum: „þekking mín á iðjuþjálfun í dag er á kvarðanum 1-8" og „þekking mín á iðjuþjálfun eftir að ég hef Þrátt fyrir að meginþorri nemanna hafi ekki verið ánægður með þær upplýs- ingar sem gefnar voru um iðjuþjálfun í námi þeirra, töldu nær allir nemarnir að þeir þekktu verksvið iðjuþjálfa og skildu hlutverk þeirra. störf innan heilbrigðisgeirans verður á kvarðanum 1-8". Læknanemar og nemar í hjúkmnarfræði vom þeir tveir hópar sem sýndu mesta breytingu í þessum tveimur fullyrðingum þar sem þeir eru meira sam- mála fullyrðingunum á seinna spurninga- blaðinu en því fyrra. I þekkingarhluta spurn- ingalistanna voru það nemar í sjúkraþjálfun sem minnsta breytingu sýndu í svörum sín- um eftir að hafa lesið staðreyndablaðið en læknanemar sýndu mesta breytingu frá fyrri til seinni spurningalista. Það verður að telj- ast mikilvægt að læknanemar hafi þekkingu á iðjuþjálfun þar sem það eru læknar í lang flestum tilvikum sem vísa á iðjuþjálfa. Chakravorty komst að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni að bein tengsl væru á milli þekkingar lækna á iðjuþjálfun og tilvísunum þeirra til iðjuþjálfa (Chakravorty, 1993). Samvinna í heildina fannst nemunum að þeir hefðu nægar upplýsingar um iðjuþjálfun til að skil- ja hlutverk þeirra sem heilbrigðisstétt. Því er athyglisvert að 56% nemanna töldu að þær upplýsingar sem gefnar voru í námi þeirra væru ekki nægilegar. Fyrir lestur stað- reyndablaðsins töldu læknanemar og hjúkr- IÐJUÞJÁLFINN 1 /2002 - 11

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.