Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 31

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 31
að til að fá heimilisathugun þurfi kannski að bíða í hálft ár eftir plássinu á Reykjalundi til að iðjuþjálfi þar geti sinnt málinu. En núna getum við haft samband við Guðrúnu sem getur farið heim til fólks og þá eru mörg mál sem leysast strax. Þannig er einstaklingurinn efldur í sinni iðju og þarf því oft ekki að fara inn á stofnun. Það er gott fyrir fólk að geta haldið áfram sínum daglegu venjum því það getur verið auka álag að þurfa að leggjast inn og hafa aðeins stuttan tíma þar sem allt þarf að gerast. Fyrir utan þetta, sparast dýrar inn- lagnir á sjúkrastofnanir. Þannig er þetta sparnaður fyrir þjóðfélagið. Mikið af því starfi sem iðjuþjálfar vinna getur farið fram utan stofnana. Því sé ég fyr- ir mér að í framtíðinni væru jafn margir iðju- þjálfar að vinna fyrir utan sjúkrahúsin og inn á þeim t.d. í heilsugæslunni. I heilbrigðiskerfinu er lögð áhersla á að fólk geti búið lengur heima en þurfi ekki að fara á stofnanir. Útfrá almennri skynsemi er því augljóst að auka þarf stöðugildi þeirra sem vinna úti í þjóðfélaginu. í heilsugæsl- unni gæti mikið forvarnarstarf farið fram, ekki einungis við að viðhalda iðju heldur einnig verið að reyna að auka hana. í teym- inu sem ég kynntist úti var mikill hluti af starfinu fræðsla og ráðgjöf til fólks. Þjónust- au var aðgengilegri. Stundum fóru starfs- nrenn teymisins í verslunarmiðstöðvar eins °g Kringluna og hittu fólk þar. Mér finnst mjög mikilvægt fyrir iðjuþjálfa að geta rætt við fólk í sínu umhverfi. Ég sé fyrir mér að þróunin verði þannig að þjónustan verði nær fólkinu. Það væri gott ef ráðamenn myndu átta sig á því hvað hægt er að spara með því að færa þjónustuna út fyrir stofnanir. Ef fólk fer ekki of snemma inn á stofnanir þá er það sparnaður. Við eigum að reyna að gera fólk ekki háð heilbrigðiskerfinu heldur vinna með fólkinu í þeirra eigin umhverfi. Þannig er oft hægt að skilgreina vandann fljótt og vinna með skjólstæðingunum að bestu lausn- unum og það getur verið spamaður. í raun- lr|ni hefur þröskuldurinn inn á stofnanir ver- ö of lágur, meðal annars vegna þess að stuðningur sem fólkið þurfti að fá til að geta búið heima hefur ekki verið nægilegur. Ef við aukum þjónustuþáttinn í samfélaginu er engin spurning að við gerum fólki kleift að vera lengur heima og þá þarf fólk ekki að fara eins fljótt á stofnanir. Ef við hugsum bara út frá peningum þá er það spamaður fyrir þjóðfélagið, fyrir utan líðan fólks, að geta verið á eigin heimili, þar sem það getur framkvæmt og stundað sína eigin iðju og við- haldið færni við iðju. Það er best í þeirra eig- ur umhverfi þeirra eigin rútínu sem þau em búin að byggja upp í mörg ár. Iðjuþjálfastéttin leggur núna mikla áher- slu á að vinna skjólstæðingsmiðað og hvar er það betra en í heilsugæslunni? Slík vinna fell- ur vel að hugmyndafræði iðjuþjálfa. Ef ég væri ráðherra myndi ég veita nokk- uð mörg stöðugildi fyrir iðjuþjálfa inn í heilsugæsluna og efla einstaklinginn en gera hann ekki háðan þjónustunni!!! Valerie Harris Er heilsugæsl- an úrelt eða mtíð fyrir sér? g fór að velta þessari spurningu fyrir mér þegar ég var beðin um að setja niður á blað hugleiðingar um heilsugæsluna og hvernig iðjuþjálfar geti komið þar að málum. Hverjir em helstu viðskiptavinir heilsu- gæslustöðva? Það em án efa aldraðir, öryrkj- ar og barnafólk og aðrir þeir sem eiga við veikindi að stríða. Nauðsynlegt er að byggja upp gott örygg- isnet til að hlúa að öllum þáttum heilbrigðis bæði andlegs og líkamlegs. Líta má á heilsu- gæslustöðina sem eins konar þjónustumið- stöð þar sem viðskiptavinurinn er sá sem hefur þörf fyrir þjónustu (sjúklingurinn). Hvað varðar heilsugæslufyrirkomulagið í dag þá tel ég nauðsynlegt að breyta því. í dag þjóna læknar og hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvunum en miðstöð heima- hjúkrunar er á öðrum stað, sérfræðilæknar em hér og hvar í borginni og vöntun er á iðju- og sjúkraþjálfurum. Þessar tvær síðast töldu starfsstéttir gætu sparað samfélaginu umtalsverðar fjárhæðir ef þær væra nýttar í þágu heilsugæslunnar og í þágu heilsu- verndar. Tilraunaverkefni sem leiddi til þess að Guðrún K. Hafsteinsdóttir iðjuþjálfi var ráðin til heilsugæslunnar í Mjódd, hefur sýnt að þörfin er mikil. Hún hefur engan veginn annað eftirspurn eftir þjónustu. Forvitnilegt væri að sjá hvernig þjónusta annarra sérfræð- inga gæti nýst heilsugæslunni t.d. þjónusta öldmnarlækna og sálfræðinga. Guðrún hefur hðsinnt miðstöð heimahjúkrunar sem metur starf hennar mikils t.d. um notkun hjálpar- tækja sem m.a. stuðlar að auknum lífsgæðum viðskiptavinarins. fyrirbæri á hún fra Yfiriðjuþjálfi hjá Sjálfsbjargarheimili JÓHANNA Ingólfsdóttir Ekki tel ég fráleita þá hugmynd að sér- fræðingar geti á einn eða annan hátt verið tengdir heilsugæslustöðvum t.d. með að- stöðu þar. Heimahjúkrun er mikilvægur hlekkur og tel ég að samstarf hennar, lækna, iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara jafnvel sálfræð- inga vera grundvallaratriði varðandi hag- kvæmni heilsugæslunnar og heilbrigði þjóð- arinnar. Ég tel að upplýsingar til almennings séu mjög mikilvægur hlekkur svo og for- varnarstarf. Ýmislegt hefur verið gert í for- vamastarfi á undanförnum árum en betur má ef duga skal. Þróunin í dag er sú að fólk útskrifast sífellt fyrr heim af sjúkrastofnunum, oft áður en það hefur náð fullum bata. Þetta gerir það að verkum að aðstoð og umönnun í heimahús- um verður bæði meiri og erfiðari. Aðstæður heima fyrir em mismunandi. Húsnæði fólks er mismunandi, aðgengi er mismunandi, fé- lagslegt öryggisnet er mismunandi og þan- nig mætti lengi telja. Því er oft mikil þörf á hjálpartækjum og ráðgjöf. Þverfagleg samvinna heilbrigðisstétta og teymisvinna er nauðsynleg til þess að fá heildarsýn og að fólk starfi markvisst að markmiðum sínum til þess að ná árangri. Það að fá allar heilbrigðisstéttir til þess að vinna saman að þjónustu við skjólstæðinga heilsugæslunnar er hagkvæmt og eykur á skilvirkni og þekkingu og er því einstak- lingnum sem nýtur þjónustunnar í hag. Það er mikilvægt að búa vel að fagstéttunum og þar með skjólstæðingnum þannig að hægt sé að taka á móti fólki svo að vel sé og veita þá aðstöðu sem þörf er á hvort heldur sé um að ræða, ráðgjöf, skoðun, þjálfun, mat eða próf- un. Ekki má skilja hugleiðingar mínar á þann veg að ég mæli með forræðishyggju en til lengri tíma litið þá álít ég hana af hinu slæma. Ég tel að fólk eigi að geta ráðið því hvar það leitar sér lækninga, hvort það fari til heimilislæknis eða sérfræðings. Ég tel að frel- si til að velja sé manneskjunni ákaflega dýr- mætt og í raun nauðsynlegt til aukins þroska og ábyrgðar.Valið á að vera þess sem þarf á þjónustunni að halda. Heilbrigðisstéttir eru til þess að þjóna við- skiptavinunum sem eru neytendur. Hins vegar má auka aðgengi viðskiptavinanna að þjónustunni og auka á þjónustuna og gera samvinnu heilbrigðisstéttanna skilvirkari en hún er í dag og þannig gera heilsugæsluna að þjónustumiðstöð sem stendur undir nafni. Jóhanna Ingólfsdóttir iðjuþjálfi, er sölu og markaðsstjóri hjá Eirberg ehf IÐJUÞJÁLFINN 1 /2002-31

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.