Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 20

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 20
byrjunin á því að ég fór að geta komist fram úr rúminu. Smám saman fór ég að geta þetta allt sjálf. Ef ég hefði ekki fengið þessa súlu veit ég ekki hvenær ég hefði byrjað að reyna að fara fram úr, það hefði alla vega ekki orð- ið svona fljótt. Eg fæ sjúkraþjálfara þrisvar í viku heim, sjúkraþjálfararnir þjálfuðu mig Ef ég hefði ekki fengið þessa súlu veit ég ekki hvenær ég hefði byrjað að reyna að fara fram úr, það hefði allavega ekki orðið svona fljótt. einnig í því að nota súluna. Innan við tveim mánuðum eftir að ég fékk súluna var ég far- in að geta sjálf farið á salernið. Þetta skipti al- veg sköpum fyrir mig. Fyrir mér er þessi súla alveg einstök, sé hana sem gyllta súlu! Eg var alltaf þvegin inn í rúmi. En við fundum það út að með því að hafa stól fram á baði þá gat ég farið fram á bað og þvegið mér með aðstoð. Svo er annað sem Guðrún iðjuþjálfi hefur hjálpað mér með. Mér fannst heimurinn frekar grár á þessum tíma og ákvað því að búa mér til geðheil- brigðiskassa. Ég hringdi í hana og bað hana að hjálpa mér. Hún kom og við fórum að skrifa niður fullt af jákvæðum staðhæfing- um. Þetta hjálpaði heil ósköp. Núna er ég svo farin að geta hreyft mig meira, farin að fara út og geta gert allt sem ég gat ekki, t.d. fara á myndlistarsýningar og tónleika. En Itvað með heimilisstörfin? Varðandi heimilisstörfin þá get ég ekki eldað vegna þess hvernig innréttingin er hérna í húsinu. Það er ekki hægt að sitja við hana og ég get ekki unnið til hliðar við mig út af bakinu. Fyrir aðgerðina gat ég staðið í annan fótinn og vaskað upp, eldað og ýmis- legt fleira. Mig langar til að geta tekið meira þátt í heimilislífinu, ég sakna þess. Þetta hús- næði er á sölu og það verður vonandi allt öðruvísi í nýja húsinu. Merkilegt hvílíkar hugmyndir koma upp þegar maður getur ekki gert hlutina. Jafnvel hlutir sem ég fegin vildi hafa verið laus við áður sakna ég að geta ekki nú, segir þessa glaðbeitta kona og hlær. Ég vona að ég fái þvottahús svo ég geti þvegið þvott. Vonandi verður baðherbergið einnig það gott að ég þurfi ekki hjálp til neins nema hugsanlega að fara í bað. Auð- vitað er ég ánægð með að geta gert það sem ég get í dag en er ekki alveg búin í þessari sjúkdómshrinu ennþá og fæ sennilega ekki fyrri færni aftur. Myndirðu biðja iðjuþjálfa að leiðbeina þér varðandi innréttingu á nýja húsnæð- inu? Já, hiklaust. Reyndar bý ég að reynslu frá því í Danmörku þegar ég lenti í hjólastól. Kerfið er öðruvísi þar en héma. Þá var sent bréf frá spítalanum til hverfamiðstöðvarinn- ar í mínu hverfi og strax daginn eftir að ég kom heim af spítalanum kom kona til að hjálpa mér. I þessari miðstöð var heima- hjúkrunin, heimaþjónustan, föndursmiðja og hópur sem ég sem var í og samanstóð af fötluðum einstaklingum 40 ára og yngri. Einnig var þarna æfingasalur og aðgangur að sjúkraþjálfara. Iðjuþjálfinn var staðsettur þarna líka. Það var hægt að fá keyptan ódýr- an mat í hádeginu. Þetta var mjög góð þjón- ustumiðstöð með fjölbreytta þjónustu. Hún var staðsett rétt við þjónustuíbúðir aldraðra. Þannig blönduðust aldurshóparnir en þó gat hver hópur verið út af fyrir sig. Mér fannst skemmtilegt hvernig margir hópar blönduð- ust á svæðinu. Það sem kom á óvart var að konan sem kom og hjálpaði mér á daginn gerði í raun allt nema skipta um sár sem ég var með en það gerði hjúkrunarfræðingur- inn. Hún hjálpaði mér í bað, við að klæða mig, taka til morgunmat, kaupa inn og gerði líka hreint í íbúðinni. Þannig komu færri manneskjur inn á heimilið en hér. Hérna koma sjúkraliðarnir og hjálpa mér en einnig heimilishjálpin sem tekur til og þvær gólfin. Örfáum dögum eftir að ég kom heim af spítalanum kom iðjuþjálfinn og hjálpaði mér að velja hjólastól en ég var í stól frá spítalan- um þegar ég kom heim. Þeir sem seldu hjóla- stólinn komu með hann heim til mín og ég gat mátað hann þar og athugað hvernig stóllinn hentaði mér. Aður vorum við búnar, iðjuþjálfinn og ég að fara yfir bæklinga og biðja um að hjólastólnum væri breytt þannig Upphafið af batanum var í raun og vera eftir að iðjuþjálfi kom til mín og ég gat byrjað að gera þessa smá hluti sem skipta svo miklu máli fyrir sjálfsvirðinguna. að hann hentaði mér. Iðjuþjálfinn fór einnig með mér yfir baðherbergið hjá mér, hvernig væri hægt að breyta því. Það var reyndar lít- ið mál eina sem þurfti að gera var að lækka spegilinn og setja upp stuðning hjá salern- inu. Eldhúsinnréttingunni var einnig breytt í mína hæð. Iðjuþjálfinn stýrði þessu ferli, ég þurfti hugsanlega að skrifa undir einhverja pappíra en man það þó ekki. Varðandi inn- réttingar á húsnæði þá var ég með í að inn- rétta sumarbústað fyrir fólk í hjólastól. Þá var fengin iðjuþjálfi til ráðleggingar. Það kenndi okkur ýmislegt í sambandi við inn- réttingar. Þó ég sé með góða reynslu af því að innrétta húsnæði fyrir mig þá myndi ég fá iðjuþjálfa til að hjálpa mér að taka endanleg- ar ákvarðanir um innréttingu húsnæðisins þegar þar að kemur. Nú er ekki algengt á Islandi að iðju- þjálfar séu staðsettir utan stofnana. Finnst þér að það eigi að vera aðgangur að iðjuþjálfum utan sjúkrastofnana? Að hafa fengið iðjuþjálfa í tengslum við heimahjúkrun hefur verið frábært fyrir mig. Það er svo margt sem kemur ekki í ljós strax og þá er gott að geta hringt og fengið ráðgjöf. Þegar ég var innlögð á endurhæfingardeild fékk ég fyrir tilstilli iðjuþjálfa, til að geta ver- ið heima um helgar, gálga við rúmið og raf- drifinn botn. Ég hefði ekki farið að hringja þangað mörgum mánuðum eftir útskrift til að spyrja ráða. Þá hefði hugsanlega verið komin nýr iðjuþjálfi sem ekkert var inn í mínum málum. Eftir aðgerðina var bakið á mér hræðilega illa farið og Guðrún iðjuþjálfi gekkst í það að ég fékk nýtt bak í hjólastól- inn. Það þýðir að ég get verið lengur í stóln- um og farið út af heimilinu, í heimsóknir og í Kringluna. Aður en ég fékk nýtt bak í stól- inn gat ég það ekki. Guðrún stóð með mér í þessari baráttu, en það þarf oft að hafa mik- ið fyrir því að fá hlutina í gegn. Mér finnst í raun að við þyrftum að hafa umboðsmann. Það er allt of oft sem aðstandendur eru að ganga á eftir hlutum fyrir fólk sem ekki get- ur það sjálft. En okkar nánustu verða líka þreyttir. Mamma var hjá mér fyrst á eftir að- gerðina og annaðist mig og síðan maðurinn minn á kvöldin. Það er auðvitað ekki hægt að lýsa því hvernig það er að vera ekki sjálf- bjarga með nauðsynlegustu hluti eins og það að komast ekki á salerni og geta ekki annað en legið í rúminu. Þurfa að láta baða sig inn í rúmi, þvo sér, fara á bekken og borða, allt inn í rúmi. Ég reyndi alltaf að fara fram til að borða kvöldmat en þá þurfti að bera mig yfir í stólinn. Upphafið af batanum var í raun og veru eftir að iðjuþjálfi kom til mín og ég gat byrjað að gera þessa smá hluti sem skipta svo miklu máli fyrir sjálfsvirðinguna. Eins að geta farið á salernið þegar maður þarf þess en þurfa ekki að kalla á einhvern til að fara á bekken. Það er erfitt að vera háður öðrum með slíka hluti. Sjálfsvirðingin óx til muna þegar ég gat farið að bjarga mér sjálf. Það hefur því skipt sköpum fyrir mig að hafa haft möguleika á aðstoð iðjuþjálfa eftir út- skrift af sjúkrahúsi. GÁE 20 - IÐJUÞJÁLFINN 1 /2002

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.