Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 17

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 17
Ég er mjög þakklát heilsugæslunni að hafa fengið að taka þátt í ýmsum námskeið- um sem hafa verið í boði fyrir iðjuþjálfa. Síð- ast liðið vor fór ég á norræna ráðstefnu í öldrunarfræðum sem haldin var í Dan- mörku. Það hefur verið mér mjög mikils virði að fá tækifæri til að taka þátt í símennt- un og það er mikilvægt að fylgjast með nýj- ungum innan fagsins. Einnig býður heilsu- gæslan upp á mjög góð námskeið fyrir sitt starfsfólk. Það er búið að tæpa á mörgu en alveg eft- ir að ræða einn málaflokk sem er geðvernd- armálin, en það er stór og óplægður akur og mikið starf fyrir iðjuþjálfa á því sviði. Árið 2000 útskrifuðust fyrstu iðjuþjálf- arnir frá iðjuþjálfunarbraut við Háskólann á Akureyri og var það mikill áfangasigur fyrir stéttina. Áður þurftu nemar að fara erlendis til að læra iðjuþjálfun. Þetta hefur líka það í för með sér að ég tek iðjuþjálfanema í verk- nám tvisvar á ári og hefur það verið mjög ánægjulegt að koma þannig að menntun iðjuþjálfa. GÁE/SÓ Hjördís Harðardóttir sér- fræðingur í heimiiis- lækningum Heilsugæslunni Mjódd Eg var beðin um að lýsa sjónarmiði mínu a þjónustu iðjuþjálfa í heilsugæslunni. Tuttugu ár eru síðan ég útskrifaðist úr laeknadeild Háskóla íslands og eftir framhaldsnám í Svíþjóð í heimilislækn- ingum hef ég starfað 11 ár við Heilsu- gæsluna í Mjódd. A námsárum mínum í Svíþjóð kynnt- ist ég fyrst starfi iðjuþjálfa og opnaðist þar alveg nýr heimur fyrir mér. Fimm ár eru síðan iðjuþjálfar komu fyrst til starfa í heilsugæslunni. Fyrsta árið sem til- raunaverkefni og síðan höfum við í Mjódd verið svo lánsöm að hafa Guð- ninu Hafsteinsdóttur iðjuþjálfa í hlutastöðu. Samstarf við iðju- þjálfa hefur verið gott og gagnlegt fyrir mig. Helst hef ég nýtt mér þjónustuna fyrir eldri skjólstæðinga mína og má þar nefna mat á heimilisaðstæðum, mat á færni einstaklinganna í daglegu lífi og hjálpartækjaþörf. Einnig hefur nýst mér vel þekking og reynsla iðjuþjálfa varðandi hina ýmsu möguleika á þjónustu úti í þjóðfé- laginu fyrir skjólstæðingana, svo sem að kynna fyrir þeim mögu- leika á að stunda áhugamál sín, hitta annað fólk og jafvel dagvist- un- Þetta á einnig við um geðfatlaða einstaklinga. Markmiðið er að rjúfa einangrun þeirra, auka færni þeirra í daglegri iðju og oft að hvíla maka og fjölskyldur. Hluti af verkefni iðjuþjálfa innan skólakerfisins og í leikskólum er forvarnarstarf, stuðningur við starfsfólk, greining og jafnvel meðferðarúrræði. Spurningin er hvort bjóða eiga upp á þessa þjónustu á vegum heilsugæslunnar. Eg veit að skólahjúkrunarfræðingar og hjúkrunarfræðingar í heimaþjónustu sem ég starfa með hafa verið mjög ánægðir með samstarf sitt við iðjuþjálfa. Ég hef einnig notað þjónustu iðjuþjálfa hjá Gigtarfélagi íslands við liðvernd, spelkugerð og mati á hjálp- artækjaþörf með góðum árangri. Ef til vill mætti færa þetta nær okkur í heilsugæslunni. Ljóst er að verkefnin eru mörg og fjöl- breytt og þörf á þessari þjónustu utan stofnanna mikil. Að mínu mati er sjálfsagt að bjóða upp á starfskrafta iðjuþjálfa sem hluta af þverfaglegri þjónustu heilsugæslunnar. Ég er sann- færð um að þekking og reynsla iðjuþjálfa sparar mér sem lækni hma, breikkar sjóndeildarhring minn og nýtist skjólstæðingum okkar til að auka virkni þeirra, leikni og vellíðan. HjördIs Harðardóttir Guðrún Olafsdóttir skóla- hjúkrunarfræðingur, Heilsu- gæslunni Mjódd Ég hef unnið með Guðrúnu iðjuþjálfa frá því að hún byrjaði hérna í heilsugæsl- unni Mjódd, ég var hér fyrir þegar hún kom. í byrjun hafði hún tíma til að sinna þeim hluta heilsugæslunnar sem ég vinn við og snýr að börnunum. Hún kom í skólana og einnig í ungbarnaverndina. Okkur tilheyra þrír skólar hver um sig með um 600 börn, átta leikskólar. Mér fannst eins og ég fengi gull að fá iðju- þjálfa sem hægt var að leita til með börn- in. Sérstaklega þau sem við vorum ekki örugg með hvort þyrfti að senda í frek- ÓlaFSDÓTTIR ari greiningu og þjálfun. Hún tók þau í mat og gaf síðan kennara og foreldrum ráðleggingar. A meðan hún var ekki eins ásett í öldrunarmálun- um sinnti hún þó nokkuð af börnum í skólunum. Núna hefur hún nánast alveg þurft að hætta að sinna börnunum vegna tímaskorts. Sérstaklega eftir að heimahjúkrunin fluttist miðsvæðis, þá hefur tími hennar minnkað mikið hér á stöðinni. Hún kemur þó enn á hverju hausti og er með okkur í verkefni sem heitir Tove Krog. Þetta er próf fyrir sex ára börnin, þar sem verið er að skoða hug- takaskilning hreyfifærni, einbeitingu og fleiri þætti. Hún hefur skoðað setstöður og blýantsgrip. Á meðan hún gat sinnt skólunum skoðaði hún einmitt setstöð- ur nemenda og vinnuaðstöðu þeirra almennt en hún er því miður bágborin víða. Það eru dæmi þess að í einum bekk sé ekkert barn sem nær niður á gólf með fæturnar. Þetta hefur lagast og þegar farið er að kaupa ný húsgögn er hugsað betur út í hvort þetta séu húsgögn sem passi þeim aldri sem verið er að kaupa fyrir. Nú þegar skólamir em orðnir einsetnir eru ekki lengur margir aldurs- hópar sem sitja í sömu stólunum og því er frekar hægt að koma til móts við þarfir hvers aldurshóps fyrir sig. Ég tel að það hafi haft góð áhrif að fá iðjuþjálfa inn í skólana. I skólanum þar sem ég er benti Guðrún til dæmis á að það þyrftu að vera hækkanlegir skrif- borðsstólar í tölvuverinu og nú em einmitt komnir slíkir stólar þar fyrir alla nemendur. Þetta hefur ómetanlegt forvarnargildi. Þannig að ég vildi sjá iðjuþjálfa í skólunum. Ég myndi segja að það væri nóg að gera fyrir iðjuþjálfa í fullri stöðu bara í þeim þrem skólum sem tilheyra svæðinu okkar. Og þó við fengum ekki að ráða nema iðjuþjálfa í heila stöðu hér á heilsugæslunni þá væri það betra en ekki. IÐJUÞJÁLFINN 1 /2002 - 1/

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.