Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 19

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 19
lengi og samskiptin komin í ákveðin farveg. Það hefur reynst vel að setjast niður með fólkinu og ræða málin og oft hefur verið hægt að leysa hlutina." Iðjuþjálfinn kemur inn á öðrum fors- endum með annað sjónarhorn. Soffía: „Fólk lítur öðruvísi á iðjuþjálfann en okkur. I vitjunum hennar geta komið upp hlutir sem við vitum af en hafa kannski ekki komið upp á borð fyrr." Reynt er að koma á tengslum við iðju- þjálfa sem vinna á spítölunum við iðju- þjálfann hjá heimaþjónustu. Guðrún J.: „Á útskriftarfundum hef ég oft bent á að mikilvægt sé að iðjuþjálfinn á spitalanum tali við iðjuþjálfann hér þannig að samvinnan sé sem best. Þannig reynum við að koma á samvinnu milli spítala og iðju- þjálfa í heimaþjónustu." Iðjuþjálfinn sér oft um mat á þörf fyrir hjálpartæki, umsóknir um hjálpartæki, sem °S ráðgjöf varðandi þau. Guðrún H.: „Það getur verið mikil vinna að sækja um hjálpartæki fyrir fólk. T.d. er ekki nóg að skrifa hjólastóll þegar sækja á um hjólastól eða rafmagnshjólastól. Það eru gátlistar sem þarf að útfylla í samráði við þann sem á að nota stólinn. Síðan þarf að prófa hinar mismunandi gerðir sem til eru því engum er greiði gerður að vera með hjálpartæki sem ekki hentar og mun þar af leiðandi aldrei verða notað. Við iðjuþjálfar teljum okkur sérfræðinga hvað varðar ráð- leggingar um hjálpartæki og aðlögun/breyt- ingum á umhverfi. Hjúkrunarfræðingar hafa sinnt umsóknum á hjálpartækjum en ég held að þessi málaflokkur ætti að vera í höndum iðjuþjálfa. Sjúkraþjálfarar sjá líka um þetta, sérstaklega gönguhjálpartæki, en það kemur samt stundum fyrir að sjúkraþjálfarar sem vinna í heimahúsum, hringja í mig og biðja um aðstoð við val á hjálpartækjum." Kristbjörg: „Starf iðjuþjálfans hefur minnkað vinnu hjúkrunarfræðinganna með því að sjá um umsóknir á hjálpartækjum." Guðrún J.: „Guðrún er góð í því að finna út hvaða hjálpartæki henta hverjum skjól- stæðingi best". Kristbjörg: „I sumum tilvikum eru hjálp- artæki þegar inni á heimilinum og fólkið vill ekki nota þau og þá er gott að fá einhverja manneskju utanfrá, sem ekki er með þennan daglega kontakt." Guðrún H.: „Sérstaklega þegar fólk þarf að fara að nota lyftara og slíkt". Enika Hildur: „Iðjuþjálfinn finnur oft lausnir fyrir fólk sem getur illa bjargað sér og getur gefið þeim leiðbeiningar." Oft á fólk betra með að komast fram úr rúmi eftir að hafa fengið hjálp- artæki og er orðið meira sjálfbjarga. Það fækkar komum hjá okkur. Guðrún J.: „Það er erfitt fyrir fólk sem er að tapa hratt færni að þurfa að fara að nota lyftara til dæmis. Það gæti upplifað þetta sem tap á sjálfstæði og það þarf að fara mjög gætilega að fólki. Gott að fá einhvern utan- aðkomandi sem ræðir þetta í samvinnu við starfsfólkið sem sinnir skjólstæðingnum daglega." Það er greinilegt að starf iðjuþjálfa í heimaþjónustu er mjög fjölbreytt. Ásamt því sem þegar hefur komið fram kemur hún ein- nig inn í starfsmannafræðslu eins og t.d. um líkamsbeitingu og vinnuhagræðingu. Einnig kemur hún inn í forvarnarstarf. Ingibjörg S.: „Guðrún hefur í samstarfi við hjúkrunarfræðing í heilsuvemd aldr- aðra, Evu Hreinsdóttir á Hlíðarstöðinni komið af stað fyrirlestrum í þjónustumið- stöðvum aldraðra. Þær fara inn í þjónustu- miðstöðvar Hlíðarsvæðis með fræðslu um forvarnir. Mér finnst þetta mjög spennandi. Svona samstarf hefur ekki verið áður á milli heilsugæslu og þjónustumiðstöðva svo þetta er alveg nýtt. Iðjuþjálfinn bendir fólki einnig á leiðir til að komast af stað í hinu daglega lífi t.d. fara í þjónustumiðstöðvarnar og kynnir því hvað er í boði í kerfinu." Eitt af markmiðum heimahjúkmnar er að hvetja einstaklinginn til sjálfshjálpar, með því að efla sjálfstraust og sjálfsvirðingu hans. Það var því gaman að skynja að hugmynda- fræði iðjuþjálfa virðist passa mjög vel að starfinu þarna. Ingibjörg B.: „Oft á fólk betra með að komast fram úr rúmi eftir að hafa fengið hjálpartæki og er orðið meira sjálfbjarga. Það fækkar komum hjá okkur. Það er ekki bara þægindi fyrir fólkið heldur getur þetta líka verið sparnaður. Stundum höfum við þurft að fara daglega, en getað minnkað það allt upp í einu sinni í viku." Að þessu loknu þakkaði ég fyrir mig og hvarf á braut, reynslunni ríkari. GÁE Reynslusaga Til að fá fram sjónarhom sem flestra á þjónustu iðjuþjálfa t heilsugæslu, fengum y ið t ritneftid Iðjttþjálfatts að ræða við 37 nra 8amla kottu sem notið Itefttr þjónustu G'iðrtíttar K. Hafsteinsdóttur iðjuþjálfa. Thin hefur einnig reynsltt af þjónustu iðju- l’jálfa t Danmörku. Þessi kona Itefttr verið máttlítil ífótum eftir slys 1994 og þurft að ”ota hjólastól. Htín gat áður séð utit sig sjálf og unnið létt heimilisstörf en fékk nðstoð við þrif. Fyrir ttokkru fór hún t órjósklosaðgerð settt hafði ófyrirséðar af- leióingar og versnaði færtti henttar til miina eftir það. Hvemig var aðkotna iðjuþjálfa í þtnu tilviki? Þegar ég kom af spítala eftir brjósklosað- gerð tók heimahjúkrun við mér. Eina sem ég gat var að liggja á bakinu inn í rúmi, ég gat ekki komist í hjólastólinn né á salerni, ég gat ekki neitt. Eg held að ástæðan fyrir því að Guðrún iðjuþjálfi kom fyrst til mín hafi ver- ið sú að það var erfitt fyrir sjúkraliðana að bogra yfir rúminu þegar þær voru að sinna mér. Sótt var um upphækkun til að setja undir rúmið sem kom reyndar ekki að gagni, því þegar hún kom var ég farin að komast fram úr sjálf. Guðrún var með nema með sér sem reyndist mér ákaflega vel og hún tók mig í próf (COPM matstæki sem mælir færni við iðju - innskot blaðamanns). Á endanum brotnaði ég alveg saman því allt sem mig langaði til að gera það gat ég ekki. Við ræddum hvað hægt væri að gera og tveim dögum síðar komu skvísurnar með súlu til mín! Þær settu hana upp inn á baðherbergi. Með mikilli hjálp komst ég fram úr rúminu, í hjólastólinn og fram á bað. Síðan fékk ég aðstoð við að standa upp en gat gripið í súluna og þannig farið sjálf á salernið. Eg var með salernisupp- hækkun fyrir sem kom sér vel. Þetta var IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2002 - ip

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.