Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 14
14 MMm
*u-i*
•k
Jólasaga eftir Magnús B. Jónsson
Teikningarnar gerói Reynir B. Ragnarsson
Horaða jólatréð
Það er ekki auóvelt að
vera jólatré. Ekki nóg með
að gerðar séu kröfur til að
vera af ákveðinni tegund
heldur að vera bæði stórt
og fallegt. Það sást
best á þessari frétt sem
birtist út um allt í frétta-
blöðum og á vefnum.
Börnin björguðu
“horaða” jólatrénu
Það erfastur liður í
jólahaldinu á Skagaströnd að
kveikja ájólatré á svonefndu
Hnappstaðatúni í miðbœnum.
í ár kom úr Kjarnaskógi
frekar lítið og rýrtjólatré og
varþað sett upp á sínum stað.
Bœjarbúar létu óáncegju sína
strax í Ijós við bœjaryfirvöld,
um aðjólatréð væri rýrt og
vildu fá stœrra tré. Sú rödd
náði eyrum sveitarstjórnar
sem brást hart við og útvegaði
annað og veglegra jólatré.
Þegar þessir atburðir
spurðust út meðal œskunnar
á Skagaströnd aðfarlægja
ætti litla tréð brugðu börnin
á það ráð að standa vörð
um það. Þau stóðu fyrir
undirskrifiasöfnun meðal
krakkanna í skólanum
ogfærðu oddvitanum
bænarskjalið.
í bréfnu stóð: “Jólatré jólatré.
Við vorkennum litla horaða
jólatrénu og viljum ekki láta
henda því.”
Ef ég á að segja eins og er finnst
mér þetta fremur óréttlátt. Ég
tala þar af talsverðri reynslu
þar sem ég er jú tréð sem kallað
hefur verið því ósmekklega
nafni „horaða jólatréð". Hver
vill láta kalla sig “horaða
jólatréð” og það í blöðunum?
Mér fannst þetta næstum því
særandi og er ég þó ýmsu vant
frá uppvaxtarárum mínum. Ég
man þegar ég var að alast upp í
Kjarnaskógi horfði ég til hinna
trjánna í skóginum og dáðist
að þeim sem gnæfðu upp yfir
okkur græðlingana. Svona
vildi ég vera, svona stórt og
fallegt tré. Hugsa sér þvílíka
víðsýni og tign.
Ég ræddi þetta einhvern
tímann við hina græðlingana
í kring. Það voru nú eiginlega
mistök þvi græðlingur sem
stóð rétt við mig og var bara
nokkrum sentimetrum hærri
en ég hreytti í mig ónotum
og þóttist vera eitthvað. Hvað
Ræfilshríslan þln!
ætli þú verðir nokkurntíma
að almennilegu tré. Þú ert
ekkert annað en ræfilslegur
græðlingur.
Mér fannst þetta nú óþarfi.
Þótt hann væri kannski pínu-
lítið stærri en ég og stæði líka
svolítið ofar í brekkunni. Ég
sagði ekki neitt og hugsaði um
þetta í tvær vikur. Sko, þegar
maður er tré þarf maður aldrei
að flýta sér. En þegar ég var
búin að hugsa um þetta sagði
ég ákveðin: Ég ætla samt að
verða svona stórt og fallegt tré
þegar ég verð stór.
-Æ, góða vertu ekki að
monta þig ræfilshríslan þín,
sagði montprikið, sem þóttist
vera eitthvað meiri en ég. Mér
brá svolítið, en þótti samt enn
verra að nokkrir græðlingar
sem voru jafngamlir og ég
tóku undir og kölluðu mig líka
ræfilshríslu. Ég ákvað að þegja
en einsetti mér að verða bara
stórt og fallegt tré.
Allt þetta sumar gerði ég
allt sem ég gat til að verða stór.
Ég breiddi út litlu greinarnar
mínar og safnaði sólarljósi.
Ég teygði líka ræturnar niður
í moldina til að hafa nóg að
drekka svo ég gæti stækkað.
Veturinn kom. Þá svaf ég
eiginlega allan tímann. Þó man
ég að einhvern tímann hrökk
ég upp við óhugnalegt hljóð
sem ég hafði ekki heyrt áður og
um leið féll eitt af stóru fallegu
trjánum til jarðar. Ég skildi ekki
almennilega hvað var að gerast
Montprikið stjómaði umræðunni.
en var samt svolítið sorgmæt
af því þetta var einmitt eitt af
trjánum sem ég hafði dáðst svo
mikið að.
Næstu sumur gekk mér
bara vel að stækka en samt ekki
nóg. Montprikið fyrir ofan mig
stækkað meira en ég og Það
gerðu hinir græðlingarnir líka.
Þeir fengu meiri birtu því stórt
og gamalt tré skyggði á sólina
fýrir mér einmitt þegar hún var
björtust og heitust á hverjum
degi en hin trén sluppu við
skuggann. Svo fékk ég ekki nóg
vatn. Það var nefnilega eitthvað
hart undir rótunum svo ég
kom Þeim ekki almennilega
niður. En Þetta breytti engu, ég
var ákveðið í að verða stórt og
fallegt tré.
Þannig liðu sumrin hvert
á fætur öðru. Hin trén uxu
og urðu stór og mikil og þau
skyggðu smám saman meir og
meir á mig. Nokkrum sinnum
hafði ég reynt að kynnast þeim
því þau voru jú nágrannar
mínir en það var sama
sagan og áður. „Montprikið"
stjórnaði allri umræðunni í
brekkunni okkar og sagði mér
að þegja í hvert sinn sem ég
reyndi að tala við hin trén. Mér
var sagt að ég væri ræfilshrísla
sem ætti ekki að þykjast vera
eitthvað. Þrátt fyrir þetta voru
sumrin samt yndisleg, langir,
bjartir dagar og Þessi hlýja
rigning. Þótt ég fengi ekki nóg
sólarljós og brekkan væri hörð
undir rót, leið mér samt vel og
barrnálarnar mínar döfnuðu,
urðu grænar og fallegar.
Auðvitað hefði verið gaman
að hafa góða og skemmtilega
nágranna en gamla tréð reyndi
að vera gott við mig og sagði
mér að þótt það skyggði á
sólina fengi ég annað í staðinn
og það væri nauðsynlegt skjól.
Svo sagði það mér frá vindum
sem blésu og réðust á tré og
reyndu að skemma þau.
Gamla tréð varð mjög
mæðulegt þegar það rifjaði
upp grimman vetrarvind fýrir
mörgum árum sem hefði rifið
og skemmt bæði greinar og
barr. Þú varst heppin að lenda
ekki í þeim vindi, sagði það.
Þú hefðir ekki borið þitt barr á
eftir.
Ég hafði svo sem fengist
að kynnast vindum og stormi
þótt þeir væru ekki eins vondir
og sá sem gamla tréð hafði
kynnst. Annars var það orðið
svo gamalt að það var eiginlega
alveg hætt að taka eftir neinu.
Þannig liðu árin hvert
öðru lík. Það kom nokkrum
sinnum fyrir að ég hrökk upp
af vetrarsvefninum við þetta
hryllilega hljóð sem ég hafði
heyrt veturinn sem stóra fallega
tréð féll. Lengi vel vissi ég ekki
hvað þetta var en einu sinni
þegar ég hafði hrokkið upp við
sama hljóðið sá ég einhverjar
verur standa skammt frá og
mér heyrðist hljóðið koma
frá þeim. Þessar verur voru
dálítið skrítnar og allt öðruvísi
en trén í kring. Þær voru með
tvær greinar sem aldrei voru
kyrrar, ekkert barr var á þeim
og stofninn klofnaði í tvennt
niður við jörð. Þar að auki
virtust þær geta komið og
farið.
Annars átti ég í vandræðum
með að fýlgjast með þeim
því ég hafði hrokkið upp
af vetrardvalanum og var
ekki vant því að fylgjast með
einhverju sem hreyfðist svona.
Hávaðinn kom aftur rétt hjá
mér og ég sá gamla tréð falla.
Þá sá ég hina hliðina á því og
þar vantaði eiginlega allar
greinarnar og barrið. Ég heyrði
að Montprikið hafði vaknað
líka því það sagði reiginslega:
Það var nú gott að losna við
þetta gamla ljóta tré því þá er
meira pláss fýrir okkur hin.
Nokkur tré í vinahópnum
tóku undir þetta en mér fannst
þetta ekki fallega sagt. Ég
heyrði verurnar tala saman og
í fýrsta sinn heyrði ég þetta
skrítna orð “jólatré”. Þær bentu
á tré sem stóð dálítið frá okkur
og hávaðinn varð ærandi.
Næsta sumar var miklu
bjartara og ég fann að mér gekk
vel að vaxa. Ég var að verða jafn
hátt og nokkur tré í nágrenninu
en það var svolítið minna á
greinunum og stofninn minn
var kannski dálítið grennri.
Þetta sumar sá ég nokkrum
sinnum verurnar en þeim fylgdi
enginn hávaði. Þær komu og
skoðuðu okkur og þau dáðust
að Montprikinu og nokkrum
öðrum trjám. Ég get svo sem
viðurkennt að þau voru öll
orðin stór og falleg tré en mér
líkaði samt ekki sérlega vel við
þau. Ég skildi ekki afhverju tré
sem voru svona falleg, höfðu
nóga birtu og fengu greinilega
nóg að drekka þyrftu að vera
vond við þá sem gekk illa
að stækka. Þótt ég hefði haft
nógan tíma til að hugsa, gat ég
bara ekki skilið þetta.
Síðastliðið vor hafði
Montprikið meira að segja
reynt að slá til mín í roki. Það
barði greinunum í áttina að
mér en ég slapp af því rokið
sveigði mig frá. Annars hefði
ég örugglega misst framan af
grein.
Svo var það einn svalan
vetrardag að ég vaknaði af
dvalanum en í þetta sinn var
það ekki af hljóðinu hryllilega
heldur af því mér fannst