Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 16
1 6 | T Ö LV U M Á L Staðallinn tilbúinn í árslok 2006 ICEPRO hefur tekið þátt í vinnu með hinum Norðurlöndunum um gerð samnorræns staðals um rafræna reikninga sem byggi á UBL XML staðalinn frá OASIS stofnunni. Bretar taka einnig þátt í þessari vinnu og er verkefnið því Norður Evrópskt. ICEPRO hefur ráðið til sín starfsmann vegna verkefnisins og hafa hagsmunaaðilar tekið virkan þátt í því. Auðveldar alþjóðleg samskipti og viðskipti Markmið verkefnisins er að ná samkomulagi milli ríkis og atvinnulífs um val á XML stöðlum fyrir rafræn viðskipti á Íslandi. Að sögn Arnar gengur verkefnið út á að fella sér-íslenskar kröfur að staðlinum UBL 2.0 ,,Staðallinn mun ekki breytast né heldur íslenskar kröfur til hans. Staðallinn og kröfur okkar og annarra landa fá “viðhaldsendurskoðun” fram eftir næsta ári, en engin áætlun liggur fyrir um það.” Meðan að samráðsnefndin er að stilla upp leiðbeiningum um notkun staðalsins á Norðurlöndun er tækninefnd ICEPRO að vinna að gerð leiðbeiningahandbókar um innleiðingu þeirra hér á landi. Stór hluti vinnunnar er fólginn í að leita uppi og gæta sérhagsmuna íslands sem geta verið fólgnir í íslenskri löggjöf eða viðskiptavenjum. Bergþór segir að þessi fyrsti áfangi taki ekki bara á reikningum, heldur einföldum pöntunum sem er svipað ferli og EDIFACT dekkar. Næstu áfangar eru t.d. afhendingarskeyti, vörulistaskeyti, flóknari innkaup og tollafgreiðsla. Áfram heldur Norður Evrópskt verkefni um að staðla rafræna reikninga og hefur ICEPRO forgöngu um verkefnið fyrir hönd Íslands. Tölvumál ræddi við Örn Kaldalóns framkvæmdastjóra ICEPRO og Bergþór Skúlason hjá Fjársýslu Ríksins. Bergþór hefur stýrt vinnu tækninefndar ICEPRO sem leitt hefur aðkomu Íslands að verkefninu. Bergþór segir að Fjársýslan og Fjármálaráðuneytið stefni að því að íslenska ríkið taki einungis við rafrænum reikningum á næstu tveimur eða þremur árum eða svo. Allir reikningar til íslenska ríkisins líklega rafrænir innan nokkurra ára Verkefnið mun liðka fyrir viðskiptum milli landa en að sögn Bergþórs mun ekki reyna á það fyrr en á næsta ári hversu vel tekst til. ,,Það eru aðrar reglur sem gilda í viðskiptum innan landa en í millilandaviðskiptum. Til dæmis skiptir virðisaukaskattur ekki máli í viðskiptum á milli landa en þar skipta tollflokkar máli. Við viljum sjá tilraunaverkefni á þessu sviði sem fyrst. “ Betri nýting á fjárhagskerfi ríksins Íslenska ríkið hefur innleitt nýtt fjárhags og launakerfi í Oracle e-business suite. Fjármálaráðuneytið leiðir heildarstefnumótun fyrir rafræna innkaupastefnu ríkisins. Þar fellur undir samræming ytra umhverfis sem tekur m.a. á XML stöðlum og innleiðing rafrænna reikninga hjá Fjársýslu ríkisins. Ráðuneytið ákvað að móta stefnu um staðla fyrir rafræna reikninga í samráði við atvinnulífið og því er þetta verkefni komið til ICEPRO að sögn Bergþórs. ,,Við viljum nýta okkar kerfi betur með rafrænum viðskiptum,” segir Bergþór. Hann bætir því við að Fjársýslan álíti það sitt hlutverk að drífa áfram notkun rafrænna reikninga enda sé íslenska ríkið stærsti kaupandi vöru og þjónustu hér á landi. ”Íslenska ríkið var að leita að XML staðli fyrir bókhaldskerfi sitt og eðlilegt var að skoða hvað Danir eru að gera”. Danska ríkið ákvað að frá og með febrúar 2005 skyldu allir skila reikningum til danska ríkisins á rafrænu formi. Danir völdu XML UBL staðalinn eins og nánar verður komið að hér á eftir. Ávinningur og kostnaður við rafræna reikninga Bergþór segir að fjárhagslegur ávinningur af innleiðingu rafænna reikninga Stöðlun í Norður Evrópu Viðtal: Jón Heiðar Þorsteinsson 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3316

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.