Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 26
2 6 | T Ö LV U M Á L á debetkortum. Rafrænu skilríkin má nota á marga vegu, meðal annars til auðkenningar fyrir þá rafrænu þjónustu sem hið opinbera og atvinnulífið býður upp á og þar sem þörf er á einstaklingsmiðuðum aðgangi. Einnig má nota þau til að undirrita alls kyns umsóknir, skuldbindingar og skjöl. 5. Þátttaka í lýðræðislegum ákvörðunum Þetta er mikilvægt verkefni í stefnunni um upplýsingasamfélagið fyrir 2004- 2007. Tvö tilraunaverkefni hafa farið fram, annað á vegum félagsmála- ráðuneytisins12 og hitt á vegum sveitarfélagsins Garðabæjar13. Þar voru prófaðar ýmsar aðferðir í samskiptum við borgarana og síðan gefnar út ábendingar um umræðutorg, netspjall og rafrænar kannanir en tilgangur þeirra er að auðvelda stofnunum, ráðuneytum og sveitarfélögum að auka samráð og samskipti við almenning14. Mælikvarðar á framgang Mikil áhersla er lögð á að hægt sé að meta sem best framþróun og árangur í Evrópu fram til 2010 og að notaðir verði sameiginlegir mælikvarðar innan allra ríkja ESB og EES. Framþróun hefur verið mæld í nokkur ár en þar sem margar þjóðir eru farnar að nálgast hámark í mælikvörðunum var talin þörf á að þróa nýja mælikvarða sem miðuðust við nýjar kröfur og gæfu hvað besta mynd af því sem er að gerast. Þessir nýju mælikvarðar verða teknir í notkun á næsta ári. Fyrirtækið CapGemini15 hefur frá árinu 2001 unnið að mælingum fyrir Evrópusambandið og aðallega mælt framboð á rafrænni þjónustu hjá opinberum aðilum innan sambandsins ásamt löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Skilgreindar voru í upphafi tuttugu gerðir af grunnþjónustu og hefur verið fylgst með því hvernig miðaði að gera þær rafrænar. Tólf þeirra vörðuðu hinn almenna borgara og átta voru fyrir fyrirtæki. Til að meta þróunarstig þjónustunnar var útbúinn skali í fjórum liðum, upplýsingar, samskipti í eina átt (t.d. hægt að prenta út eyðublöð), gagnvirk samskipti (t.d. hægt að skila inn eyðublöðum rafrænt) og rafræn málsmeðferð (alsjálfvirk afgreiðsla). Nú hafa hins vegar margar þjóðir náð markmiðum fjórða stigs um rafræna málsmeðferð. Því hefur verið ákveðið að bæta við skalann fimmta stiginu sem kalla má “Markviss samskipti” (e. Targetisation). Það mælir hversu vel þjónustan miðast við þarfir notandans, til dæmis með því að einfalda og minnka skráningarvinnu hans og sækja fyrir hann upplýsingar úr öðrum kerfum. Nýi mælikvarðinn lítur út eins og mynd 1 sýnir. CapGemini hefur einnig mælt hversu stór hluti af hinum tuttugu tegundum af þjónustu sem unnið er með væri orðinn fyllilega rafrænn. Þetta atriði mun haldast óbreytt. Mynd 2 - Samanburður á framboði og notkun á rafrænni þjónustu Mynd 3 - Þroski þjónustunnar (<25% engin þjónusta, 25-50% upplýsingar, 50-75% samskipti í eina átt, 75-99% gagnvirk samskipti, 100% rafræn málsmeðferð) Mynd 4 – Hlutfallslegur fjöldi þjónustu sem fellur undir rafræna málsmeðferð Mynd 1 - Þroskastig rafrænnar þjónstu Upplýsingar Samskipti í eina átt Gagnvirk samskipti Rafræn málsmeðferð Markviss samskiptiÞr óu n Þroski 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3326

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.