Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 42

Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 42
4 2 | T Ö LV U M Á L hraðinn og gæði og öryggi opinberra vefja styrkja helstu einkenni og leikreglur lýðræðisins. Þessi áhrif aukast eftir því sem opinberar stofnanir ganga lengra í formbreytingunni. Gagnsæi er notað um öll þau áhrif vefþjónustu sem gefa notandanum tilfi nningu fyrir því að hann skilji og sjái fyrir sér vinnslu og vinnsluferil máls hjá þjónustustofnun. Gagnsæi er mikilvægt einkenni þessa nýja rafræna vinnsluforms og hefur áhrif út fyrir hin lýðræðislegu gildi, styrkir valdefl i og gefur tilfi nningu fyrir minni framandleika hins opinbera. Þá eru ótalin skilvirkni og hagkvæmni. Hið fyrra með því að upplýsingatækni eykur afköst, hraða og einfaldar þjónustu en hið síðara vegna vinnusparandi áhrifa vel framsettra og samræmdra upplýsinga sem hafa þarf við hendina við lausn verkefna.” Gott innihald en bæta má virkni Haukur telur að innihald opinberra vefja á Íslandi sé víðtækt og vandað. ,,Hvað varðar innihald opinberra vefja þá standa opinberir aðilar sig jafnvel mjög vel, en alþjóðlegur samanburður er ekki fyrir hendi. Málefni forms og móttöku sitja hins vegar eftir. Í löndum þar sem formbreytingin er lengst komin opnar hið opinbera aðgengi að stjórnsýslunni á einni upphafssíðu, portal. Dæmi um þetta er bandaríski vefurinn www.fi rstgov.gov. Kostur þeirrar skipulagningar á upplýsingum er að hún einfaldar aðgengi og eykur mjög hraða og hagkvæmni. Það leiðir af sér jákvæðari áhrif en önnur þekkt skipulagning upplýsinga. Samræmd þjónusta þvert á málafl okka er kölluð lárétt vefþjónusta og ef hún nær til eins málafl okks og tekur yfi r öll stjórnsýslustig þá heitir hún lóðrétt vefþjónusta. Til eru fjölmargir kvarðar yfi r form og tækni vefja og er ákveðin kvarðagerð algengust, kennd við Layne og Lee þar sem einföld upplýsingagjöf á ógagnvirkum vef er 1. stig og hæsta stig er portal með ríkulegri þjónustu. ,,Vefi r íslensku stjórnsýslunnar koma illa út úr þessum prófum samanborið við nágrannalöndin. Form þeirra er hlutfallslega frumstætt þótt innihaldið sé sennilega ríkulegt, en innihald er ekki mælt á þessum kvörðum. Ef til vill er smæð stofnana dýr, en samkvæmt bókinni ætti að vera mögulegt fyrir hið opinbera að sækja verulega hagkvæmniávinninga með uppsetningu stórra portalkerfa,” segir Haukur. Einfaldleikann skortir Hann segir jafnframt að nokkuð skorti upp á einfaldleika opinberra vefja hér á landi. ,,Sem stendur segjast 34% þjóðarinnar lesa opinbera vefi . Ef vefi rnir Styrking lýðræðisins með þjónustu hins opinbera á Netinu Heimild: Haukur Arnþórsson Haukur Arnþórsson Nánari upplýsingar í síma 5103100, www.hugvit.is GoPro fyrstu kynni er byrjunarpakki fyrir smærri fyrirtæki sem vilja innleiða rafræna skjalastjórnun með lítilli fyrirhöfn. Byrjunarpakkinn inniheldur GoPro.net hugbúnað, uppsetningu, námskeið, ítarlegar leiðbeiningar og eftirfylgni. GoPro er veftækt verkefna- og skjalastjórnunarkerfi sem er fullkomlega samþætt við Microsoft Office og Windows stýrikerfið. Fyrir þá sem vilja ná árangri! GoPro fyrstu kynni 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3442

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.