Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 21
T Ö LV U M Á L | 2 1 Sigurður Davíðsson menntamálaráðuneyti Sumt eldra efni (eldra en 2005), t.d. ýmsar PDF- og DOC-skrár, getur verið þannig frágengið að erfitt muni reynast að gera það aðgengilegt að fullu. Viðmiðunarreglur WCAG 1.0 eru frá árinu 1999. Unnið hefur verið að endurskoðun á reglunum að undanförnu undir vinnuheitinu WCAG 2.0. Stefnt er að því að þær taki gildi í lok ársins 2006 eða í byrjun 2007 og verða þær þá um leið viðmiðunarreglur Stjórnarráðsvefs. stuðla að því að fatlaðir og aðrir hópar sem gefa þarf sérstakan gaum í upplýsingasamfélaginu geti nýtt sér þjónustu á Netinu. Forsætisráðherra lagði skýrsluna fram í ríkisstjórn í janúar 2006. Ákveðið hefur verið að fara að þeim tillögum sem lagðar eru fram í skýrslunni og stefna að því að allir opinberir vefir á Íslandi uppfylli ákveðnar lágmarkskröfur í aðgengismálum. Í tillögunum kemur meðal annars fram eftirfarandi: • Nýjar viðmiðunarreglur W3C um aðgengismál verði þýddar á íslensku um leið og þær taka gildi og birtar á Stjórnarráðsvefnum. • Opinberir aðilar verði hvattir til að marka sér stefnu í aðgengismálum fyrir árslok 2006. • Stefnt verði að því að opinberir aðilar uppfylli lágmarkskröfur W3C um aðgengi að vef fyrir árslok 2007. • Sett verði upp viðmið og leiðbeiningar á sérstakri aðgengissíðu. • Fyrirtæki verði hvött til að taka mið af viðmiðunum hins opinbera og marka sér stefnu í aðgengismálum. • Opinberir aðilar verði hvattir til að koma sér upp þekkingu á aðgengismálum eða til að nýta sér þjónustu fyrirtækja og sérfræðinga í aðgengismálum, meðal annars varðandi ráðgjöf og úttektir á vefjum sínum. • Þess verði gætt þegar gæði rafrænnar þjónustu og útbreiðsla eru könnuð að slík könnun nái einnig til þeirra þátta er varða aðgengismál. • Farið verði fram á að þeir hugbúnaðarseljendur sem hið opinbera skiptir við geri grein fyrir því hvernig hugbúnaður þeirra kemur til móts við kröfur W3C um hugbúnað. Aðgengisstefna fyrir Stjórnarráðsvef Í því skyni að bæta aðgengi að vefjum ráðuneytanna hefur Stjórnarráð Íslands nú sett fram eftirfarandi aðgengisstefnu fyrir vefi sína og birt á vefnum: • Stjórnarráð Íslands hefur einsett sér að gera Stjórnarráðsvefinn aðgengilegan fötluðum. Stefnt er að því að allt efni á vefnum muni að minnsta kosti standast viðmiðunarreglur WCAG 1.0 af gerð A fyrir 1. júlí 20071. Stjórnarráð Íslands mun endurskoða stefnu sína árlega í því skyni að uppfylla enn betur kröfur um aðgengi allra að vefnum. Einstök ráðuneyti geta hvert fyrir sig sett sér markmið um að ná tilteknu aðgengisstigi fyrr en kveður á um í sameiginlegri aðgengisstefnu fyrir Stjórnarráðið og vísað í það á vef sínum. Vefstjórn Stjórnarráðsins hefur það hlutverk að tryggja að Stjórnarráðsvefurinn uppfylli ávallt sett markmið um aðgengi. • Síður á Stjórnarráðsvefnum sem uppfylla aðgengisstefnu eru merktar sérstaklega með táknmynd W3C sem komið er fyrir neðst í vinstri dálki og krækt í síðu þar sem fram kemur fyrir hvað táknmyndin stendur. • Á Stjórnarráðsvefnum er í ýmsum tilvikum vísað á vefi stofnana, félagasamtaka eða fyrirtækja. Aðgengisstefna Stjórnarráðsvefsins nær eingöngu til hans en ekki þeirra vefja sem vísað er á. • Efni frá þriðja aðila sem birt er á vefjum ráðuneyta skal uppfylla kröfur um aðgengi fyrir alla. Þá verður farið fram á að hugbúnaðarsalar sem ráðuneytin skipta við geri grein fyrir því hvernig búnaður þeirra tekur tillit til aðgengismála. Jafnframt skal tryggt að starfsmenn hafi aðgang að þeim hugbúnaði sem nauðsynlegur er til að gera efni aðgengilegt. • Séð verður til þess að starfsfólk fái þá þjálfun sem til þarf miðað við starf sitt og hlutverk. Boðið verður upp á endurmenntun eftir því sem kröfur um aðgengi breytast eða ný tækni kemur fram. Þetta verður meðal annars gert með því að koma upp sérstakri upplýsingasíðu um aðgengismál á UT-vefnum; ut.is/adgengi. Fræðsla um aðgengismál Mikilvægt er að vefstjórar og aðrir sem koma að vefmálum hafi aðgang að greinargóðum upplýsingum um hvernig bæta megi aðgengi að vefjum. Forsætisráðuneyti hefur sett upp sérstaka vefsíðu á vefnum ut.is/adgengi þar sem teknar hafa verið saman slíkar upplýsingar. Sem dæmi um upplýsingar sem þar má finna eru leiðbeiningar um gerð aðgengilegra PDF skjala. Haldin hafa verið sérstök námskeið um aðgengismál fyrir vefstjóra ráðuneytanna og aðra sem koma að vefmálum þeirra. Fyrirtækið Sjá ehf. hélt þessi námskeið og er nú fyrirhugað að bjóða slík námskeið á almennum markaði. Finna má skýrslur og annað efni sem vísað hefur verið til á UT-vefnum: http: //ut.is/adgengi 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3321

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.