Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 20
2 0 | T Ö LV U M Á L Þó að rætt sé um aðgengismál í samhengi við sérþarfir ákveðinna hópa sýnir reynslan að flest af því sem talið er að auðveldi aðgengi fatlaðra að vefnum nýtist ekki síður öðrum almennum notendum. Þegar vefir uppfylla aðgengiskröfur er aukins samræmis gætt í framsetningu þeirra þátta sem setja svip sinn á vefinn, vefsíður verða skýrari og því auðveldara að átta sig á uppbyggingu þeirra. Texti við myndir, vel uppsettar töflur og PDF-skrár með efnisyfirliti eru einnig þættir sem nýtast öllum notendum vefsins. Skýrt og einfalt málfar sem um leið hæfir viðkomandi vef er líklegra til að ná til notenda sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að skilja flókinn texta. Þeir sem nota táknmál eiga einnig auðveldara með og eru fljótari að túlka það sem textinn segir ef hann er hnitmiðaður og skýr. Loks eru skýrar reglur við efnisinnsetningu til þess fallnar að bæta vinnubrögð starfsfólks og einfalda. Aðgengismálin eru komin á dagskrá Alþjóðasamfélagið og þá sérstaklega hinn vestræni heimur hefur á undanförnum misserum veitt nauðsyn þess að tryggja aðgengi allra samfélagshópa að vefnum aukna athygli og er Ísland þar ekki undanskilið. Víða hefur verið unnið að stefnumörkun á þessu sviði. Flestar þjóðir hafa farið þá leið að móta sér viðmiðunarreglur um aðgengi að opinberum vefjum en gert er ráð fyrir að einkafyrirtæki taki einnig mið af slíkum reglum við þróun vefja sinna. Þessar reglur eru jafnan byggðar á alþjóðlegum reglum World Wide Web Consortium upplýsinga og þjónustu (W3C) um aðgengismál. Evrópusambandið hefur til að mynda samþykkt að aðildarlöndin taki mið af þessum reglum og nú hefur Ísland slegist í hópinn. Opinber stefna og framkvæmd hennar á Íslandi Í stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið frá 2004, Auðlindir í allra þágu, er að finna markmið um að rafræn þjónusta opinberra aðila taki mið af þörfum ólíkra hópa fatlaðra. Forsætisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti bera ábyrgð á framkvæmd verkefna sem falla að þessu markmiði. Verður hér fjallað um nokkur verkefni sem falla undir ofangreint markmið. Úttekt á aðgengi að vefjum ríkis og sveitarfélaga Vorið 2005 var gerð umfangsmikil úttekt á öllum vefjum ríkis og sveitarfélaga á Íslandi. Þessi úttekt var gerð af forsætisráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga en fyrirtækið Sjá ehf. sá um framkvæmd hennar. Skoðaðir voru 246 vefir og þeir metnir með tilliti til rafrænnar þjónustu, innihalds, nytsemi og aðgengis. Niðurstöður úttektarinnar liggja fyrir í skýrslunni Hvað er spunnið í opinbera vefi? og þar kemur fram að aðgengi fatlaðra að vefjum ríkis og sveitarfélaga má bæta verulega. Viðmiðunarreglur fyrir opinbera vefi Forsætisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti hafa tekið saman skýrsluna, Aðgengi allra að vefnum, og eru þar lagðar fram tillögur um aðgerðir sem Aðgengi að samfélagi Netið gegnir sívaxandi hlutverki í daglegu lífi fólks og er notkun Íslendinga á Netinu orðin svo almenn að hægt er að segja að allur þorri landsmanna nýti sér það til samskipta, upplýsingaöflunar og til að sækja ýmsa þjónustu. Þegar grannt er skoðað kemur hins vegar í ljós að stór hópur notenda hefur einhvers konar sérþarfir í þessum efnum. Talið er að 10% af íbúum Evrópu eigi við einhvers konar fötlun að stríða og ætla má að verulegur hluti þeirra þarfnist sérstakrar aðstoðar eða hjálpartækja til að nýta sér vefinn svo vel sé. Einnig fjölgar eldri borgurum stöðugt og sífellt stærri hluti þeirra reiðir sig á vefinn til samskipta, upplýsingaöflunar, verslunar og skemmtunar. Árið 1990 var hlutfall þeirra sem eru eldri en 60 ára um 18% og er gert ráð fyrir að árið 2030 verði hlutfallið komið upp í 30% af íbúafjölda. Þá er fjöldi innflytjenda einnig sívaxandi hér á landi og taka þarf tillit til þeirra þarfa. 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3320

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.