Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 32

Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 32
3 2 | T Ö LV U M Á L Mynd 9. Umhverfi rafrænna skilríkja á Íslandi. Mynd 8. Vottunarslóð á rafrænu skilríki undir núverandi rót ríkisins skilgreiningu á kröfum fyrir Íslandsrót sem lagðar verða til grundvallar stefnu rótarinnar. Tækninefnd um dreifilyklaskipulag Stofnuð hefur verið tækninefnd undir Fagstaðlaráði í upplýsingatækni (FUT) hjá Staðlaráði Íslands. Tækninefndin verður óháður vettvangur fyrir hagsmunaðila rafrænna skilríkja á Íslandi. Mynd 9 sýnir umhverfi rafrænna skilríkja á Íslandi í þremur lögum. Ysta lagið markast af alþjóðlega umhverfinu þar sem staðlar og reglugerðir eru í gildi, m.a. tilskipanir Evrópuráðsins. Í öðru lagi markast umhverfið af innlendum lagaramma þar sem lög um rafrænar undirskriftir vega þyngst. Innan þess er þriðja lagið, dreifilyklaskipulag, þar sem útbúnar eru íslenskar kröfur og verklagsreglur byggðar á alþjóðlegum stöðlum og viðmiðunum og innlendum lögum. Starf tækninefndarinnar er að ná sátt um útfærslu á uppbyggingu íslenska umhverfisins. Tækninefndin verður vettvangur þar sem allir áhugasamir fá tækifæri til að koma skoðunum sínum og athugasemdum á framfæri. Lokaorð Veigamikill þáttur í því að neytendur treysti skilríkjum og sjái sér hag í að nýta þau í samskiptum við ríki og banka er að atvinnulífið í heild taki þátt í uppbyggingu kerfisins með hvers kyns þjónustu sem byggist á skilríkjunum. Þá þarf að sjá til þess að góð sátt sé um umhverfi rafrænna skilríkja og skilgreiningar á dreifilyklaskipulagi fyrir íslenskt atvinnulíf og almenning. Þess vegna hafa bankar og ríki lagt áherslu á opnar skilgreiningar á dreifilyklaskipulagi og á tæknilegum þáttum sem skipta máli fyrir samvirkni. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja og fjármálaráðuneytið hafa sett fram eftirfarandi áherslur í samstarfsverkefninu: • Samræma, eins og kostur er, notkun rafrænna skilríkja í lausnum sem boðnar eru. • Einfalda grunngerð sem notendur og lausnaraðilar þurfa að byggja á. • Fjarlægja tæknilegar og viðskiptalegar hindranir á útbreiðslu rafrænna skilríkja. Almenn útbreiðsla rafrænna skilríkja mun fela í sér byltingu í samskiptum á Netinu. Með þeim mun skapast traust þar sem notendur munu með öruggum hætti geta auðkennt sig gagnvart öðrum og skrifað rafrænt undir skjöl og skuldbindingar. Samhliða almennri útbreiðslu mun framboð á rafrænni þjónustu margfaldast sem skilar sér í auknu hagræði fyrir þjónustuveitendur, fyrirtæki og almenning. �������������������������������������������������� ������������������������������������� ok.is ���������������� ����������� � ���� �������������� �� � � � � �� � ��� ��� ��� ��� �� ��� ��� �� ���� �� ��� ������� �� ������ ������� �� �������� ����� ���� �� �� �� �� �� � �� ��� � �� �� �� �� �� �� ��� �� �� �� �� �� �� � ������������������� � ������������������ 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3432

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.