Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 24
2 4 | T Ö LV U M Á L „Margt hefur áunnist með fjárfestingu opinberra aðila í upplýsingatækni en við þurfum að vera virkari í að deila með okkur þekkingu og reynslu af góðum verkefnum og ná fram aukinni nýtingu á lausnum með því að samnýta þær þvert á landamæri,“ segir Viviane Reding, framkvæmdastjóri ESB á sviði upplýsingasamfélagsins og fjölmiðla. „Rafræn stjórnsýsla er ekki lengur mál stjórnmálamannanna, heldur nauðsynlegt verkfæri til að gera opinberar stofnanir í Evrópu nútímalegri.“3 Aðgerðaáætlun Evrópusambandsins sem kennd er við i20104 var sett fram í júní 2005. Meginmarkmið hennar eru að auka vöxt og fjölga störfum í upplýsingatækni. Liður í áætluninni eru markmið um rafræna stjórnsýslu sem ráðherrar ESB og EES lýstu yfir stuðningi við í nóvember 20055. Í apríl 2006 samþykkti svo framkvæmdastjórn ESB tilheyrandi framkvæmdaráætlun til fjögurra ára. Evrópa árið 2010 Markmiðin um rafræna stjórnsýslu eru í fimm liðum6: 1. Aðgengi fyrir alla Rafræn þjónusta getur því aðeins leitt til meiri skilvirkni og þæginda að hún sé fyrir alla, án tillits til aldurs, kyns, þjóðernis, búsetu eða fötlunar. Notast verður við alla þá tækni sem völ er á til að auka þjónustuna, m.a. tölvur, stafrænt sjónvarp og farsíma. Markmið: • Árið 2010 eiga allir borgarar, þar með talið þeir sem búa við einhvers konar fötlun eða sérþarfir, að geta notfært sér rafræna þjónustu hins opinbera. • Árið 2010 á aðgengi að upplýsingum og þjónustu hins opinbera að vera orðið mun betra en nú er. Nota á upplýsingatæknina til að auka traust almennings á stjórnsýslunni, auka þekkingu á ávinningi af rafrænni stjórnsýslu og veita betri stuðning öllum sem þurfa á henni að halda. 2. Hagræðing og skilvirkni Rafræn þjónusta opinberra aðila varðar alla, 470 milljónir íbúa Evrópusambandsins, 10 milljónir fyrirtækja og þúsundir opinberra stofnana. Kostnaður opinbera geirans er talinn vera að meðaltali um 45% af landsframleiðslu Evrópusambandslandanna svo að eftir miklu er að sækjast við að lækka hann. Öll aðildarríkin hafa samþykkt að nota upplýsingatæknina til að ná fram hagræðingu og minnka skriffinnsku. Lögð verður áhersla á að gera mikilvægustu tegundir þjónustu er snúa að einstaklingum og fyrirtækjum rafrænar. Sem dæmi um þjónustu má nefna tilkynningu um flutning, leit að störfum innan ESB, aðgang að persónulegum upplýsingum eins og sjúkraupplýsingum, umsóknir um eftirlaun, skráningu fyrirtækja, skil á virðisaukaskatti auk ýmissa annarra þjónustuflokka er varða meðal annars menntun, menningu og tómstundir. Markmið: • Árið 2010 mun rafræn stjórnsýsla vera stór þáttur í ánægju notenda með þjónustu hins opinbera. • Árið 2010 mun rafræn stjórnsýsla hafa minnkað til muna skriffinnsku og aukið skilvirkni í þjónustu hins opinbera. • Árið 2010 mun rafræn stjórnsýsla hafa aukið til muna gagnsæi og Hvert stefnir Evrópa? Spara má hundruð milljarða evra fyrir skattgreiðendur ef áætlanir Evrópusambandsins um hagræðingu fram til ársins 2010 ná fram að ganga1. Gera á þjónustu opinberra aðila nútímalegri, skilvirkari og þægilegri. Sérstök áhersla verður lögð á aukna sjálfvirkni í þjónustu við almenning og fyrirtæki sem spara mun sporin, auka gæði þjónustunnar og lækka kostnað bæði fyrir opinbera aðila og þá sem nýta sér þjónustuna. Þessi atriði eru meginmarkmið Evrópusambandsins í rafrænni stjórnsýslu. Í framkvæmdaráætlun ESB2 er að auki fullyrt að rafræn stjórnsýsla sé lykillinn að því að viðhalda og auka samkeppnishæfni opinbera geirans og í raun samfélagsins alls. i2010 „Öll aðildarríki ESB og EES hafa samþykkt að nota upplýsingatæknina til að ná fram hagræðingu og minnka skriffinnsku.“ 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3324

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.