Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 22
2 2 | T Ö LV U M Á L Undanfarið hefur verið töluverð vakning í því að bæta aðgengi að vefsvæðum og til dæmis er það orðin regla frekar en undantekning að metnaðarfullir vefir bjóði notendum upp á að stækka og minnka letur með einföldum hætti. Að sögn Más felst helsta nýjungin varðandi Stillingar.is í því að með tilkomu þjónustunnar má segja að slíkum málum sé hægt að úthýsa á einn miðlægan stað með einföldum hætti. ,,Þegar aðgengismál ber á góma er oft litið til fötlunar á borð við blindu eða hreyfihamlanir. Stillingar.is nýtist hins vegar mun fleiri notendum og má nefna eldri borgara og lesblinda, sem dæmi en báðir þessir hópar njóta góðs af því að geta valið leturstærð, liti og línubil við hæfi. Við uppsetningu á þeim valmöguleikum sem boðnir eru á Stillingar.is var reynt að taka tillit til sem flestra gerða lestrarörðugleika.” Einsdæmi í heiminum? Þegar notendur velja sínar stillingar eru þær skráðar í svokallaða ,,smáköku” (e. cookie) í vafranum. Már segir að kakan sé geymd í nafni Stillingar.is og að þjónustan við vefsvæði felist í því að veita þeim aðgang að upplýsingunum í kökunni. ,,Við viljum ekki fullyrða að þetta sé einsdæmi í heiminum en okkur vitanlega hefur þetta ekki verið útfært með þessum hætti neins staðar. Einstakir hlutar virkninnar á Stillingar.is byggja á vel þekktum aðferðum, en sérstaða okkar felst í því hvernig við hnýtum þessar aðferðir saman í heildarlausn sem gerir þjónustuna jafn einfalda og raun ber vitni, bæði fyrir þá sem reka vefsvæði og venjulega netnotendur.” Fyrir fyrirtækjavefi og bloggsíður einstaklinga Að sögn Más bjóðast vefstjórum nokkrar leiðir til að tengjast þjónustunni en sú einfaldasta og fljótlegasta byggir á því að setja inn Javascript hnapp sem vísar á Stillingar.is. ,,Þegar smellt er á hnappinn er útlitsskilgreiningum viðkomandi síðu skipt út fyrir einfalt stílblað með þeim óskum sem notendur hafa vistað. Þessi leið er einkum ætluð þeim sem annað hvort vilja setja upp tengingu með sem fljótlegustum hætti eða hafa litla tækniþekkingu, til dæmis Hugsmiðjan ehf. opnaði á dögunum nýja vefþjónustu, Stillingar.is, sem ætluð er fyrir vefsvæði sem vilja koma til móts við þarfir notenda sem eiga erfitt með lestur af ýmsum orsökum. Tölvumál ræddi við Má Örlygsson, aðgengissérfræðing hjá Hugsmiðjunni, sem segir meðal annars að hugsanlega sé um einsdæmi í heiminum að ræða en þjónustan heldur miðlægt utan um ýmsar óskir notenda varðandi lita- og leturstillingar sem þeir geta svo valið að virkja á vefsvæðum sem tengst hafa þjónustunni. einstaklingum sem eru með bloggsíður.” Már segir jafnframt að Stillingar.is bjóði einnig upp á öflugt opið viðmót fyrir ,,server-side” samskipti sem gera vefstjórum þannig kleift að stýra hvernig framsetning þeirra vefja breytist. Hægt sé að tengjast þessu viðmóti úr hvaða vefkerfi og forritunarumhverfi sem er og þjónustan er því alfarið óháð öðrum lausnum Hugsmiðjunnar. Mikill tæknilegur sveigjanleiki Már segir að Javascript hnappurinn sé frekar óvæginn þegar kemur að útlitseinkennum vefja, en á móti komi að um sé að ræða ,,copy-paste” lausn sem taki innan við tvær mínútur að setja upp á hvaða vefsvæði sem er. ,,Aðalstyrkur þjónustunnar felst samt í því hversu tæknilega sveigjanleg hún er. Eigendur vefsvæða geta haft fullt vald yfir útliti síns vefsvæðis og nýtt stillingaupplýsingarnar á þann hátt sem best samræmist þeirra ímynd.” Hann nefnir auðlesinn vef Mbl.is sem dæmi um vef sem veitir notendum þá framsetningu sem þeim hentar með hjálp Stillingar.is. ,,Einnig er verið að leggja lokahönd á viðbót við WordPress bloggkerfið til að nýta Stillingar.is og verður sú viðbót gefin út með frjálsu GPL leyfi. Viðmót Stillingar.is er bæði á íslensku og ensku og ætlunin er að smám saman bætist fleiri tungumál við.” Ókeypis fyrir einstaklinga og smærri aðila Stillingar.is er að hluta hugsað sem samfélagsþjónusta og því er ókeypis að nota þjónustuna á vefsvæðum reknum af einstaklingum og smærri aðilum. Már segir að öllum sé frjálst að prófa þjónustuna og tæknilega skjölun um hana er að finna á www.stillingar.is. ,,Rekstur þjónustunnar er fjármagnaður með því að eftir 30 daga reynslutíma er haft samband við stærri rekstraraðila og þeim boðin mánaðarleg áskrift að þjónustunni. Það að velja sínar stillingar og nota þær þegar vefir eru heimsóttir er ókeypis fyrir alla notendur. Ég vil því hvetja vefstjóra til að prófa þjónustuna og fikta sig áfram. Það kostar ekkert að setja upp tengingar í tilraunaskyni og við vonum auðvitað að þjónustan mælist það vel fyrir að menn vilji halda slíkum tengingum til frambúðar.” Viðtal: Halldór Jón Garðarsson Stillingar.is er ný og einstök vefþjónusta sem hjálpar fólki sem á erfitt með lestur á vefjum segir Már Örlygsson hjá Hugsmiðjunni 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3322

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.