Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 27

Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 27
T Ö LV U M Á L | 2 7 Þriðja atriðið sem CapGemini mun mæla árið 2007 er nýtt. Það snýr að notanda þjónustunnar (e. User Centricity) og verða þar mæld atriði eins og öryggi, þægindi, vettvangur (e. platform), tungumál, samvirkni (t.d. við rafræna þjónustuveitu), aðgengismál og möguleikar á aðstoð. Evrópa árið 2006 Eftirfarandi niðurstöður eru teknar úr nýjustu skýrslu CapGemini frá júní 200616. EU(18) eru þau 15 aðildarríki ESB sem hafa verið með frá upphafi könnunarinnar ásamt Íslandi, Noregi og Sviss (EES-ríkin). EU(28) eru öll aðildarríkin ásamt EES-ríkjunum. EU(10) eru 10 nýjustu aðildarríkin. 1. Samanburður á framboði og notkun Mikilvægt er að átta sig á að CapGemini-könnunin mælir aðeins framboð á rafrænni þjónustu og í mörgum tilvikum er eftirspurnin alls ekki í samræmi við framboðið eins og sést á mynd 2. Austurríkismenn og Bretar eru meðal þeirra fremstu varðandi framboð en notkunin er hlutfallslega lítil. Íslendingar eru mjög framarlega í notkun á rafrænni þjónustu hins opinbera og eins og myndin sýnir er notkun á rafrænni þjónustu mest á Íslandi og munurinn á framboði og notkun einna minnstur. Það er því full ástæða fyrir opinbera aðila á Íslandi að auka framboð á þjónustu fyrir almenning og fyrirtæki. 2. Þroski þjónustunnar Meira en helmingur þjóða ESB og EES er kominn með þjónustustigið “gagnvirk samskipti” og aðeins eitt land í Evrópu er á lægra þjónustustigi en því lægsta (<50%). Íslendingar eru í 17. sæti en munurinn er þó ekki mikill á Íslandi og þeim löndum sem næst eru (sjá mynd 3). 3. Rafræn málsmeðferð Mynd 4 sýnir hve stór hluti af rafrænni þjónustu hefur náð því stigi að geta flokkast undir rafræna málsmeðferð. Meira en helmingur þjóðanna hefur þegar náð því markmiði að meira en 50% af þjónustu sem var skoðuð fellur undir rafræna málsmeðferð. Á Íslandi er þetta hlutfall um 50%. Samantekt Í þessari grein hefur verið farið yfir markmið Evrópusambandsins í rafrænni stjórnsýslu auk þess að fjalla sérstaklega um hvernig Íslendingar ætla að mæta þessum markmiðum. Einnig hefur verið farið yfir mælikvarða og nýjustu niðurstöður. Ljóst er að markmiðin gefa fyrirheit um breytt landslag og miklar umbætur í þjónustu opinberra aðila við almenning og fyrirtæki. „Notkun á rafrænni þjónustu er mest á Íslandi og munurinn á framboði og notkun einna minnstur. Það er því full ástæða fyrir opinbera aðila á Íslandi að auka framboð á þjónustu fyrir almenning og fyrirtæki. “ Heimildir (allar slóðir eru sannreyndar 21. október 2006) 1 Evrópusambandið, fréttatilkynning (2006): eGovernment: Commission calls for ambitious objectives in the EU for 2010. http://europa.eu.int/rapid/pressReleases Action.do?reference=IP/06/523&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLangu age=en 2 Evrópusambandið, framkvæmdaáætlun (2006): i2010 eGovernment Action Plan: Accelerating eGovernment in Europe for the Benefit of All. http://europa.eu.int/ information_society/activities/egovernment_research/doc/highlights/egov_action_ plan_en.pdf 3 Evrópusambandið, fréttatilkynning (2006). Sjá heimild nr. 1. 4 i2010 – A European Information Society for growth and employment. http: //ec.europa.eu/information_society/eeurope/i2010/index_en.htm 5 Ráðherraráðstefna í Manchester (2005): Yfirlýsing ráðherra ESB og EES. http://ww w.egov2005conference.gov.uk/documents/proceedings/pdf/051124declaration.pdf 6 Forsætisráðuneytið (2005): Ráðherraráðstefna í Manchester – Greinargerð. http: //ut.is/utgafa//nr/2409 7 Evrópusambandið, fréttatilkynning (2006). Sjá heimild nr. 1. 8 Forsætisráðuneytið (2004): Auðlindir í allra þágu. Stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2004-2007. http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/ UpplStefna2004.pdf 9 Sjá | viðmótsprófanir (2005): Hvað er spunnið í opinbera vefi? http://www.forsaetisr aduneyti.is/media/Skyrslur/Op_vefir_skyrsla.pdf 10 Forsætisráðuneytið (2006): Aðgengi allra að vefnum – Skýrsla um aðgengismál. http://www.forsaetisraduneyti.is/media/utvefur-skjol/Adgengisskyrsla_240106.pdf 11 UT-vefur, http://www.ut.is. Fræðsla um aðgengismál: http://utvefur.is/adgengi/ 12 Félagsmálaráðuneytið (2006): Samráð og samskipti milli almennings og opinberra aðila.http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/FEL_Samrad_25_08_ 2006.pdf 13 Garðabær (2006): Tilraunir til samráðs við íbúa með rafrænum hætti. http://www.for saetisraduneyti.is/media/Skyrslur/Skyrsla_gardabaer.pdf 14 Forsætisráðuneytið (2006): Notkun upplýsingatækni til að auka samráð og samskipti milli opinberra aðila og almennings. http://www.forsaetisraduneyti.is/ media/Skyrslur/abendingarskjal.pdf 15 CapGemini: http://www.capgemini.com 16 eEurope og Capgemini (2006): Online Availability of Public Services: How is Europe Progressing? Web Based Survey of Electronic Public Services. Report of the Sixth Measurement June 2006. http://ec.europa.eu/information_society/eeurope/i2010/ docs/benchmarking/online_availability_2006.pdf 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3327

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.